Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 43

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
01.07.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Ægir Birgisson, formaður eigna- og veitunefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2105891 - Hitaveita Árbakkaland
Farið yfir samning um lagningu hitaveitulagna í Árbakkaland í samræmi við ákvæði 6.gr. í samningi frá 30.05.2020
Stjórn Selfossveitna samþykkir fyrirliggjandi samning um lagningu hitaveitu í Árbakkalandi og felur sviðsstjóra að undirrita samninga við landeigendur.
2. 2505194 - Eyrargata - Eyrarbakka - endurnýjun og yfirborðsfrágangur á yfirborði gatna og stíga
Farið yfir tilboð í verkið
Sviðsstjóra falið að undirrita samninga við verktaka.
Eyrarbakki_honnun_08_2025-Yfirlitsmynd.pdf
Erindi til kynningar
3. 2503504 - Framtalsgerð Jarðhitavinnsla 2024
Kynning á minnisblaði veitustjóra um vinnslu og sölu á heitu vatni 2024
Minnisblað veitustjóra varðandi framleiðslu og sölu á heitu vatni lagt fram til kynningar.
4. 2505209 - Samráðsgátt - Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029
Á fundi bæjarráðs þann 22. maí sl. var erindi frá Innviðaráðuneytinu, dags. 15 maí vísað til kynningar í fagnefndum. Um er að ræða mál nr. S-90/2015. Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029.
Erindi til kynningar.
5. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Farið yfir stöðuna á vatnsöflun við Kaldárhöfða
Lagt fram til kynningar. Nefndin áréttar mikilvægi þess að verkefninu sé haldið áfram í ljósi þess að tryggja vatnsöflun sveitarfélagsins til komandi ára.
6. 2406376 - Staða orkuöflunar
Veitustjóri fer yfir stöðu orkuöflunar í sveitarfélaginu.
Veitutjóri fer yfir stöðu orkuöflunar í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að bora tvær rannsóknarborholur með haustinu.
7. 2302166 - Umferðarskipulag Árborg 2023 -
Farið yfir uppfærslu á umferðaskipulagi Árborgar sem og farið yfir hraðatakmarkandi aðgerðir út frá ábendingum íbúa í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. Farið verður í þónokkrar upphækkaðar gönguþveranir i sumar t.d við Björkurstekk, Móstekk, Akraland og Austurhóla. Einnig verður farið í hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurhólunum með auknum merkingum.
8. 2006052 - Bygging grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Farið yfir stöðuna á 3.áfanga Stekkjaskóla.
Til kynningar
Næsti fundur nefndarinnar er áætlaður um miðjan ágúst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica