Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 11

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.09.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201199 - Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla
Endurskipan í starfshóp um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla.
Bæjarráð samþykkir að endurskipað verði í starfshópinn og að hann verði sameinaður í einn starfshóp. Lagt er til að nafni nýs starfshóps verði breytt í „Starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Selfossi“.
2. 1810226 - Tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Endurskipan í starfshóp um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Bæjarráð samþykkir að endurskipað verði í starfshópinn og að hann verði sameinaður í einn starfshóps. Lagt er til að nafni nýs starfshóps verði breytt í „Starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Selfossi“.
3. 2209233 - Starfshópur um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi
Skipan í starfshóp og drög að erindisbréfi um nýjan starfshóp um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að skipað verði í nýjan starfshóp um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi. Hópinn skipa Bragi Bjarnason D-lista, Olga Bjarnadóttir D-lista og Arnar Freyr Ólafsson B-lista. Með hópnum starfa sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára erindisbréf fyrir hópinn í samræmi við umræður á bæjarráðsfundi.
4. 2206396 - Starfshópur um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.
Tillaga frá 3. fundar fræðslunefndar frá 14. september sl. liður 1.
Lagt var til við bæjarráð að eftirfarandi kjörnir fulltrúar yrðu í hópnum:
Brynhildur Jónsdóttir, formaður, D-lista
Gísli Rúnar Gíslason, D-lista
María Skúladóttir, S-lista

Sérfræðingar frá fjölskyldusviði og mannvirkja- og umhverfissviði starfi með hópnum. Sviðsstjóra falið að gera drög að erindisbréfi í samstarfi við formann fræðslunefndar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.
Erindisbréf fyrir starfshóp um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.pdf
5. 2205067 - Skýrsla - félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr framhaldsskólum
Skýrsla - brotthvarf úr framhaldsskólum
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur til að starfshópur um menntastefnu taki mið af tillögum skýrsluhöfunda um úrbætur.
Skýsla - brotthvarf úr framhaldsskólum 24.01.2022.pdf
6. 2209204 - Fyrirhuguð niðurfelling Hólavegar af vegaskrá
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 13. september, þar sem tilkynnt var um fyrirhugaða niðurfellingu Hólavegar (3058-01)
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina.
Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hólavegar, sveitarfélaginu Árborg.-VG4581.pdf
7. 2206004 - Styrkur - til kaupa á verkfærum fyrir Skógræktarfélag Stokkseyrar
Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar, dags. 31. maí, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á verkfærum og plöntum fyrir félagið.
Á 1. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að hafa samband við fulltrúa frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar.

Tillaga að samstarfi.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um samstarf við Skógræktarfélag Stokkseyrar á grundvelli minnispunkta frá deildarstjóra Þjónustumiðsstöðvar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára samningsdrög í samræmi við samninga við önnur skógræktarfélög í sveitarfélaginu.
Styrkbeiðni til kaupa á verkfærum fyrir Skógræktarfélag Stokkseyrar.pdf
8. 2205097 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Tillaga kjörnefndar að stjórn sambandsins 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.pdf
Álfheiður víkur af fundi við afgreiðslu 9.liðs.
9. 2209236 - Útboð á raforkukaupum
Opnun örútboðs á raforkukaupum innan rammasamnings ríkiskaupa.
Sveitafélaginu Árborg hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði 21715: Raforka fyrir Árborg.
Bæjarráð staðfestir að fara skuli að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða
send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til
kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
Opnunarskýrsla-2 (15).pdf
Fundargerðir
Álfheiður kemur aftur inn á fund.
10. 2209012F - Eigna- og veitunefnd - 4
4. fundur haldinn 13. september.
11. 2208037F - Fræðslunefnd - 3
3. fundur haldinn 14. september.
12. 2209005F - Skipulags og byggingarnefnd - 7
7. fundur haldinn 14. september.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar í máli þrjú.
Fundargerðir til kynningar
13. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
19. fundur haldinn 31. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 19. fundur.pdf
14. 2205063 - Fundargerðir BÁ 2022
2. fundur haldinn 13. september.
Lagt fram til kynningar.
2. stjórn 130922 undirrituð.pdf
15. 2201197 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans 2022
Aukaaðalfundur haldinn 30. júní
42. fundur haldinn 23. ágúst.
43. fundur haldinn 6. september.
44. fundur haldinn 6. september.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Aðalfundar Bergrisans bs. 30.06.2022.pdf
42. stjórnarfundur Bergrisans bs (2).pdf
43 stjórnarfundur Bergrisans- fundargerð (2).pdf
44 stjórnarfundur Bergrisans bs (1) (3).pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica