Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 44

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.05.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stella Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Skipulagsfulltrúi f.h. Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2308279 - Sala á byggingarrétti á iðnaðarlóðum í Víkurheiði - Vegna Víkurheiði 19
Minnisblað er varðar endurgreiðslu á hluta gatnagerðar- og byggingarréttargjalda á lóð nr. 19 við Víkurheiði lagt fram til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði leiðrétting í kjölfar endurskoðunar á gjaldskrá sveitarfélagsins gagnvart byggingarréttargjaldi auk breyttu nýtingarhlutfalli lóðar, 0,3, og telur sanngjarnt að endurgreiða hluta gatnagerðar- og byggingarréttargjalds upp á 14.000.000-.
Samþykkt
2. 2411160 - Deiliskipulag Jórvík 1, áfangi 2 og Björkurstykki 3
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Jórvík 1. 2. áfanga (28,9 ha) og Björkurstykki III (17,5 ha). Svæði 2.áfanga Jórvíkur liggur til suðurs í framhaldi af núverandi skipulagi í Jórvík I,og Björkurstykki III liggur milli nýrrar byggðar í Jórvík 1, og Björkurstykkis. Samanlagt er skipulagssvæðið um 46,4 ha. Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar blandaðrar íbúðabyggðar og þjónustu í Árborg. Megin áhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðarbyggð ásamt því að setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í samræmi við lög og reglur. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hæfilega þéttri byggð og hagkvæmri nýtingu lands. Íbúðarbyggðin er í meginatriðum lágreist með einnar hæðar sérbýlishúsum, tveggja hæða tví- og fjórbýlishúsum og allt að 6 hæða fjölbýlishúsum ásamt þjónustulóðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 1200 íbúðum. Gera má ráð fyrir að uppbygging svæðis muni taka 10-15 ár. Gert er ráð fyrir að áhersla verði á uppbyggingu í Björkurstykki III, í fyrri áfanga og Jórvík 1. áfanga 2, í þeim síðari. Aðkoma fyrir akandi umferð verður frá Suðurhólum, Hólastekk og að Jórvík 1. 2áfanga í gegnum núverandi byggð í Jórvík I.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga
Samþykkt
3. 2504371 - Lóðarumsókn - Móstekkur 94
Róbert Már Kristinsson sækir um íbúðalóðina Móstekkur 94. Yfirlýsing banka um skilvísi og áreiðanleika liggur fyrir ásamt búsforræðisvottorði.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Samþykkt
4. 2504313 - Sandgerði 15 Stokkseyri; Bílskúr
Grétar H. Sigurgíslason leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir því að byggja bílskúr við núverandi hús við Sandgerði 15 á Stokkseyri. Bílskúrinn er áætlaður stærri en upprunaleg teikning gerir ráð fyrir og mun ná að lóðarmörkum. Brúttóflatarmál húss yrði um 175 m2 með nýjum bílskúr. Núverandi hús er skráð 100.7 m2 skv. Fasteignaskrá HMS.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að hafin verði hönnunarvinna vegna fyrirætlana um byggingu bílskúrs. Nefndin minnir á að gerður er fyrirvari um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum á Strandgötu 11 og Sandgerði 13.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica