Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 154

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.12.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2503321 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2025
Lagt fram milliuppgjör út október 2025.
Lagt fram milliuppgjör út október 2025.
2. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
3. 2402245 - Norðurhólar 3 - Jötunheimar viðbygging
Minnisblað deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar, dags. 15. desember, um niðurstöðu útboðs - Jötunheimar viðbygging - jarðvinna.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga og undirrita við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli allar kröfur útboðsins.
Samþykkt
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs kemur inn á fundinn kl. 8:58
4. 2512202 - Teymiskennsla BES
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur inn á fundinn og fylgir eftir minnisblaði um þróun teymiskennslu í BES.
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um þróun teymiskennslu í BES. Bæjarráð þakkar kynninguna og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt
5. 2512214 - Húsnæði BES á Eyrarbakka
Minnisblað skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, dags. 11. desember, um húsnæðismál unglingastigs á Eyrarbakka.
Farið er yfir minniblað frá skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri um húsnæðismál unglingastigs á Eyrarbakka. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og boð um heimsókn. Bæjarstjóra falið að skipuleggja heimsókn bæjarráðs í barnaskólann og vinna málið áfram í samráði við fagsvið sveitarfélagsins.
Samþykkt
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðstjóri víkur af fundi kl.9:45
6. 2512216 - Samningur um félags- og tómstundastarf eldri borgara Selfossi
Drög að samningi um félags- og tómstundastarf eldri borgara á Selfossi.
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja samninginn.

Bæjarráð samþykkir samninginn. 
Samþykkt
7. 2512229 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum Breiðamýri 8 og 10
Erindi frá Eimskip Ísland ehf, dags. 15. desember, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðum nr. 8 og 10 við Breiðumýri á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir, á grundvelli 9. gr. reglna um úthlutanir lóða, að veita Eimskip Ísland ehf. vilyrði fyrir lóðum nr. 8 og 10 við Breiðumýri á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að umsækjandi skuli greiða, staðfestingargjald gegn vilyrði þessu, sem samsvarar lágmarks byggingarréttargjaldi skv. gjaldskrárleið 2 í samþykktum um gatnagerðargjald og byggingarréttargjald Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
8. 2511274 - Styrkbeiðni - Þungarokkshátíðin Hellfoss
Erindi frá Rúnari Geirmundssyni, dags. 16. nóvember, þar sem hann óskar eftir styrk vegna þungarokkshátíðarinnar Hellfoss sem haldin verður á Selfossi 6.-7. febrúar nk.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni. Bæjarráð vill upplýsa umsóknarhafa um möguleikann að sækja um í uppbyggingarsjóð Suðurlands.
Hafnað
9. 2512108 - Stofnfundur - Sigurhæðir sjálfseignarstofnun
Upplýsingar um stofnfund Sigurhæða sjálfseignastofnunar sem fram fór 15. desember.
Lagt fram til kynningar. 
10. 2511170 - Styrkbeiðni - rekstur Sigurhæða
Tillaga frá 22. fundi velferðarnefndar frá 2. desember, liður 4. Styrkbeiðni - rekstur Sigurhæða.
Lagt er fyrir beiðni Sigurhæða um fjárhagslegan styrk fyrir komandi starfsár 2026.

Velferðarnefnd þakkar erindið og vill koma á framfæri þökkum til Sigurhæða fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf á Suðurlandi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Áframhaldandi stuðningur sveitarfélagsins við rekstur Sigurhæða er gríðarlega mikilvægur og Velferðarnefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að styrkja rekstur Sigurhæða um kr. 2.500.000- árið 2026 sem er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Starfsemi Sigurhæða er mikilvæg samfélaginu og fjölmargir íbúar sveitarfélagsins nýta sér þjónustu þeirra í hverjum mánuði. Einnig kom fram að Sveitarfélagið Árborg sé að ganga frá tímabundnum samningi við Sigurhæðir um afnot af viðtalsrýmum vegna starfsemi velferðaþjónustu Árborgar.
Samþykkt
Styrkumsóknir Sigurhæðir, Sveitarfélagið Árborg.pdf
11. 2512139 - Skýrsla - Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga
Skýrsla frá Jafnréttisstofu, úttekt á þjónustu sveitarfélaga - Umönnunarbilið kapphlaupið við klukkuna og krónurnar
Lagt fram til kynningar. 
Umönnunarbilið - kapphlaupið við klukkuna og krónurnar.pdf
12. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Næsti fundur bæjarráðs er áætlaður 8. janúar.
Áætlað er að næsti fundur bæjarráðs verði fimmtudaginn 8.janúar 2026.
Samþykkt
Fundargerðir
13. 2512001F - Skipulagsnefnd - 54
54. fundur haldinn 10. desember.
Fundargerðir til kynningar
14. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
990. fundur haldinn 5. desember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 990.pdf
15. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
341. fundur haldinn 10. desember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 10.12.2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:51 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica