Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 121

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.08.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson varaformaður, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að taka á dagskrá málefni aðkeyptra máltíða fyrir Stekkjaskóla og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2107030 - Samkomulag um Austurbyggð II
Lögð fram tillaga að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fagralands ehf um Austurbyggð II. Dísarstaðir 2C L230584 og Dísarstaðir L299779.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 18. ágúst næstkomandi. Bæjarráð leggur til að sú breyting verði gerð á samningsdrögunum að við 1. málsgrein 6. greinar bætist setningin "Landeigandi ber allan kostnað af breytingum á hönnun veitufyrirtækja komi til breytinga á deiliskipulagi"
Samn. um Austurbyggð II fyrir bæjarráð- m-breytingum.pdf
2. 2107139 - Skýrsla Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins
Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 21. júlí. Þar var vakin athygli á því að unnið væri að undirbúningi skýrslu Íslands sem skilað yrði á þessu ári. Á næstunni yrðu birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda.
Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda til og með 23. ágúst nk.

Lagt fram til kynningar.
Í samráðsgátt stjórnvalda - undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningingsins .pdf
3. 1705113 - Fornleifarannsókn á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka 2017
Erindi frá Vesturbúðarfélaginu, dags. 23. júlí, þar sem óskað var eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna fornleifarannsókna og uppgraftar á Vesturbúðarhól. Óskað er eftir stuðningi til tveggja ára að upphæð 2.5 m.kr. fyrir hvort ár.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun að gert verði ráð fyrir fjárheimildum í fjárhagsáætlunum áranna 2022 og 2023.

Í samsstarfssamningi Svf. Árborgar og Vesturbúðarfélagsins, sem samþykktur var þann 24. júní í bæjarráði, er kveðið á um það sameiginlega markmið Svf. Árborgar og Vesturbúðarfélagsins að Vesturbúðarhúsin verði endurbyggð í sem næst upprunalegri mynd á lóðinni þar sem húsin stóðu á sínum tíma. Í samningnum er einnig kveðið á um að Vesturbúðarfélagið muni í samstarfi við Minjastofnun og aðra fagaðila láta vinna nauðsynlegan fornleifauppgröft á lóðinni.

Fornleifauppgröfturinn er kostnaðarsamt verkefni en engu að síður nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að ganga úr skugga um hvort hið sameiginlega markmið um endurbyggingu sé gerlegt. Verkefnið mun hafa mikil áhrif á endurheimt gamallar götumyndar á Eyrarbakka til samræmis við Verndarsvæði í byggð og það er því ekki óeðlilegt að Svf. Árborg komi með að verkefninu með sérstöku fjárframlagi.

Svo vísað sé til lokagreinargerðar um Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, sem meðal annars nær yfir Vesturbúðarhól: Mikilvægt er, ekki aðeins fyrir Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg heldur landið allt, að glata ekki [séreinkennum byggðasögu Eyrarbakka] heldur styrkja þau og vernda og nota til jákvæðrar kynningar og fræðslu. Markmiðið með því að skilgreina þennan hluta þorpsins sem verndarsvæði í byggð, er ekki einungis að vernda söguna og byggingararfinn, heldur standa vonir til þess að með því aukist skilningur íbúa og bæjaryfirvalda á því hversu mikilvægur þessi menningarsögulegi arfur er, sem aftur leiði til þess að honum sé sómi sýndur. Svo það megi takast, þarf samhent átak allra sem að uppbyggingu og viðhaldi svæðisins koma.
Samningur um styrk Árborg.pdf
4. 2108013 - Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að fá lóðina Fossnes 5B, landnr. 188988, keypta.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og skipulagsfulltrúa til frekari skoðunar áður en málið verður afgreitt.
Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.pdf
5. 2103100 - Eignasala Vallholt 38
Svar frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 27. júlí, við erindi bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar vegna vandkvæða við þinglýsingu gerninga í tengslum við eignayfirfærslu á fasteignunum Vallholt 38 og Kirkjuvegar 18.
Lagt fram til kynningar.
Svar við erindi bæjarráðs.pdf
6. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um upplýsingar um stöðuna á skólamálum varðandi Stekkjarskóla. Bráðabirgðastofurnar, tímasetningar.

Nú eru komnar á lóð Stekkjaskóla allar stofurnar tíu sem verða munu húsnæði skólans í vetur. Það er skýr afstaða Svf. Árborgar að ekki verði farið að nýta húsnæðið til kennslu fyrr en það er að fullu tilbúið og lokið fyrirhuguðum frágangi á lóð. Þessum frágangi á öllum að vera lokið þann 15. september og er því stefnt að því að kennsla í nýja húsnæðinu hefjist þann 20. september næstkomandi.

Gengið hefur verið frá því í góðu samstarfi við Vallaskóla og frístundaþjónustu að Stekkjaskóli hefur afnot af frístundahúsinu Bifröst við Vallaskóla frá skólasetningu og til 20. september. Stekkjaskóli mun fá Bifröst til afnota frá 16. ágúst.

Starfsfólk Stekkjaskóla hefur unnið í því með bros á vör að aðlaga kennsluna þessar fyrstu vikur að breyttum forsendum. Í vetur verður Stekkjaskóli með afnot af Sundhöll Selfoss á mánudögum og miðvikudögum. Því skipulagi verður haldið á meðan verið er í Bifröst. Nú þegar hafa komið fram hugmyndir um vettvangsferðir, s.s. í dýragarðinn Slakka, fjöruferð, ferð að Úlfljótsvatni og safnaferð til Reykjavíkur. Farið verður í ferðir sem henta hverju aldursstigi fyrir sig.

Undirbúningur hefur því gengið vel og er að heyra sem mikil tilhlökkun ríki yfir að takast á við verkefnið.

Jafnframt er vísað til bréfs fræðslustjóra sem sent var út til forráðamanna í liðinni viku.
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista.pdf
Bréf til forráðamanna - 5. ágúst 2021.pdf
7. 2108083 - Makaskiptasamningur - afsal lóða við Tjarnarlæk fyrir spildu úr landi Dísarstaða
Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hannesar Þórs ehf. um makaskipti á lóðunum Tjarnalæk L202047, Tjarnalæk millilóð L232096 og Dísarstaði L205991.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hannesar Þórs ehf. um makaskipti á lóðunum Tjarnalæk L202047, Tjarnalæk millilóð L232096 og Dísarstaði L205991.
Makaskiptasamningur Austurbyggð II.pdf
2839-021-02-LOB-002-V01-Tjarnarlækur.pdf
8. 2003206 - Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að heimila áfram fjarfundi bæjarstjórnar og nefnda og ráða Sveitarfélagsins Árborgar í samræmi ákvörðun ráðherra.
Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna.pdf
9. 2108099 - Beiðni um umsögn um fjölgun atvinnuleyfa leigubifreiða í Árborg
Beiðni frá Samgöngustofu, dags. 26. júlí, þar sem óskað var eftir umsögn vegna beiðni um fjölgun atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Árborg.
Bæjarráð gerir engar athugasemdir við málið.
Umsagnarbeiðni.pdf
10. 2108121 - Samningur um máltíðir fyrir Stekkjaskóla
Samningur um máltíðir fyrir Stekkjaskóla.

Sveitarfélagið hefur undanfarið verið að leita eftir kaupum á tilbúnum hádegismat fyrir Stekkjaskóla. Send var út verðfyrirspurn sem leiddi til þeirrar niðurstöður að fara þurfti með innkaupin í útboðsferli, þar sem tilboð voru yfir viðmiðunarupphæðum laga um opinber innkaup.
Í kjölfar verðfyrirspurnarinnar gátum við valið að kalla aðeins eftir tilboðum þeirra aðila sem gerðu tilboð í þjónustuna við verðfyrirspurn, en ferlið var á útboðsformi sem Ríkiskaup hélt utan um.
Þeir aðilar sem tóku þátt voru Selfoss Veitingar (Veisluþjónustan) og Skólamatur. Við opnun tilboða kom í ljós að ekkert gilt tilboð hafði borist.
Ríkiskaup mat það svo að við þær aðstæður hefði sveitarfélagið heimild til að semja beint við aðila og er það í samræmi við mat Sigríðar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings hjá Árborg.

Við upprunalegu verðfyrirspurninina voru Selfoss Veitingar (Veisluþjónustan) með lægra tilboðið og hefur sveitarfélagið átt í viðræðum við félagið. Félagið hefur áhuga á að taka verkið að sér og hefur gefið áætlaða tölu í matarskammtinn, sem er 729 kr. (verðin munu taka einhverjum breytingum þar sem forsendur um fjölda í skólanum hafa breyst). Áætlaður kostnaður við samning er um 19 millj.kr. án vsk. en tilboð samkeppnisaðila var um 4 millj.kr. hærra.


Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að gengið verði frá samningum við Selfoss Veitingar á ofangreindum forsendum.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samningum við Selfoss Veitingar á framlögðum forsendum, sem gera ráð fyrir að matarskammtur kosti kr. 729,- við upphaf samnings.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica