Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 146

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.04.2022 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Starfsmenn
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2204118 - Umboð Mannvirkja- og umhverfissviðs - undirritun leigusamninga um beitar- og ræktunarlönd
Lagt er til að deildarstjóra þjónustumiðstöðvar á Mannvirkja og umhverfissviði verði veitt umboð til að undirrita leigusamninga um beitar- og ræktunarlönd sem umhverfisnefnd úthlutar á fundum sínum.

Bæjarráð veitir deildarstjóra þjónustumiðstöðvar á Mannvirkja- og umhverfissviði umboð til að undirrita leigusamninga f.h. Sveitarfélagsins Árborgar um beitar- og ræktunarlönd sem umhverfisnefnd úthlutar á fundum sínum.
2. 1705113 - Leyfi - fornleifarannsókn á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka 2017
Beiðni frá Fornleifastofnun Íslands, dags. 11. apríl, þar sem óskað var eftir leyfi landeigenda til áframhaldandi fornleifarannsókna í Vesturbúðarhól á Eyrarbakka næstu fimm sumur þ.e. 2022-2026.
Bæjarráð heimilar Fornleifastofnun Íslands áframhaldandi fornleifarannsóknir í Vesturbúðarhól á Eyrarbakka sumrin 2022-2026.
3. 2204121 - Umsögn - frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Erindi frá Alþingi, dags. 11. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál..pdf
4. 2204136 - Vilyrði fyrir lóð
Beiðni frá Guðveigi Steinari Ómarssyni, dags. 29. mars, þar sem óskað var eftir að fá að kaupa eins hektara lóð á Stokkseyri.
Bæjarráð kveður það ekki vera stefnu sveitarfélagins að selja einstaka parta úr landi sveitarfélagsins á óskipulögðu svæði. Málinu er vísað til skipulagsfulltrúa og honum falið að finna reit sem gæti hentað undir starfsemina til leigu.
5. 2204160 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2022
Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður miðvikudaginn 27. apríl á Hótel Selfossi.
Bæjarráð tilnefnir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúa til að fara með atkvæði sveitarfélagsins Árborgar á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga.
6. 2204183 - Tækifærisleyfi - Reiðhöll Sleipnis Brávellir - fjáröflunarsamkoma fyrir reiðhallarbyggingu
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. apríl, þar sem óskað var eftir tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi í Reiðhöll Sleipnis, Brávöllum, 23. apríl frá kl. 19:30 - 01:00 aðfaranótt 24. apríl. Umsækjandi: Ragna Gunnarsdóttir kt. 060871-4189.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022012145.pdf
7. 2204138 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2 - Konungskaffi
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 12. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi, leyfi til reksturs veitinga í flokki II Veitingaleyfi-E Kaffihús-Konungskaffi. Umsækjandi: Kögunarhóll ehf, kt. 470318-0660.

Afgreiðsla afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 13. apríl sl: Byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerði ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
Nákvæm teikning af húsnæði.pdf
scan10199 (2).pdf
Umsagnarbeiðni-2022011725.pdf
8. 2105453 - Trúnaðarmál
Gögn verða lögð fram á fundi.
Lagt fram til kynningar.
9. 2204146 - Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2021
Bæjarráð þakkar forstöðumanni Byggðasafnsins fyrir ítarlega og góða skýrslu.
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2021.pdf
10. 2204056 - Framkvæmdaleyfi - Malbikun stíga 2022
Tillaga frá 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl, liður 5.

Framkvæmdaleyfi - Malbikun stíga 2022
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskaði eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 6.4.2022, ásamt fylgigögnum.

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti og einnig uppsetningu ljósastaura, lampa, snjallbúnaðar fyrir lýsingu áamt plægingu götuljósastrengs þar sem það á við á stígum í Árborg. Verkið skiptist í eftirfarandi hluta.
Eyrabakkastígur:
E1: Eyrarbakkastígur (st. 3850 -4950 ) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbika þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
E2: Eyrarbakkastígur (st. 5200 - 6030 ) Innkeyrsla í Tjarnarbyggð - Að Hreppamarkaskurði, leggja skal út styrktarlag í skurð.
E3: Eyrarbakkastígur (st. 3850 - 4950) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, plægja skal niður ljósastreng og setja upp ljósastaura.
Selfoss:
S1: Selfoss-stígur með Ölfusá: Þóristún - Hagalækur.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S2: Tengistígar við Selfoss-stíg.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
S3: Austurhólar
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S4: Þóristún, gönguþverun.
Undirbyggja og malbika skal gangstétt, ásamt gerð niðurteka og
girðingar.
S5: Skástígur, Langholt - Íþróttasvæði
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
Helstu magntölur eru:
Gröftur, 650m3
Jöfnun og þjöppun á fyllingu, 9.200 m2
Styrktarlag, 6.300 m3
Burðarlag, efni, 1.000 m3
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun ,10.000 m3
Malbik Y8, 8.100 m2
Uppsetning ljósastaura og lampa, 24 stk
Plæging á ljósastaurastreng, 1.500 m

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð Árborgar að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt og að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti og einnig uppsetningu ljósastaura, lampa, snjallbúnaðar fyrir lýsingu áamt plægingu götuljósastrengs þar sem það á við á stígum í Árborg. Verkið skiptist í eftirfarandi hluta.
Eyrabakkastígur:
E1: Eyrarbakkastígur (st. 3850 -4950 ) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbika þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
E2: Eyrarbakkastígur (st. 5200 - 6030 ) Innkeyrsla í Tjarnarbyggð - Að Hreppamarkaskurði, leggja skal út styrktarlag í skurð.
E3: Eyrarbakkastígur (st. 3850 - 4950) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, plægja skal niður ljósastreng og setja upp ljósastaura.
Selfoss:
S1: Selfoss-stígur með Ölfusá: Þóristún - Hagalækur.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S2: Tengistígar við Selfoss-stíg.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
S3: Austurhólar
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S4: Þóristún, gönguþverun.
Undirbyggja og malbika skal gangstétt, ásamt gerð niðurteka og
girðingar.
S5: Skástígur, Langholt - Íþróttasvæði
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
Helstu magntölur eru:
Gröftur, 650m3
Jöfnun og þjöppun á fyllingu, 9.200 m2
Styrktarlag, 6.300 m3
Burðarlag, efni, 1.000 m3
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun ,10.000 m3
Malbik Y8, 8.100 m2
Uppsetning ljósastaura og lampa, 24 stk
Plæging á ljósastaurastreng, 1.500 m
2839-093-05-Teikningahefti stígar í Árborg 2 (1).pdf
Fundargerðir
11. 2204009F - Eigna- og veitunefnd - 62
62. fundur haldinn 13. apríl.
12. 2204010F - Fræðslunefnd - 43
43. fundur haldinn 13. apríl.
13. 2204003F - Félagsmálanefnd - 32
32. fundur haldinn 19. apríl.
14. 2204004F - Skipulags og byggingarnefnd - 93
93. fundur haldinn 20. apríl.
Kjartan Björnsson, D-lista bókar að hann taki undir fyrirspurn og áhyggjur nefndarmanna D-listans undir 9. lið í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Aldrei í sögu Svf. Árborgar hefur verið sótt um eins mörg byggingarleyfi og nú. Veitustjóri hefur upplýst að öruggt sé að hægt verði að afhenda nægt heitt vatn fyrir þær íbúðir sem þegar sé búið að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Einnig er rétt að árétta að Selfossveitur hafa aldrei áður lagt jafn mikið til orkurannsókna og einmitt nú. Í því sambandi hefur veitustjóri upplýst að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að afhenda heitt vatn til framtíðar en það taki tíma að koma nýjum orkuöflunarsvæðum í virkni.
15. 2204014F - Starfshópur um húsnæðismál - 2
2. fundur haldinn 12. apríl.
16. 2201030F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 2
2. fundur haldinn 27. janúar.
17. 2204017F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 3
3. fundur haldinn 12. apríl.
Fundargerðir til kynningar
18. 2203279 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2022
24. fundur haldinn 11. apríl.
220411 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 24.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica