Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð - 10/2025

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.01.2026 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Milena Eva Markowska ,
Sunneva Dís Eiríksdóttir ,
Guðrún Birna Kjartansdóttir ,
Ásta Björk Óskarsdóttir ,
Eva Karen Friðriksdóttir ,
Rannveig Helga Kjartansdóttir ,
Örn Hreinsson ,
Björgvin Gunnar Héðinsson ,
Guðmunda Bergsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Guðmunda Bergsdóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 2403338 - Ungmennaráð 2024 -2026
Bókanir á tillögum eftir bæjarstjórnarfund
Farið yfir bókanir sem bárust frá bæjarráði um tillögur frá UNGSÁ um menningarhús og þjónustu á Stokkseyri og Eyrarbakka.
2. 2403338 - Ungmennaráð 2024 -2026
Ráðstefna Ungmennaráða Sveitarfélaga
Sex fulltrúar úr ungmennaráðinu fóru á ráðstefnu ungmennaráða sveitarfélaga sem haldin var af Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga í desember sl. Á ráðstefnunni voru ungmennaráðin að ræða bestu starfsvenjur, málefni sem þau brenna fyrir ásamt kynningum á fjölbreyttum verkefnum. Fulltrúarnir sex sem tóku þátt voru hæst ánægð og fengu mikinn innblástur fyrir veturinn.
Almenn afgreiðslumál
3. 2403338 - Ungmennaráð 2024 -2026
Tilnefning fulltrúa fyrir European Youth Week kick-off event 2026. Rannís óskar eftir 2 fulltrúum frá Árborg sem hafa tekið þátt í Erasmus ungmennaskiptum nýlega til þess að taka þátt í vinnusmiðjum í Brussel til að hefja Evrópsku ungmennavikuna í apríl.
Ungmennaráðið tilnefnir Sunnevu Dís Eiríksdóttur og Evu Karen Friðriksdóttur.
4. 2403338 - Ungmennaráð 2024 -2026
Ungmennaþing 2026
Ungmennaráðið stefnir á að halda ungmennaþing þriðjudaginn 10.febrúar kl 18-21. Tíminn var nýttur í að skipuleggja þingið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica