Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 46

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
13.07.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.Fram kemur að sem hluti af hagræðingaraðgerðum sveitarfélagsins mun símsvörun Árborgar breytast frá 8. ágúst nk. Símsvörun verður þá mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 9:00 - 12:00.
Þjónustuborð verður áfram opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga frá 9:00 - 12:00.

Dagana 1. - 4. ágúst verður símsvörun frá kl. 9:00 - 12:00 vegna sumarleyfa.
2. 2303156 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2023
Ingibjörg Garðarsdóttir og Dagný Kapítóla Sigurðardóttir koma inn á fundinn og kynna rekstraryfirlit jan-maí ásamt bæjarstjóra.
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri og Dagný Kapítóla Sigurðardóttir komu inn á fundinn og fóru yfir rekstraryfirlit jan-maí.
3. 2307067 - Lántaka - veðsetning eigna
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja töku láns í gegnum lánalínu hjá Landsbankanum hf. og samhliða veðsetningu tiltekinna eigna sveitarfélagsins.

Um er að ræða lántöku í gegnum lánalínu sem Landsbankinn hf. hyggst veita Sveitarfélaginu Árborg að fjárhæð kr. 1.375 milljónir króna til 2 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Samhliða fari fram lækkun yfirdráttarheimildar sveitarfélagsins úr 750 m. kr. í 400 m. kr. Til tryggingar láninu standa þrjár fasteignir sveitarfélagsins, aðrar en þær eignir sem sveitarfélagið á og eru nauðsynlegar til að lögboðin verkefni sveitarfélagsins verði rækt, sbr. 1. mgr. 67. og 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna sveitarfélagið í gegnum eignir sem eru í söluferli.

Lánið er tryggð með 1. veðrétti í fasteignunum Tryggvagötu 13, fnr. 2185555/landnr. 161913, Tryggvagötu 36, fnr. 2187490/ landnr. 162831 og Björkurstykki, landnr. 161790.

Jafnframt er bæjarstjóra, Fjólu St. Kristinsdóttur, kt. 270272-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Landsbankann hf. í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og geta út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku og veðsetningu þessari.

Tillaga um að bæjarráð, sem fer nú samkvæmt 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykki ofangreinda lántöku hjá Landsbankanum hf., og samhliða henni veðsetningu fasteignanna Tryggvagötu 13, fnr. 2185555/landnr. 161913, Tryggvagötu 36, fnr. 2187490/landnr. 162831 og Björkurstykki, landnr. 161790, er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bæjarráð veitir jafnframt bæjarstjóra, Fjólu St. Kristinsdóttur, kt. 270272-5849, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánasamning við Landsbankann hf. í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku og veðsetningu þessari.
4. 2303073 - Upplýsingar frá mannauðsdeild
Upplýsingar frá mannauðsdeild jan - júní.
Lagt fram til kynningar.
5. 2307058 - Efnistaka úr námu Klausturhólar E17 - syðri hluti
Erindi frá umhverfis- og tæknisviði uppsveita, dags. 26. júní, þar er farið yfir úttekt vegna efnistökusvæða í sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshreppi, Klausturhólar E17 - syðri hluti. Grímsnes- og Grafningshreppur á 69% í umræddri námu og Árborg 31%. Í erindinu kemur meðal annars fram að ekki er til staðar útgefið framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna efnistökunnar eða útgefið starfsleyfi af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Einnig kemur fram að ekki hefur verið unnið umhverfismat vegna efnistökunnar. Sé áframhaldandi efnistaka áætluð innan svæðisins er viðtakanda bent á að hafa samband við skipulagsfulltrúa varðandi næstu skref við úrlausn málsins fyrir 1. október 2023.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í góðu samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.
Bréf á landeigendur - E17 Klausturhólar.pdf
6. 2307026 - Brúarhlaup Selfoss 2023
Erindi frá Umf. Selfoss, dags. 21. júní, vegna Brúarhlaups Selfoss sem fram fer 13. ágúst nk.

Þar er óskað eftir afnotum af landi sveitarfélagsins og að loka Engjavegi, frá gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu og vestur að gatnamótum Engjavegar og Kirkjuvegar, frá kl. 08.00 til klukkan 13.00 á hlaupadag.
Einnig er óskað eftir að fá aðstoð bæjaryfirvalda við lokunina og aðgang að fánaborgum í miðbæjargarði.

Bæjarráð samþykkir beiðni Umf. Selfoss um lokanir og að þau fái aðgang að fánaborgum í miðbæjargarði í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið.
Brúarhlaup 2023 bréf til Árborgar.pdf
7. 2307028 - Tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi 2023
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 4. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga 10. ágúst frá kl. 18:00 til kl. 12:00 aðfaranótt 13. ágúst í Miðbæjargarðinum á Selfossi. Umsækjandi: Knattspyrnufélag Árborgar kt. 500101-2610.
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfi verði veitt til áfengisveitinga 10. ágúst frá kl. 18:00 til kl. 12:00 sunnudaginn 13. ágúst í Miðbæjargarðinum.
(I) Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga 10.-13. ágúst.pdf
8. 2307006 - Rekstrarleyfisumsögn - Austurvegur 22a - Erbil kebab
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II - A- Veitingarhús að Austurvegi 22a á Selfossi. Umsækjandi: Erbil Kebab ehf, kt. 620623-0320.
Byggingarfulltrúi gerði ekki athugasemdir við nýtt rekstrarleyfi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
(I) Umsagnarbeiðni-2023039571.pdf
Fundargerðir til kynningar
9. 2301301 - Fundargerðir stjórnar SASS 2023
597. fundur haldinn 30. júní.
Lagt fram til kynningar.
597. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica