Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 20

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
21.10.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Lind Pálsdóttir formaður, D-lista,
Margrét Anna Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Lieselot Michele Maria Simoen nefndarmaður, Á-lista,
Ellý Tómasdóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu
Formaður leitar afbrigði til að taka á dagskrá mál nr. 2405205 um farsældaráð á Suðurlandi. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2509041 - Styrkbeiðni - rekstur Stígamóta 2026
Stígamót hafa sent sveitarfélaginu Árborg styrkbeiðni, sjá nánar í viðhengi. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, þeim að kostnaðarlausu.
Velferðarnefnd þakkar erindi frá Stígamótum og þakkir fyrir gott starf sem unnið er í þágu þolenda ofbeldis. Sveitarfélagið Árborg styrkir þjónustu Sigurhæða sem þjónustar þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi og mun því ekki styrkja Stígamót að þessu sinni.
Hafnað
2. 2509301 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
3. 2510120 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
4. 2411036 - Barnaverndarmál
Trúnaðarmál.
4. 2510228 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
5. 2510236 - Beiðni um viðauka í fjárhagsaðstoð
Lagt er fram minnisblað vegna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir deild fjárhagsaðstoð. Kostnaður hefur farið umfram áætlun, vegna aukningar á framfærslustyrks til einstaklinga. Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu að tryggja einstaklingum, sem uppfylla skilyrði reglna Sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð, framfærslustyrk. Um er að ræða lögbundna og óhjákvæmilega útgjaldaábyrgð sveitarfélagsins.
Velferðarnefnd Árborgar tekur undir framkomna beiðni og leggur til við bæjarráð að gerður verður viðauki sem nemur kr. 33.6 m.kr. - við fjárhagsáætlun 2025 vegna fjárhagsaðstoðar. Um er að ræða lögbundna þjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Samþykkt
6. 2510201 - Beiðni um viðauka í barnavernd 2025
Lagt er fram minnisblað vegna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir deild barnaverndar. Kostnaður hefur farið umfram áætlun, aðallega vegna lögbundinnar þjónustu tengdri úrræðum og sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Velferðarnefnd Árborgar tekur undir framkomna beiðni og leggur til við bæjarráð að gerður verður viðauki sem nemur kr. 13.000.000- við fjárhagsáætlun 2025 vegna þjónustu barnaverndar.
Samþykkt
Erindi til kynningar
7. 2509416 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - þjónusta í formi félagslegs stuðnings vegna heilabilunar
Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista, dags. 28. september: Undirrituð leggur til að Svf. Árborg bjóði upp á þjónustu í formi félagslegs stuðnings vegna heilabilunar. Rökstuðningur tillögu: Fólk með heilabilunarsjúkdóma og fjölskyldur þeirra þurfa oftar en ekki á auknum stuðningi að halda til að mæta ýmsum áskorunum í daglegu lífi. Félagslegur stuðningur vegna heilabilunar getur létt álagi af heimilum fólks með heilabilunarsjúkdóm og bætt lífsgæði þess og aðstandenda. Um er að ræða einstaklingsbundinn stuðning að jafnaði einu sinni til tvisvar í viku fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm og fjölskyldur þeirra, þar sem aðstæður eru með þeim hætti að viðkomandi getur búið heima þrátt fyrir sjúkdóminn.
Velferðarnefnd Árborgar tekur tillögu bæjarfulltrúa til umræðu. Velferðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að þróa þjónustu félagslegs stuðnings við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.Í samræmi sjónarmiða í minnisblaði óskar nefndin eftir að unnin verði að frekari útfærsla á stuðnings- og stoðþjónustu eða sveigjanlegri dagdvöl fyrir hópinn og málið lagt fyrir nefndina að nýju.

8. 2509299 - Bergrisinn - staðsetning á búsetuúrræði
Bergrisinn bs. hefur óskað eftir í samvinnu við samráðshóp að næsta búsetuúrræði á vegum félagsins verði staðsett í Árborg. Bergrisinn óskar eftir jákvæðum undirtektum og samvinnu um mögulega staðsetningu í framhaldi.
Velferðarnefnd Árborgar tekur jákvætt í erindi Bergrisans bs. um að næsta búsetuúrræði á vegum félagsins verði staðsett í Árborg, í samræmi við uppbyggingaráætlun Bergrisans og þörf á slíku úrræði í sveitarfélaginu. Nefndin fagnar fyrirætlunum um 6 til 7 íbúðir með starfsmannaaðstöðu og tekur undir mikilvægi þess að áfram sé unnið í nánu samstarfi við Árborg um staðsetningu og framkvæmd verkefnisins.
9. 2510092 - Vinnuhópur - Öruggara Suðurland - úti og bæjarhátíðir
Öruggara Suðurland hefur sett saman vinnuhóp vegna sem hefur það verkefni að fjalla um úti- og bæjarhátíðir sem haldnar eru í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi ár hvert.Markmiðið með vinnunni væri að leita leiða til að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna og draga úr óæskilegri hópamyndun og áhættuhegðun barna og ungmenna. Efla forvarnir í tengslum við hátíðirnar t.a.m. hvað varðar aldurstakmörk, bæði inná
sérstaka viðburði og vegna áfengisveitinga. Sigþrúður Birt Jónsdóttir deildarstjóri velferðarþjónustu mun leiða hópinn.

Velferðarnefnd Árborgar fagnar því að verkefnið Öruggara Suðurland hafi sett saman vinnuhóp sem fjallar um úti- og bæjarhátíðir í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Markmið hópsins er að efla forvarnir og draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna, ásamt því að sporna gegn áhættuhegðun og óæskilegri hópamyndun. Nefndin tekur jákvætt í að Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu, leiði hópinn.
10. 2509201 - Styrkveiting - Virkniráðgjöfin Elja
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Sveitarfélagið Árborg um styrk að fjárhæð 19 milljónir króna til að styðja við lokafasa verkefnisins Elju, virkniráðgjöf.
Verkefnið hófst árið 2024 og markmið samningsins er að styðja við framhald og eflingu virkniráðgjafar í samræmi við umsókn sveitarfélagsins og stefnu samkvæmt kafla 29.40 í fjármálaáætlun ríkisins.
Framgangur verkefnisins verður mældur samkvæmt þeim mælikvörðum sem tilgreindir voru í umsókn Árborgar.

Velferðarnefnd Árborgar tekur samning milli Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um styrk til verkefnisins Elju virkniráðgjöf til kynningar og fagnar styrkveitingunni og hlakkar til að fylgjast með framgangi verkefnisins.
11. 2405205 - Farsældarráð á Suðurlandi
Drög að samstarfsyfirlýsingu um farsældarráð á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica