|
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. 2501168 - Eyravegur 26-30 - Deiliskipulagsbreyting - Niðurfelling kvaðar um gegnumakstur. |
| Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Mælist nefndin til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt lóðarhafa Eyravegar 26-30. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 2. 2601204 - Jórvík 1 - Deiliskipulagsbreyting |
| Skipulagsnefnd Árborgar frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að óska ítarlegri gagna vegna framlagðra breytinga. |
| Frestað |
|
|
|
| 3. 2601314 - Fossnes og Mýrar - Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Breytt landnotkun |
| Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Mælist nefndin til þess að áformin verði sérstaklega kynnt landeigendum aðliggjandi lands og sveitarfélaginu Ölfus. Komi engar athugasemdir fram við kynningu málsins verði niðurstaða sveitarfélagsins auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 4. 2508038 - Fossnes og Mýrarland - Breyting á Deiliskipulagi athafnasvæðis Mýrarhverfis |
| Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Mælist nefndin til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem ekki er talið að breytingar tillagan hafi verulega áhrif umfram gildandi skipulag telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu vegna málsins. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 5. 2512019 - Búðarstígur 23C - Hækkun húss - Breyting á skilmálum deiliskipulags |
Framlagðar athugasemdir sem gerðar eru vegna breytingar á deiliskipulagi, varða að einhverju leyti gildandi heimildir sem skilgreindar eru innan deiliskipulags Búðarstígar 23. Innan skipulags er m.a. gert er grein fyrir byggingarreit, aðkomu og bílastæðum við núverandi hús. Samkvæmt núgildandi heimildum er heimilt að byggja tveggja hæða byggingu með risi, allt að 2000 fm. Hámarkshæð mænishæð 10 metrar miðað við gólfkóta. Húsið er staðsett á miðsvæði M19 þar sem gert er ráð fyrir að heimild sé fyrir blandaðri landnotkun m.a. íbúðum. Jafnframt eru settar fram athugasemdir er varða hönnun húss á lóðinni sem er alla jafna svarað á því stigi þegar aðaluppdrættir bygginga eru lagðir fram og hafa með hönnun hússins að gera fremur en skilmála deiliskipulags. Þrátt fyrir að framlagðar athugasemdir taki að miklu leyti til annarra atriða en þeirrar breytingar sem hér er til umfjöllunar, er að mati nefndarinnar þörf á ítarlegri gögnum til að unnt sé að taka endanlega afstöðu til breytinganna í formi þrívíðra teikninga af áætlaðri viðbyggingu í samhengi við núverandi húsnæði á grunni breytingarinnar. Að sama skapi telur nefndin þörf á ítarlegra mati á hugsanlegri notkun hússins eftir breytingu ef heil hæð er að bætast við húsnæðið, hvað sé heimild fyrir mörgum íbúðum og vinnustofum og hvort tenging sé á milli eignarhalds þessara noktunarhluta hússins. Á þeim grunni þarf að gera grein fyrir fjölda bílastæða ásamt sorpgeymslu. Nefndin frestar afgreiðslu málsins. |
| Frestað |
|
|
|
| 6. 2601095 - Grænamörk, Austurvegur; Deiliskipulag Grænumarkarhverfis |
| Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 7. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðrar samantektar skipulagsfulltrúa. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins auk þess sem niðurstaða sveitarfélagsins verði kynnt á opinberum vettvangi.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson greiðir atkvæði gegn tillögunni með eftirfarandi bókun: Undirritaður tekur undir ítrekaðar athugasemdir þær sem borist hafa frá íbúum nærliggjandi húsa sem snúa að hæð og byggingarmagni sem lagt er til skv. framlagðri deiliskipulags tillögu. Undirritaður telur að bygging á reitnum eigi að hámarki að vera 2 hæðir og byggingarmagn verði minnkað í samræmi við það til að falla betur að heildarásýnd hverfisins og nærliggjandi byggingum sem eru að mestu leyti einbýlishús á 1 hæð. Af framangreindum ástæðum greiði ég atkvæði á móti deililskipulagstillögunni.
Matthías Bjarnason situr hjá við afgreiðslu málsins. Björgvin G. Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Málið samþykkt með 3 atkvæðum af 5. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 8. 2601016 - Suðurengi 13 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á bílskúr Suðurengi 13 með eftirfarandi fyrirvörum: - Íbúðin verði skráð sem hluti af núverandi íbúðarhúsi og er ekki skilgreind sem sér fasteign. Forsenda þess er að opnað verði á milli íbúðar og bílskúrs með fullnægjandi hætti. - Gera skal grein fyrir fullnægjandi fjölda bílastæða á lóðinni út frá breyttri notkun. Nefndin bendir umsækjanda á að rekstrarleyfisskyld útleiga innan íbúðarsvæða innan þéttbýlisins á Selfossi er óheimil. Breytingin skal grenndarkynnt næstu nágrönnum á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri andmælum vegna breytingarinnar. Að mati nefndarinnar skulu slíkar heimildir almennt vera skilgreindar innan skilmála deiliskipulags hvers hverfis fyrir sig líkt og gert hefur verið innan deiliskipulags 1.áfanga Björkurstykkis þar sem tiltekið að ein íbúð skuli vera í hverju húsi og að ekki sé heimilt að hafa auka íbúðir á lóðum.
|
| Samþykkt |
|
|
|
| 9. 2512182 - Eyrargata 16F - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
| Þar sem viðkomandi húsnæði er staðsett á skilgreindri íbúðarhúsalóð innan miðsvæðis samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags telur nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við framlagðar hugmyndir um endurbyggingu hússins svo framarlega sem öryggiskröfum er varðar sambrunahættu verði fullnægt. Mælist nefndin til þess að áformin verði grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
| Samþykkt |
|
|
|
|
| Erindi til kynningar |
| 10. 2303137 - Austurvegur og Eyravegur; Framtíðarsýn og frumhönnun; Hönnunarleiðbeiningar |
| Skipulagsnefnd fagnar útgáfu framlagðra gagna er varðar framtíðarsýnar og frumhönnun fyrir Austurveg og Eyraveg. Mælist nefndin til þess að leita verð umsagna um skýrsluna innan fagnefnda sveitarfélagsins s.s. eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar. Jafnframt verði leitað formlegrar umsagnar til Vegagerðarinnar. |
| Til kynningar |
|
|
|
| 11. 2601294 - Ljónsstaðir - Ljón 1-3 - Deiliskipulag |
| Innan skipulagslýsingar er fjallað um samræmi tillögunnar við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem tiltekið er að svæðið sé í flokki L3, landbúnaðarland með rúmum byggingarheimildum. Svæðið er sannarlega innan notkunarflokks L3 að hluta til en einnig innan notkunarflokks L1 úrvals landbúnaðarland. Innan beggja landnotkunarflokka er tiltekið að heimilt sé að byggja upp mannvirki innan þessara svæða þó svo heimildir innan flokks L3 séu töluvert umfangsmeiri en innan úrvals landbúnaðarlands þar sem mælst er til þess að mannvirkjagerð sé heimil í jaðri svæða í tengslum við núverandi bæjartorfur, veitur og vegi. Svo á sannarlega við á þessu svæði þar sem svæðið tengist við afleggjara að Ljónstöðum og liggur að núverandi bæjartorfu. Að mati nefndarinnar er ljóst að notkunarflokkar landbúnaðarlands ættu að vera dregnir með landamerkjum svo ekki verði skörun inn á miðju túni gagnvart flokkun landsins þegar ljóst er að í báðum tilfellum er um sama land að ræða. Gagnvart veitum svæðisins mælist nefndin til þess að leitað verði umsagnar Selfossveitna vegna framlagðra hugmynda. Nefndin gerir athugasemdir við hversu opnir skilmálar eru varðar byggingarmagn svæðisins, sérstaklega er varðar heimildir til annarra húsa en íbúðarhúsa, mælist nefndin til þess að byggingarskilmálar séu skýrðir með ítarlegri hætti. Þótt svo að heimildir aðalskipulags segi til um hámarks byggingarmagn og nýtingarhlutfall er æskilegt að það byggingarmagn sé eyrnamerkt ákveðnum byggingarheimildum innan deiliskipulagsskilmála fremur en að heimilt sé að byggja 1000 fm af hverju sem er utan íbúðarhúss. Jafnframt telur nefndin eðlilegt að settir séu fram skilmálar er varða forsendur fyrir uppbyggingu innan lóða, svo sem að íbúðarhús hafi verið byggt eða það sé byggt samhliða aukahúsi eða útihúsi. Óheimilt verði að byggja stök úti- og eða aukahús á lóðum án íbúðarhúsa. Varðandi atvinnustarfsemi á lóðum mælist nefndin til þess að settir séu fram skilmálar þess efnis að forsenda hverskyns atvinnustarfsemi innan lóða er að föst búseta sé innan þeirrar lóðar sem viðkomandi starfsemi er stunduð og að megin notkun svæðisins teljist áfram til landbúnaðarnotkunar. Önnur umfangsmeiri starfsemi skal vera innan viðeigandi skilgreindra landnotkunarflokka í samræmi við kröfur skipulagslaga- og reglugerðar. Er í því samhengi vísað til hverskonar starfsemi sem gæti átt heima á iðnaðarsvæðum, verslunar- og þjónustusvæðum eða athafnasvæðum í skilgreiningu skipulagsreglugerðar. |
| Til kynningar |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 12. 2601002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 166 |
| Til kynningar. |
| Til kynningar |
|
|
|