Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 115

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Aðstoðar byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2304420 - Eyrarbraut 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ívar Hauksson hönnuður fyrir hönd Hákon Val Haraldssonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Helstu stærðir eru; 59,6 m² og 203,8 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
2. 2305001 - Eyrargata Garðbær 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Einarsson hönnuður fyrir hönd Snorra Frey Hilmarsonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr.
Helstu stærðir eru; 45,0 m² og 164,3 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
3. 2305160 - Suðurbraut 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ívar Hauksson hönnuður fyrir hönd Ægis Jónssonar sækir um leyfi til að byggja tækjaskemmu.
Helstu stærðir eru; 282,9 m² og 1262,4 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
4. 2305232 - Suðurbraut 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson hönnuður fyrir hönd BG Verktakar ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 166,6 m² og 615,5 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

5. 2305272 - Langholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurlaug Sigurjónsdóttir hönnuður fyrir hönd Smáragarðs ehf. sækir um leyfi til að breyta útliti lóðar og bæta við bílastæðum við núverandi hús.

Byggingarfulltrúi samþykkir breytingu á lóð með fyrirvara um að uppdráttur verði uppfærður í samræmi við núverandi aðkomu inná lóð frá Larsenstræti.
6. 2304326 - Norðurbraut 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson hönnuður fyrir hönd Harðar B. Hjartarsonar sækir um leyfi til að byggja úthús. Umrætt erindi var áður á afgreiðslufundi 114 og var synjað þar sem framlögð gögn voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Helstu stærðir eru; 30,8 m² og 118,2 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
7. 2305277 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum- Hellismýri 2
Álfag ehf óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg til að setja upp girðingu hæð 1,8 metra á norður hlið lóðar.
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.

8. 2305378 - Stöðuleyfi - Suðurgata 19
María Berg Guðnadóttir óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám fyrir tímabilið 22.05.2023-21.05.2024
Samþykkt er að veita stöðuleyfi í 12 mánuði þ.e. 22.05.2023-21.05.2024 vegna byggingarframkvæmda á lóð er ólokið.
9. 2305109 - Umsókn um strfsleyfi - Eco Island ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Eco Island ehf vegna nýs veitingarstaðs.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
10. 2304443 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfisumsókn fyrir Skrúfuna
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurútgáfu starfsleyfis vegna eigendaskipta fyrir Skrúfuna.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
11. 2305375 - Rekstrarleyfisumsögn - Mýri Studio Lodge - gististaður
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II fyrir Mýri Studio Lodge, Ásamýri 2 á Selfossi.
Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir.
12. 2305365 - Leyfi fyrir starfsemi - Suðurengi 19
Sigurður Agnarsson óskar eftir umsögn vegna hársnyrtistofu í bílskúr að Suðurengi 19.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica