Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 24

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
19.01.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
11 mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu.
Lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 11 nóvember.pdf
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 08:15
2. 2301027 - Gjöf til Árborgar - málverkið Kafarinn
Erindi frá Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur, dags. 3. janúar, þar sem hún færir Sveitarfélaginu Árborg að gjöf málverkið "Kafarinn" og óskar eftir að verkið verði sett upp í gangi sundlaugarbyggingarinnar, sem snýr út að útilauginni og fái lýsingu sem geri það betur sýnilegt í gegnum gluggarúðurnar.

Ef færa á verkið annað, af einhverri ástæðu, á einhverjum tímapunkti, áskilar höfundur/afkomendur rétt til að fá verkið til baka, gjöfinni verði rift enda sé ástæða gjafarinnar sú að sundlaugargestir fái notið þess við heimsókn í laugina.

Höfundur óskar ennfremur eftir að á veggnum nálægt verkinu verði merking sem segi frá höfundi, titli og að um gjöf sé að ræða. Höfundur mun gjarnan hanna slíka merkingu.

Bæjarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf, sem mun sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. Bæjarráð gengst að skilmálum gjafagerningsins með þeim fyrirvara að sveitarfélagið getur ekki ábyrgst verkið í almenningsrými í sundlauginni, þ.e. tryggt það sérstaklega fyrir skemmdum.
Gjafabréf_Kafarinn.pdf
3. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Undirritaður viðauki við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg um aðild Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs.
Lagt fram til kynningar.
Viðauki við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar-undirritaður.pdf
4. 2301089 - Styrkbeiðni - Haven Rescue Home
Erindi frá Styrktarfélagi Haven Rescue Home, dags. 14. desember, þar sem óskað er eftir styrk fyrir HRH í Kenía.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni.
Haven - HRH upplýsingar.pdf
Styrkbeiðni - Haven Rescue Home.pdf
5. 2301095 - Stefnumörkun Héraðsskjalasafns Árnesinga 2023-2028
Erindi frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, dags. 9. janúar. Starfsfólk Héraðsskjalasafns Árnesinga vinnur nú í samvinnu við starfsfólk héraðsskjalasafna hringinn í kringum landið að fjárhagslega hagkvæmum lausnum varðandi rafræn skil og vörslu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar starfsfólki Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir metnaðarfulla stefnumörkun.
HérÁrn_AA_2023_Héraðsskjalsafn_Árnesinga_2023_2028_stefnumótun_vefeintak.pdf
6. 2301105 - Tækifærisleyfi - Selfossþorrablót 2023 íþróttahús Vallaskóla
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 10. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi fyrir þorrablót í Íþróttahúsinu Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, 21. janúar frá kl. 19:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 22. janúar.
Umsækjandi Góð stemning ehf. kt. 681014-0470.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tækifærisleyfið og samþykkir samhljóða að það verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2023001578.pdf
7. 2301136 - Beiðni - götumerkingar við Austurveg 39 41a og 41b breytt
Erindi frá Húsfélaginu Austurvegi 41a og b, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir að breytingu á götumerkingu á Austurvegi, til móts við innkeyrslu að Austurvegi 41b.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í breytingu á götumerkingum í samræmi við beiðni Húsfélagsins að Austurvegi 41a og b og vísar erindinu til úrvinnslu á mannvirkja- og umhverfissviði þegar aðstæður leyfa.
Innakstur að húsunum nr. 39 og 41a og 41b við Austurveg á Selfossi.pdf
8. 2212236 - Samráðsgátt - þingsályktunartillaga - aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dags. 19. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027?.
Mál nr. 253/2022. Umsagnafrestur er til 23. janúar.

Bæjarráð vísar erindinu til Velferðarþjónustu Árborgar til skoðunar og mats á því hvort tilefni sé til að veita umsögn.
Aðgerðaáætlun _þjónusta við eldra fólk_19. desember-LOKA.pdf
Samráðsgátt - til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027.pdf
9. 2301172 - Aðstöðuleysi frístundaklúbbsins Kotsins
Erindi frá fjölskyldusviði, dags. 13. janúar, þar sem óskað er eftir útfærslu varðandi húsnæði Kotsins.
Bæjarráð samþykkir útfærsluna og felur deildarstjóra frístundaþjónustu að útfæra hana í samráði við skólastjórnendur Vallaskóla.
Minnisblað v. aðstöðu frístundaklúbbsins Kotsins.pdf
Fundargerðir
10. 2212019F - Skipulags og byggingarnefnd - 14
14. fundur haldinn 10. janúar.
Lagt fram til kynningar.
11. 2212031F - Almannavarnarráð - 8
8. fundur haldinn 27. desember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
12. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023
Félagafundur haldinn 4. janúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð félagafundar SOS 04.01.2023 - leiðrétt.pdf
13. 2301137 - Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses 2022-2023
1. fundur haldinn 19. desember.
Lagt fram til kynningar.
1. stjórnarfundur Arnardrangs hses (2).pdf
14. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
47. fundur haldinn 30. nóvember.
48. fundur haldinn 19. desember.

Lagt fram til kynningar.
47. stjórnarfundur Bergrisans pdf.pdf
48. stjórnarfundur Bergrisans (3).pdf
15. 2301161 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2023
Aukafundur haldinn 10. janúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð - Aukafundar HÁ janúar 2023.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica