Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 13

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
13.09.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2305546 - Austurvegur 7-23 - Deiliskipulag
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 21. júní 2023, tillögu að skipulagslýsingu lóðanna Austurvegur 7-23 á Selfossi í samræmi við 1. mgr. 40 gr, skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing fyrir svæðið Austurvegur 7-23 hefur verið kynnt í samræmi við 3. og 4. mgr. Skipulagslaga. Lýsingin var aðgengileg á skipulagsgatt.is og á vefsíðu sveitarfélagsins Árborgar. Þá var hún kynnt með auglýsingu í dagskránni auk lögbirtingarblaðs frá 28.6.2023, með athugsemdafresti til 9.8.2023. Engar athugsemdir eða ábendingar bárust frá almenningi. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Skipulagsstofnun.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurveg 7-23, gerir ráð ráð fyrir verslunum, og ýmiskonar þjónustu á jarðhæð bygginga og heimild til að vera með íbúðir á efri hæðum. Í deiliskipulaginu verða settir skilmálar fyrir allar lóðir, s.s, hvað varðar hæð bygginga hámarks byggingarmagns, aðkomu og bílastæði, vistvænar samgöngur, skuggavarp og gæði byggingar. Deiliskipulagið verður í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2020-2036, þar sem svæðið er skilgreint sem miðsvæði M4. Skipulagsvæðið er um 1,3 ha að stærð. Helstu markmið með deiliskipulaginu eru, stuðla að uppbyggingu og eflingar verslunar- og þjónustu við Austurveg og heimila íbúðir á efri hæðum bygginga, auk þess að setja skilmála um hæð bygginga og byggingarmagn, gæði og yfirbragð byggðarinnar, vistvænar samgöngur og aðlaðandi davalarsvæði sem snúa mót sólu og að götumynd sé aðlaðandi og fólki líði vel með að ganga og hjóla á Austurvegi.
Anne Brun Hansen frá skipulagssviði Eflu kynnir tillögu að deiliskipulagi fyrir Austurveg 7-23.

Anne Brun Hansen kynnti drög að skipulagi fyrir Austurveg 7-23.
Skipulagsnefnd telur eðlilegt að samráð verði haft við lóðarhafa sem deiliskipulagið nær til, áður en tillagan verður auglýst.
2. 2308261 - Múli - Deiliskipulag 6 landspildna (Votmúli I)
Kjartan Sigurbjartsson Proark, leggur fram tillögu að deiliskipulagi 6 spildna í landi Votmúla I L166214. Landið er skilgreint í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem lanbúnaðarland L3. Spildur eru 4,7-11ha að stærð og eru skilgreindir 2 byggingarreitir á hverri lóð, B1-Íbúðarhúsnæði og B2-Landbúnaðarhúsnæði.
Á B1 er gert ráð fyrir byggingu tveggja hæða íbúðarhúss auk sambyggðrar eða stakstæðrar bílgeymslu, með allt að 8,5m hámarkshæð, með hámarksbyggingarmagni allt að 600m2. Auk þes er heimilt að byggja allt að 200m2 gesthús á einni hæð, auk garðhýsi/gróðurhús á einni hæð, allt að 200m2, fyrir heimaræktun grænmetis/ávaxta/blóma. Hæð aukahúsa er allt að 5m.
Á B2 er heimilt að byggja tvær landbúnaðarbyggingar með 8m hæð, samtals allt að 2000m2.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánara samtali við hönnuði deiliskipulags vegna ýmissa þátta er snerta gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.
3. 2308259 - Björkurstekkur - Óveruleg breyting á skilmálum deiliskipulags
Skilpulagsfulltrúi leggur fram óverulega breytingu á skilmálum/greinargerð fyrir íbúðahverfið Björkurstekkur. Um er að ræða afstillingu á mismun í texta og samantektartöflu er varðar hámark nýtingarhlutfalls. Breytingar eru eftirfarandi:
5.1
Gerð er breyting á nýtingarhlutfalli í töflu og texta, þar sem aukið er við nýtingarhlutfall kjallara, einnar hæðar húsa og tveggja hæða einbýlishúsa. Þá er aukið við nýtingarhlutfall kjallara fyrir fjölbýlishús á 4 hæðum og 5 hæðum. Felld er út setning sem segir til um vegghæðir að lóðarmörkun, fyrir allar tegundir húsa.


Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
4. 2309053 - Björk - Jórvík 1 deiliskipulagsbreyting
Ólafur Tage Bjarnason f.h. Larsen Hönnun og ráðgjöf , leggur fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í Landi Bjarkar og Jórvíkur. Markmið breytingar er að bæta nýtingu fjölbýlishúsalóða, auk breyttra áherslna varðandi raðhúsalóðir. Á raðhúsalóðum eru lóðir minnkaðar og gert ráð fyrir hefðbundnum raðhúsum í stað klasa með fleiri en einu húsi á lóð og stórri sameign
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
5. 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Ólafur Tage Bjarnason Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem Miðsvæði, M6. Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóð með nýtingarhlutfalli allt að 1.5


Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma samantekt athugasemda og ábendinga til hönnuða til skoðunar.
6. 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónstu auk íbúðabyggðar
Mál áður á dagkrá 31.5.2023:
„Edda Kristín Einarsdóttir f.h. Eik fasteignafélags, leggur fram tillögu að nýju deiliskipulagi blandaðar byggðar á lóðunum Eyravegur 42 og 44 á Selfossi. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem miðsvæði, en er jafnframt skilgreint sem þróunarsvæði, þar sem skuli vera blanda af verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði. Svæðið er ekki deiliskipulagt. Samkvæmt orðalagi tillögunnar eru helstu markmið hennar að þétta núverandi byggð með nýtingu á lóðum sem nýttar hafa verið sem verslunar- og lagersvæði. Tillagan tekur til breytinga á núverandi notkun lóðanna 42 og 44 við Eyraveg. Lóðirnar hafa í áranna rás verið nýttar undir starfsemi byggingarvöruverslunar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að verslunarstarfsemi verði á lóð 42, og hluti núverandi bygginga verði rifinn og fjarlægður. Á lóð 44 er gert ráð fyrir að rísi á tveimur reitum F1 og F2 íbúðarhúsnæði á 3-5 hæðum. Gert er ráð fyrir að á lóðinni verði rými fyrir allt að 55-62 íbúðir, með nýtingarhlutfall upp á 1,1. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja bílakjallara. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar 44 og 44a á Eyravegi verði sameinaðar í eina lóð.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til umsagnar hjá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar. „
Jákvæð umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls, auk þess að fyrir liggi samkomulag um kaup á viðbótarlandi sem deiliskipulagið nær yfir. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.
7. 2307001 - Austurvegur 65 - Breyting á deiliskipulagi 2023
Efla Verkfræðistofa leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr.skipulags laga nr. 123 / 2010, fyrir lóðina Austurveg 65 á Selfossi. Breyting felst í að byggingarreitur er stækkaður til suðurs. Breytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Í gildi er deiliskipulag, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar og staðfest í B-deild stjórnartíðinda 12 jan. 2005 ásamt síðari breytingum. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði og áfram er gert ráð fyrir sambærilegri starfsemi sem áfram kann að valda hljóð-, lyktar og ásýndaráhrifum.
Forsendur breytingar: Með breytingunni er verið að stækka byggingarreit í suður vegna aukinnar þarfar á rýmum vegna skyrframleiðslu.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.
8. 21101729 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 15
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021, var iðnaðar- og athafnalóðinni Víkurheiði 15, úthlutað til fyrirtækisins Verk og tæki ehf.
Lóðin er 4338 m2 að stærð. Komið hefur i ljós við ítarlegar jarvegsrannsóknir í Víkurheiði að byggingarreitur skerðist vegna sprungu í lóðinni, og uppfyllir hún því ekki þær kröfur sem sem gerðar voru til hennar á sínum tíma varðandi byggingarmagn og nýtingu lóðar. Óskir hafa borist um að lóðinni verði skilað inn og lóðarhöfum gefinn kostur að fá lóð nr. 17 til úthlutunar í breyttu deiliskipulagi sem nú er í skipulagsferli. Vegna tafa sem hafa orðið vegna jarðvegsrannsókna, hefur tekist samkomulag með umsækjendum lóðar og Sveitarfélagsins Árborgar um ofangreind skipti á lóð. Þar hefur nokkrum lóðum verið breytt í samræmi við niðurstöðu jarðvegsrannsókna, auk þess sem byggingarmagn og nýtingarhlutfall hefur verið endurskoðað. Áform um sömu stærð byggingar á lóð 15, munu færast yfir á lóð 17.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðinni Víkurheiði 15 verði skilað inn, og að í hennar stað verði Víkurheiði 17, úthlutað til umsækjanda.
9. 2306426 - Suðurbraut 40 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa:
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Óskar Inga Gíslason sækir um leyfi til að byggja hús sem á að nýta í bændagistingu. Helstu stærðir eru: 25 m² & 79,7m³.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir 25,4 m2 húsi.
Fundargerð
10. 2308013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 118

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica