Bæjarstjórn - 57 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 28.04.2025 og hófst hann kl. 17:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari. |
|
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari |
|
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2504170 - Ársreikningur Árborgar 2024 |
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri fylgir ársreikningi úr hlaði.
Til máls taka Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.
Samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum að vísa umræðu um ársreikning 2024 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. |
Árborg Ársreikningur 2024 _Fyrri umræða.pdf |
|
|
|
2. 2504124 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir íbúðalóðir við Hjalladæl á Eyrarbakka |
Gert er hlé á fundinum kl. 18:35. Fundarhlé lokið kl. 18:45.
Til máls tóku Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, leggur fram svohljóðandi breytingartillögu sem er undirrituð af Arnari Frey Ólafssyni, B-lista, Ellý Tómasdóttur, B-lista, Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundssyni, S-lista og Fjólu St. Kristinsdóttur, D-lista: "Við leggjum til að allar þær lóðir sem deiliskipulagðar hafa verið við Hjalladæl á Eyrarbakka verði boðnar út í heild sinni í stað þeirra sem þriggja sem lagt er til að verði boðnar út í núverandi tillögu."
Breytingartillagan er borin upp til atkvæða og felld með 6 atkvæðum, 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista, með tillögunni greiddu alls 5 atkvæði, 2 bæjarfulltrúar B-lista, 2 bæjarfulltrúar S-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarfulltrúi D-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. þeirra sem lögðu fram breytingartillöguna, vegna atkvæðagreiðslu um breytingartillöguna: "Undirrituð harma það metnaðarleysi sem meirihlutinn sýnir með því að samþykkja ekki tillögu um að bjóða út allar þær lóðir sem deiliskipulagðar hafa verið við Hjalladæl, þ.e. að bjóða út deiliskipulagða svæðið út sem eina heild, eins og rætt hefur verið innan bæjarstjórnarinnar á kjörtímabilinu."
Tillagn er borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista, 2 bæjarfulltrúar B-lista, 2 bæjarfulltrúar S-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarfulltrúi D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gert er hlé á fundinum kl. 19:00. Fundarhlé lokið kl. 19:14.
Bragi Bjarnason, D-lista, leggur fram svohljóðandi bókun sem er undirrituð af Braga Bjarnasyni, D-lista, Álfheiði Eymarsdóttur, Á-lista, Kjartani Björnssyni, D-lista, SVein Ægi Birgissyni, D-lista, Helgu Lind Pálsdóttur, D-lista og Brynhildi Jónsdóttur, D-lista: "Meirihluti bæjarstjórnar er ósammála afstöðu minnihluta til málsins. Þegar hafa verið boðnar út einbýlishúsalóðir á Eyrarbakka. Útboðið núna gefur kost á rað- og parhúsalóðum sem beðið hefur verið eftir. Þegar hafa orðið tafir á málinu vegna mótatkvæðis Arnars Freys Ólafssonar, fulltrúa B-lista í bæjarráði þann 10.apríl sl. Telur því meirihluti bæjarstjórnar mikilvægt að tefja málið ekki enn frekar og koma þessum lóðum til úthlutunar. Í framhaldi verður síðan hægt að bjóða út næsta áfanga við Hjalladæl sem býður upp á bæði einbýlis-, par- og raðhúsalóðir. Meirihluti bæjarstjórnar tekur vel í þá hugmynd að bjóða seinni áfanga við Hjalladæl í heildarútboði."
|
|
|
|
3. 2503409 - Eyjasel 12 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja |
Til máls tekur Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, leggur til að afgreiðslu máls sé frestað þar til niðurstað grenndarkynningar liggur fyrir.
Tillaga um frestun borin undir atkvæði. Tillagan er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
|
|
|
|
4. 2310134 - Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða |
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Tillaga að bókun: Uppfærð tillaga deiliskipulags Fossness og Mýrarlands er hér með lögð fram eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 19. september. til og með 31. október 2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Athugasemdir eru gerðar innan umsagnar Vegagerðar og Minjastofnunar. Vegagerðin gerði nokkrar athugasemdir og var haldinn samráðsfundur um þær breytingar sem gerðar hafa verið, m.a. með fækkun vegtenginga við Suðurlandsveg. Minjastofnun taldi að fornleifafræðing þyrfti að fá til að uppfæra í einni skýrslu þær fornleifaskráningar sem gerðar hafa verið og ná yfir mismunandi hluta deiliskipulagssvæðis. Fornleifastofnun Íslands hefur gert skýrslu FS 1011-2433, þar sem kemur fram að fundist hafi tvær nýjar fornminjar. Gerðar hafa verið ítarbreytingar frá auglýstri tillögu, m.a. færslu á lóðarmörkum Fossness 14, til norðvesturs, sameining á lóðunum Fossnes 11-13 og Fossnes 16-18. Þá er gerð ítarlegri þarfagreining vegna lóðar sem er utan um kaldavatnstank á svæði 53, m.a. með afmörkun á byggingarreit.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir þær umbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni, í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn telur að þær breytingar sem gerðar hafi verið á tillögunni, kalli ekki á endurauglýsingu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkir tillöguna í samræmi við 41 og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagstofnunar til afgreiðslu.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
Myrarhverfi-skilmalar-03.pdf |
Myrahverfi-05_DSK-e_augl.pdf |
Fornleifaskraning-2024_FS1011-2433.pdf |
Umsögn Brunavarna Árnessýslu 20.9.2024.pdf |
Umsögn HSL 30.10.2024, Fossnes og Mýrarland dsk.pdf |
Umsögn Minjastofnunar Íslands 30.10.2024, Fossnes og Mýrarland dsk.pdf |
Umsögn Umhverfisstofnunar Fossnes og Mýrarland 23.9.2024.pdf |
Umsögn Vegagerðarinnar 21.10.2024, Fossnes og Mýrarland dsk.pdf |
|
|
|
5. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026 |
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
6. 2502024F - Skipulagsnefnd - 42 |
|
|
|
7. 2503015F - Fræðslu- og frístundanefnd - 18 |
Til máls tekur Brynhildur Jónsdóttir, D-lista. |
|
|
|
8. 2503025F - Bæjarráð - 122 |
|
|
|
9. 2503024F - Eigna- og veitunefnd - 40 |
Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista. |
|
|
|
10. 2503030F - Bæjarráð - 123 |
|
|
|
11. 2503029F - Umhverfisnefnd - 21 |
|
|
|
12. 2504007F - Bæjarráð - 124 |
|
|
|
13. 2503019F - Velferðarnefnd - 16 |
Til máls tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. |
|
|
|
14. 2504004F - Fræðslu- og frístundanefnd - 19 |
Til máls tekur Brynhildur Jónsdóttir, D-lista. |
|
|
|
15. 2504015F - Bæjarráð - 125 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40 |
|