|
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista, Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stella Rúnarsdóttir . |
|
Fundargerð ritaði: Skipulagsfulltrúi f.h. Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2308279 - Sala á byggingarrétti á iðnaðarlóðum í Víkurheiði - Vegna Víkurheiði 19 |
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði leiðrétting í kjölfar endurskoðunar á gjaldskrá sveitarfélagsins gagnvart byggingarréttargjaldi auk breyttu nýtingarhlutfalli lóðar, 0,3, og telur sanngjarnt að endurgreiða hluta gatnagerðar- og byggingarréttargjalds upp á 14.000.000-. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2411160 - Deiliskipulag Jórvík 1, áfangi 2 og Björkurstykki 3 |
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2504371 - Lóðarumsókn - Móstekkur 94 |
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2504313 - Sandgerði 15 Stokkseyri; Bílskúr |
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að hafin verði hönnunarvinna vegna fyrirætlana um byggingu bílskúrs. Nefndin minnir á að gerður er fyrirvari um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum á Strandgötu 11 og Sandgerði 13. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 |