Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 155

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
08.01.2026 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út árið 2025.
Lagt fram til kynningar. 
2. 2405205 - Farsældarráð á Suðurlandi
Tilnefning fulltrúa frá Sveitarfélaginu Árborg í farsældarráð Suðurlands, aðal- og varafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar í farsældarráði Suðurlands verði Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs sem aðalmaður og Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu sem varamaður.
Samþykkt
Erindisbréf farsældarráðs.pdf
samstarfsyfirlýsing Suðurland.pdf
Skipurit farsældarráð Suðurlandi.pdf
3. 2203261 - Stofnframlög - Almennar leiguíbúðir í Árborg 2022 - 2026
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja samning um stofnframlag vegna kaupa Brynju leigufélags ses. á íbúð á Selfossi, með þeim fyrirvara að bæjarstjórn samþykki viðauka vegna stofnframlaganna. 12% hlutur sveitarfélagsins í stofnframlaginu nemur tæpum 6 m.kr. Einnig er lagt til við bæjarráð að veita bæjarstjóra fullt og óskorað umboð til að undirrita samninga og skjöl vegna stofnframlaganna fyrir hönd sveitarfélagsins, með sama fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar um viðauka vegna verkefnisins.
Brynja Leigufélag sótti um stofnframlag fyrir 7 íbúðum í Árborg til HMS árið 2022, sveitarfélagið staðfesti samþykki fyrir umsókninni á 148. fundi bæjarráðs sem haldinn var 5. maí 2022. Framangreind íbúð er 7. íbúðin sem fær stofnframlag samkvæmt umsókninni.

Bæjarráð samþykkir samning um stofnframlag sem nemur tæpum 6 m.kr., ekki er þörf á viðauka þar sem gert er ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2026. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninga og skjöl vegna stofnframlags fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
4. 2601032 - Reglur um stofnframlög
Lögð fram drög að reglum um stofnframlög fyrir Sveitarfélagið Árborg
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um stofnframlög og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
Samþykkt
5. 2601013 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2025 - 2026
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 18. desember, um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2025-2026 - Eyrarbakki og Stokkseyri. Úthlutun byggðakvóta til byggðalaga liggur fyrir. Óskað er eftir að sveitarfélög sem ekki hafa fyrirhugað að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum sendi ráðuneytinu staðfestingu um slíkt. Ef leggja á fram tillögur um sérreglur þá er sveitarfélögum gefinn frestur til 19. janúar n.k. að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur.
Minnisblað bæjarritara, dags. 5. janúar, þar sem lagt er til að sérreglur sveitarfélagsins verði óbreyttar frá síðasta ári. Þar sem gerð sé sú sérregla að heimild sé til að landa byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins, ekki bara byggðakjarna.

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarritara. Bæjarráð samþykkir að sérreglur sveitarfélagsins verði óbreyttar frá síðasta ári. Þar sem gerð var sú sérregla að heimild sé til að landa byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins en ekki bundið við byggðakjarna.
Samþykkt
18.12.2025 - Sveitarféalgið Árborg - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026 - Sveitarfélagið Árborg - (Leifur Arnkell Skarphéðinsson).pdf
17.12.2025 - Leiðbeiningar_um_sérreglur_byggðakvóta_16122025 - Sveitarfélagið Árborg - (Leifur Arnkell Skarphéðinsson).pdf
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari kom inn á fundinn kl.8:55
6. 2510393 - Fyrirkomulag - Hverfisráð Árborgar
Uppfærð drög að breyttum reglum um fyrirkomulag um Hverfisráð Árborgar ásamt minnisblaði frá bæjarstjóra og bæjarritara, dags. 29. desember.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að reglum um fyrirkomulagi hverfisráða í Sveitarfélaginu Árborg og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
Samþykkt
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari fer af fundi kl.9:11
7. 2512310 - Breyting á fylgiskjal reglugerð 1212_2015 um bókhald o.s.frv.
Lagt er fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 22. desember 2025, þar sem vakin er athygli á breytingum á 4. gr. í fylgiskjali I með reglugerð nr. 1212/2015, um bókhald fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Breytingin hefur áhrif á hvernig tilteknir málaflokkar eru bókaðir í bókhaldi sveitarfélaga með það að markmiði að auka samanburðarhæfni bókhaldsgagna sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar, bæjarráð vísar málinu til skoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Bréf - breyting á 4. gr. fylgiskjals I með reglugerð 1212.2015.pdf
Rg. 1212 2015 fskj. 1.pdf
Fundargerðir til kynningar
8. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
991. fundur haldinn 12. desember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 991.pdf
9. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025
90. fundur haldinn 1. desember.
Reglur Bergrisans um NPA, lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
90. stjórnarfundur Bergrisans.pdf
Reglur Bergrisans um NPA.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica