| Skipulagsnefnd - 13 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 13.09.2023 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði. |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. 2305546 - Austurvegur 7-23 - Deiliskipulag |
Anne Brun Hansen kynnti drög að skipulagi fyrir Austurveg 7-23. Skipulagsnefnd telur eðlilegt að samráð verði haft við lóðarhafa sem deiliskipulagið nær til, áður en tillagan verður auglýst. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 2. 2308261 - Múli - Deiliskipulag 6 landspildna (Votmúli I) |
| Skipulagsnefnd óskar eftir nánara samtali við hönnuði deiliskipulags vegna ýmissa þátta er snerta gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. |
| Frestað |
|
|
|
| 3. 2308259 - Björkurstekkur - Óveruleg breyting á skilmálum deiliskipulags |
| Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 4. 2309053 - Björk - Jórvík 1 deiliskipulagsbreyting |
| Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 5. 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag |
| Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma samantekt athugasemda og ábendinga til hönnuða til skoðunar. |
| Frestað |
|
|
|
| 6. 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónstu auk íbúðabyggðar |
| Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls, auk þess að fyrir liggi samkomulag um kaup á viðbótarlandi sem deiliskipulagið nær yfir. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 7. 2307001 - Austurvegur 65 - Breyting á deiliskipulagi 2023 |
| Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 8. 21101729 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 15 |
| Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðinni Víkurheiði 15 verði skilað inn, og að í hennar stað verði Víkurheiði 17, úthlutað til umsækjanda. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 9. 2306426 - Suðurbraut 40 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
| Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir 25,4 m2 húsi. |
| Samþykkt |
|
|
|
|
| Fundargerð |
| 10. 2308013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 118 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 |
|