Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
11.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi tók þátt í fundinum um fjarfundarbúnað.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2108173 - Smáratún 1 - Breyttir aðaluppdrættir
Byggingarleyfi var gefið út 21.06.2022. Breyttir aðaluppdrættir voru teknir til skoðunar á 105. fundi og þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Breytingin hefur verið grenndarkynnt með athugasemdafresti til 21.12.2022. Engar athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti þegar tekið hefur verið tillit til smávægilegra athugasemda.
Smáratún 1 A mótt 28.10.2022 A.pdf
_Fylgigögn_Smáratún 1.pdf
2. 2301016 - Eyravegur 35 - Umsókn um breytta notkun
Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. 101heimur ehf. sækir um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins.
Fyrir liggja uppfærðir aðaluppdrættir og skráningartafla. Ný notkun er heilsurækt og geymslur.
Ný notkun er í samræmi við samþykkt aðalskipulag.
Byggingarlýsingu vantar á aðaluppdrætti.

Afgreiðslu frestað.
Eyravegur 35 A mótt 03.01.2023.pdf
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
3. 2209300 - Starengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Guðrúnar Lúðvíksdóttur sækir um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu og sólskála. Helstu stærðir eru; 79,4 m2 og 264,4 m3.
Málið var á dagskrá 101. fundar og var þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar vegna staðsetningar bílskúrs. Tillagan var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 3.1.2023. Engar athugasemdir bárust.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Starengi 9 A mótt26.09.2022.pdf
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
4. 2301051 - Bankavegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Sigfúsar Kristinssonar sækir um leyfi fyrir íbúðarhúsi.
Helstu stærðir: 94,2 m² og 295,4 m³.

Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Bankavegur 1 A mótt 06.01.2023.pdf
5. 2301058 - Litla-Hraun fangelsi - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Heba Hertervig hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna sækir um leyfi til að byggja bráðabirgðakjarna með færanlegum gámaeiningum vegna fyrirhugaðra endurbóta og viðbyggingar.
Helstu stærðir 466,9 m² og 1.191,1 m³.

Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um yfirferð eldvarnareftirlits og samþykki mannvirkja- og umhverfissviðs vegna nýrrar aðkomu.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Samþykki varðandi nýja aðkomu.
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
6. 2106227 - Eyravegur 34a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Uppfærðir aðaluppdrættir lagðir fyrir. Útveggir verða klæddir með Cembrit klæðningu og skráningartöflu breytt.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti þegar tekið hefur verið tillit til smávægilegra athugasemda.
Senda þarf inn séruppdrætti vegna breytinga á klæðningu.
Eyravegur 34a A mótt 06.01.2023.pdf
Breytingar Eyravegur 34a.pdf
7. 2109431 - Eyravegur 34b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Uppfærðir aðaluppdrættir lagðir fyrir. Útveggir verða klæddir með Cembrit klæðningu og skráningartöflu breytt.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti þegar tekið hefur verið tillit til smávægilegra athugasemda.
Senda þarf inn séruppdrætti vegna breytinga á klæðningu.
Eyravegur 34b A mótt 04.01.2023.pdf
Breytingar Eyravegur 34b.pdf
8. 2212053 - Stöðuleyfi - Suðurleið 2
Sigurður Freyr Emilsson óskar eftir fresti til 01.02.2023 til að færa óleyfisgáma af lóð sinni á geymslusvæði Árborgar að Víkurheiði 4. Árborg hefur móttekið umsókn um leigusvæði fyrir 3. gáma.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 01.02.2023.
IMG_20221221_151255.pdf
9. 2301053 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna starfsleyfisumsóknar T & P ehf. vegna reksturs Röstí veitingastaðar í Mathöllinni á Selfossi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist samþykktri notkun hússins og að öryggisúttekt hefur farið fram. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Umsókn um starfsleyfi - almennt.pdf
10. 2301055 - Umsagnarbeiðni - Endurnýjun starfsleyfis Vallaskóli
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna endurnýjunar starfsleyfis vegna reksturs grunnskólans Vallaskóla.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist samþykktri notkun hússins og að lokaúttekt hefur farið fram. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.
11. 2301068 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Fagraland 1
Sigdór Vilhjálmsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir tilkynna um samþykki nágranna að Fagralandi 3 vegna áforma að byggja skjólvegg við lóðamörk og setja upp smáhýsi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 e. og f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica