Bæjarráð - 46 |
Haldinn á vesturvæng Ráðhúss, 13.07.2023 og hófst hann kl. 08:10 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit |
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.Fram kemur að sem hluti af hagræðingaraðgerðum sveitarfélagsins mun símsvörun Árborgar breytast frá 8. ágúst nk. Símsvörun verður þá mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 9:00 - 12:00. Þjónustuborð verður áfram opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga frá 9:00 - 12:00.
Dagana 1. - 4. ágúst verður símsvörun frá kl. 9:00 - 12:00 vegna sumarleyfa. |
|
|
|
2. 2303156 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2023 |
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri og Dagný Kapítóla Sigurðardóttir komu inn á fundinn og fóru yfir rekstraryfirlit jan-maí. |
|
|
|
3. 2307067 - Lántaka - veðsetning eigna |
Tillaga um að bæjarráð, sem fer nú samkvæmt 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykki ofangreinda lántöku hjá Landsbankanum hf., og samhliða henni veðsetningu fasteignanna Tryggvagötu 13, fnr. 2185555/landnr. 161913, Tryggvagötu 36, fnr. 2187490/landnr. 162831 og Björkurstykki, landnr. 161790, er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bæjarráð veitir jafnframt bæjarstjóra, Fjólu St. Kristinsdóttur, kt. 270272-5849, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánasamning við Landsbankann hf. í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku og veðsetningu þessari.
|
|
|
|
4. 2303073 - Upplýsingar frá mannauðsdeild |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. 2307058 - Efnistaka úr námu Klausturhólar E17 - syðri hluti |
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í góðu samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp. |
Bréf á landeigendur - E17 Klausturhólar.pdf |
|
|
|
6. 2307026 - Brúarhlaup Selfoss 2023 |
Bæjarráð samþykkir beiðni Umf. Selfoss um lokanir og að þau fái aðgang að fánaborgum í miðbæjargarði í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið. |
Brúarhlaup 2023 bréf til Árborgar.pdf |
|
|
|
7. 2307028 - Tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi 2023 |
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfi verði veitt til áfengisveitinga 10. ágúst frá kl. 18:00 til kl. 12:00 sunnudaginn 13. ágúst í Miðbæjargarðinum. |
(I) Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga 10.-13. ágúst.pdf |
|
|
|
8. 2307006 - Rekstrarleyfisumsögn - Austurvegur 22a - Erbil kebab |
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn. |
(I) Umsagnarbeiðni-2023039571.pdf |
|
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
9. 2301301 - Fundargerðir stjórnar SASS 2023 |
Lagt fram til kynningar. |
597. fundur stj. SASS.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 |
|