| 
     
      
       | Bæjarráð - 147 |  
       | Haldinn í Jórusetri, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
 22.10.2025 og hófst hann kl. 13:00
 |  
       |  | Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
 Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
 Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
 Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
 |  
       |  | Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |  
       |  | Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og Axel Sigurðsson, Á-lista koma inn á fundinn í hennar stað. |  
       |  | 
 
 |  
       |  | Dagskrá: |  
       |  | 
         
          
           |  |  
           | Almenn erindi |  
           | 
             
              
               | Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingardeildar kemur inn á fundinn kl.13:35 
 |  
               | 1. 2509042 - Menningarmánuðurinn október 2025 |  
               
               
               | Margrét Blöndal kemur inn á fundinn og fer yfir starfsemi bókasafns Árborgar og dagskrá Menningarmánaðarins október. Fram kom að afhending menningarviðurkenningar Árborgar fari fram sunnudaginn 26.október nk. kl.14:00 í húsnæði Byggðasafns Árnesinga samhliða viðburðinum, "Saga horfinna húsa á Eyrarbakka púslað saman". 
 Bæjarráð hvetur íbúa að taka þátt í þeim viðburðum sem eftir eru út október en sjá má alla dagskrá mánaðarins á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar.
 |  
               |  |  
               | Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingardeildar fer af fundinum kl.13:50 
 |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 2. 2503182 - Vatnstaka úr Alviðru |  
               
               
               | Samningurinn var tekinn fyrir á fundi eigna- og veitunefndar 21. október sl. og eftirfarandi bókað: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning Vatnsveitu Árborgar um rannsóknarleyfi vegna leitar að köldu vatni í landi Alvirðu. Nefndin leggur til við bæjarráð að staðfesta samninginn. 
 Bæjarráð samþykkir samninginn og veitir Braga Bjarnasyni, kt. 250481-5359, fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita samninginn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar.
 |  
               | Samþykkt |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 3. 2510266 - Framtíðarsýn - Austurvegur á Selfossi |  
               
               
               | Minnisblað lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að óska eftir samráði við fulltrúum Vegagerðarinnar um fyrirkomulag Austurvegar á Selfossi þegar ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Einnig leggur bæjarráð til að skipulagsnefnd verði falið að halda áfram með hugmyndavinnu og hönnun Austurvegar með áherslu á framtíðarmöguleika götunnar þegar þjóðvegur eitt færist yfir á nýjan Suðurlandsveg. |  
               | Samþykkt |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 4. 2509201 - Styrkveiting - Virkniráðgjöfin Elja |  
               
               
               | Lagt fram til kynningar. |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 5. 2507222 - Tillögur til aðgerða og úrbóta á Eyrarbakkasvæðinu af hálfu Árborgar |  
               
               
               | Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar lið 2, 3, 4, 5, 6 og 7 til skoðunar hjá mannvirkja- og umhverfissviði og lið 8 til skoðunar á fjölskyldusviði. 
 Bókun bæjarfulltrúa B- og S lista:
 Undirrituð þakka félagi eldri borgara Eyrarbakka fyrir greinargott erindi um það sem þarfnast úrbóta á Eyrarbakka. Ljóst er að félag eldri borgara hefur tekið að sér nauðsynlegt hlutverk hverfaráðs þar sem ekkert slíkt hefur verið starfandi frá því að meirihluti D-lista ásamt Á-lista tók við völdum, þrátt fyrir að efling hverfisráða hafi verið eitt af kosningaloforðum D-lista. Það sýnir sig í meðfylgjandi erindi frá félagi eldri borgara hversu bagalegt það er að ekki hafi verið starfrækt hverfisráð á kjörtímabilinu. Í fjölkjarna sveitarfélögum eru hverfaráð eða heimastjórnir algerlega nauðsynlegar til þess að tryggja íbúalýðræði.
 
 Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
 
 Bókun bæjarfulltrúa D- og Á lista:
 Fulltrúar Á- og D lista þakka félagi eldri borgara á Eyrarbakka fyrir greinargott og málefnalegt erindi varðandi úrbætur á Eyrarbakka. Það er ánægjulegt að sjá virka þátttöku íbúa í umræðu um málefni byggðarinnar og mikilvægt að ábendingar þeirra séu teknar til skoðunar.
 
 Varðandi umfjöllun um hverfaráð vilja fulltrúar árétta að sveitarfélagið hefur lagt áherslu á að tryggja íbúalýðræði og virka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku, meðal annars með opnum fundum, samráði og virku samtali við íbúa og félagasamtök. Þó hverfaráð hafi ekki verið formlega starfandi á kjörtímabilinu, hefur sveitarfélagið tekið við ábendingum og erindum frá íbúum og félögum, og leitast við að bregðast við þeim eftir bestu getu og hefur það verið markmið beggja flokka að endurvekja hverfaráðin eins fljótt og aðstæður leyfa.
 
 Fulltrúar taka undir mikilvægi þess að íbúar hafi vettvang til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og munu áfram vinna að því að efla slíka þátttöku, hvort sem það er í gegnum formleg hverfaráð, samráðshópa eða aðra farvegi. Ábendingar Félags eldri borgara eru mikilvægar og verða teknar til skoðunar í áframhaldandi vinnu við úrbætur á Eyrarbakka.
 
 Sveinn Ægir Birgisson, bæjarfulltrúi D lista
 Axel Sigurðsson, varabæjarfulltrúi Á lista
 
 |  
               | Samþykkt |  
               | Tillögur félag eldri borgara á Eyrabakka vegna ýmissa mála.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 6. 2510209 - Framlag Árborgar til TÁ skólaárið 2025-2026 |  
               
               
               | Lagt fram til kynningar. |  
               |  |  
               |  |  |  
           |  |  
           |  |  
           | Fundargerðir |  
           | 
             
              
               | 8. 2510007F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 26 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 9. 2510014F - Ungmennaráð - 9/2025 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  
           |  |  
           | Fundargerðir til kynningar |  
           | 
             
              
               | 10. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025 |  
               
               
               | Lagt fram til kynningar. |  
               | 88. stjórnarfundur Bergrisans.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 11. 2502030 - Fundargerðir stjórnar SASS 2025 |  
               
               
               | Lagt fram til kynningar. |  
               | 627. fundargerð SASS_260925.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 12. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 |  
               
               
               | Lagt fram til kynningar. |  
               | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 986.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  |  
       |  | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:01
 
 |  |