Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2208078 - Norðurgata 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eggert Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja bílskúr og vinnustofu við núverandi íbúðarhús.
Helstu stærðir 81,8 m2 og 288,0 m3.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Norðurgata 10 A mótt 21.08.2022.pdf
2. 2208082 - Eyravegur 22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Saulius Vareika sækir um leyfi til að byggja við núverandi íbúðarhús. Helstu stærðir viðbyggingar er 115,7 m2 og 413,0 m3. Í viðbyggingu eru tvær nýjar íbúðir.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1, deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Fyrir liggur yfirlýsing meðeiganda um aðild að umsókninni og samþykki.
Vísað til skipulas- og byggingarnefndar.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Eyravegur 22 A mótt 09.08.2022.pdf
Yfirlýsing meðeiganda 18.08.2022.pdf
3. 2208139 - Suðurbraut 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gunnar Ingi Sverrisson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með bílskúr. Helstu stærðir: 185,4 m2 og 525,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag nema aðkoma að húsinu. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Suðurbraut 13 A mótt 16.08.2022.pdf
4. 2208135 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir og því þarf að grenndarkynna umsóknina með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Á lóðinni stóðu áður starfsmannahús sem hafa verið rifin.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.



Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Fossnes svæði 60 mótt 16.08.2022.pdf
5. 2208151 - Hellir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnunarstjóri f.h. Selfossveitna sækir um leyfi til að byggja dæluskúr yfir borholu.
Helstu stærðir 17,8 m2 og 47,1 m3.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Hellir 5 A mótt 17.08.2022.pdf
6. 2208183 - Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Stefáns Steinars Benediktssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með bílgeymslu. Helstu stærðir 229,0 m2 og 817,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Björkurstekkur 71 A mótt 18.08.2022.pdf
7. 2208136 - Álftarimi 1- 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Michelle Gladys Þorsteinsson sækir um leyfi til að setja svalalokun í íbúð 304.
Leggja þarf fram gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.7, uppdrætti, samþykki meðeiganda (húsfélags) og skráningartöflu.

Afgreiðslu frestað.
8. 2208138 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Sandgerði 4
Guðveigur Steinar Ómarsson óskar eftir leyfi til að stækka vinnuskúr.
Leggja þarf fram gögn um staðsetningu og eftir atvikum samþykki nágranna.

Afgreiðslu frestað.
9. 2208181 - Eyravegur 9 - Umsagnarbeiðni vegna starsleyfisumsóknar Tónlistarskóla Árnesinga
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu/endurnýjun starfsleyfis.
10. 2208201 - Fífumói 8 - Tilkynning um smáhýsi
Pétur Eiríksson tilkynnir um uppsetningu smáhýsis. Tilkynningunni fylgja samþykki nágranna að Fífumóa 6 g Lyngmóa 5 og 7.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeininga HMS um smáhýsi.
11. 2208203 - Fífumói 6 -Tilkynning um smáhýsi
Gisli Geirsson tilkynnir um uppsetningu smáhýsis. Tilkynningunni fylgja samþykki nágranna að Fífumóa 8 og Lyngmóa 5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeininga HMS um smáhýsi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica