Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 49

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
20.08.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista,
Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartson f.h.Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2501350 - Fossnes svæði 80- Sláturfélag Suðurlands - Skipulagslýsing v. ASK.br og nýtt DSK
Landform ehf f.h. Sláturfélags Suðurlands leggur fram skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 ásamt nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarlóð í landi Fossness. Skipulagssvæðið nær til um 10,6 ha svæðis sem nær yfir tvær lóðir Sláturfélagsins. Annars vegar er um að ræða lóð sláturhússins, sem er 9,6 ha að stærð og hins vegar lóð Bjargs, sem er um 1 ha að stærð. Innan skipulagssvæðis er að finna verslunar- og þjónustureit (VÞ5), iðnaðarsvæði (I2) og opið svæði (OP1) sem er útivistarsvæði meðfram Ölfusá en nær inn á báðar lóðir Sláturfélagsins. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir breytingu á landnotkun. Fyrirhugað er að byggja nýja afurðarstöð vestan og norðan við núverandi sláturhús. Gert er ráð fyrir að stækkunin geti orðið allt að 6.000 m2, þar sem 2000-2500 m2 verða byggðir í fyrsta áfanga. Á lóð Bjargs eru núverandi starfsmannahús og er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Núverandi aðkoma að báðum lóðum er frá Suðurlandsvegi en í tengslum við nýja afurðastöð er lagt til að aðkoma að lóð sláturhússins verði frá Nesmýri og núverandi aðkoma frá Suðurlandsvegi verði lögð af. Í deiliskipulagi verður auk byggingaráforma gerð grein fyrir hreinsun og hreinsibúnaði frá afurðastöð og nýju hreinsivirki.

Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Árborgar að samþykkja framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt
2. 2507123 - Ástjörn 13 - Deiliskipulagsbreyting. 2025
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Ástjörn 13 á Selfossi, sem samþykkt var í Bæjarráði 9.3.2005 með síðari breytingum. Breytingin felur í sér að skilgreindur verði byggingarreitur fyrir bílgeymslu með fjórum bílskúrum við norðaustur horn lóðar. Stærð byggingarreits verður 18 x 7 m með hámarkshæð 4 m.
Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. þar sem um óveruleg frávik er að ræða frá gildandi deiliskipulagi telur skipulagsnefnd að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og er því ekki talin þörf á að grenndarkynna breytinguna sérstaklega.

Samþykkt
3. 2506384 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum Fossnes 11 og 13
Ólafur B. Jónsson f.h. Hekla fasteignir ehf. kt. 631202-3060, sækir um að fá úthlutað lóðunum Fossnes 11 og 13, til byggingar húss, fyrir bílatengda þjónustu.
Fyrir liggur samþykkt bæjarráðs fyrir vilyrði lóða dags. 10.7.2025.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að umsækjanda verði úthlutað lóðum Fossnes 11 og 13.
Samþykkt
4. 2506409 - Umferðarmerkingar í miðbæ Selfoss
Erindi vísað til skipulagsnefndar frá fundibæjarráðs Árborgar 10.7.2025:
Kjartan Björnsson leggur fram tillögu sem tekur til umferðarmerkinga í miðbæ Selfoss. Lagt er til að betrumbæta umferðaröryggi með örvamerkingum upp neðra Sigtún frá húsinu Stað að Austurvegi, þar sem lokað er fyrir akstur, upp að Austurvegi með einu skilti og tveimur övaskiltum við Austurveg til móts við Kaffi Krús. Einnig vantar örvamerkingar um einstefnugötuna frá Miðgarði bakvið TM húsið og áfram að Tryggvagötu.
Þá er lagt til að að skipa hóp fagfólks til að yfirfara umferðaröryggi í sveitarfélaginu öllu vegna gangangi, hjólandi og akandi vegfarend sem og hraðatakmarkanir.

Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar er varðar umferðaröryggi í sveitarfélaginu og samgöngumál á breiðari grundvelli gagnvart þungaumferð í gegnum bæinn, tenginga við skóla- íþrótta- og grænsvæði bæjarins fyrir gangandi og hjólandi og umferðaröryggis og umferðarflæðis almennt til nútíðar og framtíðar á grunni þeirra skipulagsáætlana sem fyrir liggja eða eru í vinnslu innan sveitarfélagsins. Að öðru leyti telur nefndin eðlilegt að mál er varðar umferðarmerkingar og málun gatna heyri undir þjónustumiðstöð í samráði við skipulagsdeild og framkvæmda- og tæknideild sveitarfélagsins. Á viðkomandi svæði eru hefðbundnar umferðarmerkingar sem tilgreina um akstursstefnu á svæðinu. Að mati nefndarinnar er ekki sérstök þörf, frekar en á öðrum einstefnugötum innan þéttbýlismarka, að merkja götuna sjálfa til að skilgreina akstursstefnu ef núverandi skilta merkingar eru nægjanlega skýrar á svæðinu. Mælist nefndin til þess að starfmönnum ofangreindra sviða verði falið að meta skýrleika núverandi merkinga og bregðast við sé þeim ábótavant.
Vísað í teymi
5. 2504290 - Hásteinsvegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð er fram eftir grenndarkynningu, umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna viðbyggingar á tveimur hæðum við Hásteinsveg 26 á Stokkseyri. Lóðarhafi hefur í hyggju að byggja við núverandi hús, viðbyggingu á tveimur hæðum. Lóðin er 824m2 að stærð og er núverandi byggingarmagn á lóð um 207m2. Með nýrri viðbyggingu yrði hús allt að 288m2. Með nýrri viðbyggingu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,25, í 0,34
Erindið var í grenndarkynningu frá 27. júní - 25. júlí 2025. Athugasemdir bárust frá eigendum að Hásteinsvegi 20, 22 og 24, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum er mótmælt.

Í gildi er deiliskipulag sem tekur til lóðar Hásteinsvegar 26. Ekki var fjallað um samræmi við deiliskipulag í fyrri afgreiðslu skipulagsnefndar vegna málsins þar sem samþykkt var grenndarkynning fyrirspurnar vegna umsóttrar viðbyggingar við húsið. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarhúsi á einni hæð með bílskúr, hámarks nýtingarhlutfall er skilgreint 0,25. Framlögð beiðni fellur því ekki að skilmálum deiliskipulags og er utan skilgreinds byggingarreits. Að auki bárust athugasemdir frá lóðarhöfum vestan og norðan lóðarinnar er varðar grenndaráhrif m.a. er varðar skuggavarp, útsýni og innsýn. Á grundvelli ofangreinds mælist skipulagsnefnd til þess við bæjarstjórn að framlagðri fyrirspurn er varðar viðbyggingu við Hásteinsveg 26 verði synjað eftir grenndarkynningu.
Hafnað
6. 2508104 - Lóðarumsókn - Víkurheiði 18
G.J. tæki og fasteignir ehf. sækir um iðnaðarhúsalóðina Víkurheiði 18. Yfirlýsing banka um skilvísi og áreiðanleika liggur fyrir ásamt búsforræðisvottorði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Samþykkt
7. 2508099 - Suðurbraut 45 og 48 - Heimreið frá klasagötu - rökfærsla
Tómas Helgi Tómasson, f.h. Lovísu Tómasdóttur og Örlygs Svæarssonar lóðareigenda í Tjarnarbyggð, leggur fram rökfærslu vegna umsóknar um lagningu heimreiðar frá klasagötu við Suðurbraut 45 og 48.

Framlögð beiðni er ekki í samræmi við gildandi stefnumörkun deiliskipulags svæðisins. Skilgreindir staðvísar og stöðföng innan deiliskipulagsins eru í samræmi við - reglugerð um skráningu staðfanga þar sem m.a. kemur fram að staðgreinum við götur í skipulagðri byggð sé úthlutað í hækkandi númeraröð eftir götu og raðast oddatölur vinstra megin en sléttar tölur hægra megin. Breyting á aðkomu myndi því að mati skipulagsnefndar verða til þess að endurskilgreining staðfanga við Suðurbraut þyrfti að eiga sér stað þar sem aðkoma að lóðinni er vinstra megin þegar keyrt er inn Suðurbraut. Rétt skilgreining staðfanga á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga er að mati nefndarinnar mikilvæg, sérstaklega gangvart öryggisþáttum þar sem sjúkrabílar og slökkvilið geti gengið út frá samræmingu í númeringu lóða innan svæðisins. Auk þess samræmist beiðnin ekki stefnumörkun gildandi deiliskipulags svæðisins. Mælist skipulagsnefndin til þess við bæjarstjórn að framlagðri beiðni verði synjað.
Hafnað
8. 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram að lokinni auglýsingu:
Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40 á Selfossi. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem Miðsvæði, M6. Gert er ráð fyrir 3, 4 og 5 hæða stölluðu fjölbýlishúsi á lóð með íbúðum á öllum hæðum ofanjarðar. Heimild er fyrir kjallara t.d. fyrir bílastæði, geymslur eða önnur stoðrými. Húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti en því sem lóðablöð, skilmálar þessir, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segja til um. Útlit byggingar skal brjóta upp í formi, efnis og litavali. Einstaka byggingarhlutar, eins og þakkantur, svalir, skyggni mega standa utan byggingarreits ásamt sorpskýlum, djúpgámum, hjóla og vagnageymslu. Samtals er gert ráð fyrir allt að 34 íbúðum á lóðinni.
Tillagan var auglýst í dagskránni, og lögbirtingarblaði frá 3.4.2025 með athugasemdafresti til 20.5.2025. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar, og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Brunavörnum Árnessýslu. Þá barst athugasemd frá Þorkeli Jóhanni Sigurðssyni, eiganda Löngumýrar 54, þar sem lýst er yfir áhyggjum af áhrifum skuggavarps af 5 hæða húsi, inn á lóð hans.
Vegagerðin bendir á að fjöldi tenginga inn á lóðir við Eyraveg séu ekki heppilegar, og leggur til að, aðkoma verði frá Fossvegi.

Embætti skipulagsfulltrúa hefur fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar um lausnir er varðar fjölda vegtenginga við Eyrarveg og hugsanlegra aðgerða vegna mögulegra umferðartafa og aukinnar slysahættu eins og tiltekið er um í umsögn Vegagerðarinnar. Niðurstaðan úr þeim samtölum er sú að farið verði í heildarendurskoðun á aðkomum inn á lóðir við Eyravegi með tilliti til umferðaröryggis og flæðis. Verði það gert í formi umferðarskipulags á milli Múla- og Hagatorgs. Að mati nefndarinn er nánari skoðun á umferðarmálum svæðisins einnig nauðsynlegt í tengslum við hugsanlega uppbyggingu á þróunarsvæði M7 sunnan Eyrarvegar. Mælist nefndin til að samráð verði haft til framtíða við Vegagerðina um nánari útfærslu á umferðarmálum við Austurveg og Eyrarveg í tengslum við áætlanir sem sveitarfélagið hefur unnið að undanfarin ár. Innan tillögunnar er lögð fram skuggavarpsgreining sem tekur til áhrifa uppbyggingarinnar á aðliggjandi lóðir m.v. sólarstöðu 21. júní, 23. september og 1. apríl kl.11. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Árborgar er gert ráð fyrir að byggingar næst Eyrarvegi geti verið allt að 6 hæðir, að mati nefndarinnar er því stefnumörkun framlagðs deiliskipulags í takt við heimildir aðalskipulags er varðar fjölda hæða þar sem gert er ráð fyrir uppbroti í fjölda hæða innan lóðarinnar þar sem gert er ráð fyrir 3 hæðum næst Eyrarvegi og allt að 5 hæðum næst Fossvegi. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eftir auglýsingu. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins.
Samþykkt
9. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Deiliskipulagstillaga til kynningar:
Betula ehf, Landslagsarkitektar hafa stillt upp tillögu að innra skipulagi opins svæðis við hornið á Tryggvagötu og Norðurhóla (gegnt Sunnulækjarskóla)
Deiliskipulagið er unnið til að afmarka útivistarsvæði sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Svæðið er 1.4 hektara að stærð og er landssvæðið eign Árborgar. Markið deiliskipulagstillögu eru eftirfarandi:
- Að afmarka svæði þar sem skátar geta byggð svæðið upp með sínum gildum.
- Að koma fyrir húsnæði sem hýsir skátastarf í Árborg.
- Að afmarka útivistarsvæði sem nýtist skátum og einnig íbúum.
- Að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir.
- Að nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna.
- Að koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu.
- Að koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna.
- Að tengja svæðið á góðan hátt við önnur svæði í næsta nágrenni.
Skipulagsfulltrúi leggur fram greinargerð í vinnslu til samráðs við skipulagsnefnd.

Lagt fram til kynningar.
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica