Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 92

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
06.04.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Starfsmenn
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2203298 - Eyrargata Eyrarbakka - Fasteignaheiti
Landskrá Þjóðskrár og Míla hafa sent fyrirspurn á skipulagsfulltrúa vegna lóða við Eyrargötu á Eyrarbakka. Varðar fyrirspurnin heiti húsa við götuna, en flest húsin við götuna hafa sérstakt heiti en ekki húsnúmer. Tillaga liggur fyrir um að breyta heitum í húsnúmer, en að hús haldi sérheitum að auki.
Um er að ræða tillögu að breytingu á eftirfarandi hús og húsnúmerum:
Var Verður
Húsnr Sérheiti Fasteignaheiti
55 Læknishús Eyrargata 55
57 Breiðaból Eyrargata 57
59 Stíghús Eyrargata 59
61 Ásaberg Eyrargata 61
63 Byrgi 9 Eyrargata 63
65 Byrgi I Eyrargata 65
67 Merkigil Eyrargata 67
69 Sólbakki Eyrargata 69
71 Hlið Eyrargata 71
73 Ásgarður Eyrargata 73
75 Garðbær Eyrargata 75
75a Garðshorn Eyrargata 75a
77 Káragerði Eyrargata 77
77a Fjölnir Eyrargata 77a
79 Garðbær 2 Eyrargata 79
81 Kirkjuhús Eyrargata 81

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda tillögu, að húsnúmerakerfi verði tekið upp við Eyrargötu, og að auki fái húseigendur að halda sérheitum húsa, kjósi þeir að halda þeim.
2. 2202028 - Umsókn um stækkun á lóð - Álftarimi 4
Haukur Harðarson íbúi við Álftarima 4, á Selfossi, lagði fram í tölvupósti dags. 1.2.2022, með skýringarmyndum, ósk um að fá leyfi til að stækka lóðina til suðurs um ca 6-7 metra. Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 9.2.2022 að leita skyldi eftir áliti mannvirkja- og umhverfissviðs á umsókn um stækkun lóðar. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Þar kemur fram, að ekki sé lagst gegn stækkun lóðar til suðurs en þá aðeins sem nemi helmings græns svæðis sem þar er fyrir. Stækkun verði þá um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á fundi sínum 9.3.2022 að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs um stækkun til suðurs um 5m.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum fasteigna Álftarima 6, 8, 10, 12 og 14, og var veittur frestur til og með 5. apríl 2022 til að gera athugasemdir.

Engar athugasemdir bárust á tímabili grenndarkynningar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðarhafi að Álftarima 4, fá heimild til að stækka lóðina til suðurs um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð nýs lóðarblaðs ásamt nýjum lóðarleigusamningi.
3. 2202097 - Sigtún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags.16.2.2022: Þórey Edda Elísdóttir hönnuður hjá Verkís, leggur fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna viðbyggingar á mannvirkinu Sigtún 1. Núverandi bygging að Sigtúni 1 á Selfossi er nýtt sem leikhús. Nú stendur til að endurnýja og stækka anddyrið við leikhúsið, bæta búningaaðstöðu fyrir leikara, bæta við snyrtingu, bæta aðgengi að leikhúsinu fyrir hreyfihamlaða og efla brunavarnir. Um er að ræða 34,5 m2 viðbyggingu við núverandi leikhús, opnun milli viðbyggingar og leikhússins, endurnýjun á útitröppum, gerð skábrautar og gerð flóttaleiðar úr kjallara eldra húss við Sigtún 1 á Selfossi. Viðbyggingin er timburhús á steyptum grunni á einni hæð.Samkvæmt lóðarblaði frá 2007 er ekki afmarkaður byggingarreitur á lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 23.2.2022, að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum Sigtúns 3. Gefinn var frestur til 23.3.2022, til að gera athugsemdir. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
4. 2201352 - Gatnagerð - Sunnuvegur 2022
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 25.3.2022, ásamt fylgigögnum. Framkvæmdin tekur til endurgerðar götunnar Sunnuvegar á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Og að lokum malbikun götu ásamt yfirborðsfrágangi gangstétta/gönguleiða. Helstu magntölur eru: gröftur 4800m3, styrktarlag/fylling 4800m3, malbik 2080m3, fráveitulagnir 588 l/m, vatnsveitulagnir 297 l/m , hitaveitulagnir 316 l/m og ljósastaurar 7 stk. Útboðs- og verkýsing ásamt teiknihefti unnið af Eflu verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir og leggur til við bæjarráð Árborgar, að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2021.
Mælst er til að framkvæmdin verði kynnt sérstaklega íbúum og eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en framkvæmdir hefjast.
5. 2203213 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2022
Tveimur liðum úr fundagerð hverfisráðs er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Liður 2 - Byggingarlóðir. Hverfaráð hefur áhyggjur af lóðaskorti og vill fara að sjá eitthvað gerast í þeim málum. Á íbúafundi sem var haustið 2019 var sagt að hægt yrði að sækja um lóðir á Tjarnarstíg í febrúar 2020.
Svar skipulags- og byggingarnefndar: Deiliskipulag fyrir Tjarnarstíg hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Gatnagerð er fyrirhuguð á næstu misserum. Þegar gatnagerð er lokið verða lóðir auglýstar lausar til úthlutunar. Fyrirhugað er að auglýsa lóðir við Dvergastein lausar til úthlutunar nú þegar í maí 2022.

Liður 4. Hesthúsahverfi - Bent er á að nauðsynlegt sé að vinna deiliskipulag fyrir hverfi. Ráðið hefur áhyggjur af hlutverki þess.
Svar skipulags- og byggingarnefndar: Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
6. 2203363 - Ályktun vegna Larsenstrætis - Hestamannafélagið Sleipnir
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Þórarinsson, Leifur Stefánsson og Valdimar Kjartansson f.h. skipulagsnefndar hestamannafélagsins Sleipnis, leggja fram til formanns skipulags- og byggingarnefndar og einnig til nefndarinnar „ályktun" þar sem fram kemur að skipulagsnefnd Sleipnis harmi að athugasemdir þeirra dags. 1.11.2021, við tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Larsenstræti 4,6,8,10,12 og 14, hafi ekki verið teknar til greina.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að sú lausn sem hafi verið valin við tengingu af Gaulverjabæjarvegi vegna aðfanga fyrir lóðina Larsenstræti 6, hafi ekki þau áhrif að það skerði umferðar eða öryggismál hestamanna. Enda verði ekki um almenna umferð að ræða við umrædda vegtengingu einungis aflestun vegna aðfanga.
7. 2203170 - Fyrirspurn um lóð - Fossnes Lnr. 178303
Mál áður á dagskrá fundar skipulags- og byggingarnefndar 16.3.2022:
Þórður Smári Sverrisson f.h. Sláturfélags Suðurlands svf, leggur fram fyrirspurn vegna lóðar í eigu félagsins í Fossnesi landnúmer 178303 (skv, meðfylgjandi loftmynd): Sláturfélag Suðurlands svf, rekur sláturhús í Fossnesi á Selfossi. Þrjá mánuði á ári fjölgar verulega starfsfólki vegna sauðfjárslátrunar í starfsstöðinni sem þarf að sjá fyrir húsnæði. Á fyrrgreindri lóð var húsnæði sem þjónaði því hlutverki að hýsa þetta fólk en þegar komið var að viðhaldi á húsinu reyndist það illa farið og mikið asbest í því og því var það rifið eftir kúnstarinnar reglum. Áhugi er fyrir því að gera slíka aðstöðu að nýju í áföngum. Spurt er hvort leyfi fáist fyrir því að setja upp vinnubúðir (óákveðin gerð) á “léttar? undirstöður, á allt að tveimur hæðum með grunnflöt um 140 fermetrar í fyrsta áfanga fyrir haustið 2022. Skipulagsfulltrúi hefur fundað með forsvarsmönnum SS á Selfossi, og hefur nú verið lögð fram tillaga að byggingu allt að þriggja hús á tveimur hæðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið með þeim fyrirvara að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið og að lokuð girðing verði sett upp umhverfis sláturhúsið fyrir haustið 2022.
8. 2203346 - Kumbaravogur L227582 - Deiliskipulag íbúðabyggðar
Runólfur Þ. Sigurðsson f.h. Rent-leigumiðlun ehf, leggur fram tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar á lóðinni Kumbaravogur 5 L227582, á Stokkseyri. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt upp í alls 6 lóðir fyrir íbúðarhús. Fjöldi íbúða verði allt að 16 á fjórum lóðum í tveggja hæða húsum, og 3 íbúðir á 2 lóðum, einnar hæðar hús. Í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 er svæðið u.þ.b. 9 ha, skilgreint sem, „svæði fyrir þjónustustofnanir“.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að sú tillaga um uppbyggingu sem liggi fyrir fundinum, samræmist ekki gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, og sé ekki í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, sem nú er í auglýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að tillagan verði send samráðshópi um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036, til sérstakrar skoðunar. Einnig leggur skipulags- og byggingarnefnd til að óskað verði umsagna mannvirkja- og umhverfissviðs og Selfossveitna.
9. 2204003 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit - Suðurbraut 41
Árni Þór Helgason eigandi lóðarinnar Suðurbraut 41, í Árborg, leggur fram ósk um stækkun á byggingarreit í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd telur núverandi byggingarreiti í Tjarnarbyggð vera vel rúma og því ekki ástæða til stækkunar. Einnig bendir skipulags- og byggingarnefnd á að komi til breytinga á gildandi deiliskipulagi þurfi það að gerast heildstætt fyrir allar lóðir innan svæðisins, en ekki einstaka lóðir.
10. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta Austurvegar og Vallholts. Skipulags- og byggingarnefnd fól á fundi sínum 12.1.2022 skipulagsfulltrúa að senda fasteignaeigendum innan skipulagssvæðis „drögin til kynningar“. Kynningin var sent út og var kynningartíminn tiltekinn frá 24.janúar 2022 til og með 21.febrúar 2022. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum varðandi tillöguna.
Góð viðbrögð urðu við kynningunni, og hefur borist all nokkur fjöldi ábendinga og athugasemda, frá eftirtöldum aðilum:
Hlöðver Örn, eigandi 2. hæðar á Austurvegi 42, með eignarhluta í lóð.
Magnús Hafsteinsson og Dóra K. Hjálmarsdóttir, eigandi Vallholts 13.
Hrönn Sigurðardóttir, Austurvegi 40.
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Valdimars Árnasonar, Austurvegur 36 og 36B.
Valdimar Árnason f.h. Samsteypunnar ehf.
Sigfús Kristinsson, eigandi lóðar við Austurveg 42, eigandi að rýmum 010101, 020101,
020301 og tilheyrandi lóð.
Teknir hafa verið saman helstu punktar í minnisblað með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum, og mun skipulagsfulltrúi koma þeim til ofangreindara aðila.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur tekið saman helstu ábendingar og athugasemdir í minnisblað, með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum, og mun skipulagsfulltrúi koma þeim til ofangreindara aðila.
Í framhaldinu er þess vænst að tillit verði tekið til ábendinga og athugasemda eins og raunhæft þykir, og haldið áfram við vinnslu og þróun skipulagstillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til að að tillagan verði klár til auglýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar þann 20. apríl 2022.
11. 2203366 - Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að vilyrðisumsókn verði samþykkt til handa Mjölni þegar deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi.
12. 2203207 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að björgunarsveitinni verði veitt vilyrði fyrir lóðinni Hafnarbrú 1, eða stofnuð verði ný lóð, Hafnarbrú 5.
13. 2203320 - Vilyrði fyrir lóð
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að umrætt svæði í eigu Árborgar er innan Flóahrepps. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrætt svæði og því telur nefndin ótímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á svæðinu. Erindinu því frestað að svo stöddu.
Fundargerð
14. 2203017F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88
88. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa dags. 30.3.2022
14.1. 2203237 - Björkurstekkur 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Guðmundar Garðars Sigfússonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 256,6m2 og 929,7m3
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
14.2. 2203245 - Ástjörn 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson fyrir hönd Silfurafls ehf. sækir um leyfi til að byggja 23 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 1878,4m2 og 5.608,3m3
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Umsækjandi hefur ekki boðið Sveitarfélaginu Árborg að ganga inni í kaup á byggingarrétti eins og áskilið er í kaupsamningi vegna byggingarréttar frá árinu 2006.
Afgreiðslu er frestað.

Niðurstaða þessa fundar
14.3. 2203284 - Engjavegur 56a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson fyrir hönd Gesthús Selfossi ehf. sækir um leyfi til að byggja frístundahús. Helstu stærðir eru; 52.0m2 og 166,4m3
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingin flokkast sem gistihús en ekki frístundahús og er því í umfangsflokki 2. Áformin eru ekki í samræmi við deiliskipulag og uppfylla ekki kröfur um algilda hönnun.
Hafnað.
Niðurstaða þessa fundar
14.4. 2203337 - Hraunhólar 10-12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson fyrir hönd Víðis Freys Guðmundssonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss.
Breytingin felst í að innrétta íbúðarrými í bílskúr
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar
14.5. 2203339 - Móstekkur 14-16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Landmanna ehf. sækir um leyfi til að byggja 10 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 884,4m2 og 2.823,0m3
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulagsbreyting hefur ekki verið birt í B-deild.
Greinargerðir hönnuðar s.b.r. byggingareglugerð gr. 2.4.1, 4.2.2 og 4.5.3 hafa ekki borist með umsókn eins og tilskilið er.
Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar
14.6. 2203338 - Björkurstekkur 64 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson fyrir hönd Sveins Gíslasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 256,5m2 og 945,7m3
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
14.7. 2203357 - Norðurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnunarstjóri f.h. Gústafs Lilliendahls sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir 307,7 m2 og 1.065,5 m3.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
14.8. 2203340 - Austurhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Nova hf. sækir um leyfi til að reisa fjarskiptamastur.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og fellur undir gr. 2.3.4 í byggingarreglugerð.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Niðurstaða þessa fundar
14.9. 2203332 - Hulduhóll 39 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Gunnar Erlingsson og Gróa Skúladóttir tilkynna um byggingu 9 m2 smáhýsis á lóð. Fyrirhugað er að húsið standi 2 m frá lóðamörkum.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin fellur undir minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi skv. byggingareglugerð gr. 2.3.5.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar að Hulduhól 49 um að smáhýsið verði staðsett nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku tilkynningar.
Niðurstaða þessa fundar
14.10. 2203336 - Ólafsvellir 7 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Agnes Lind Jónsdóttir tilkynnir um byggingu smáhýsis á lóð.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin fellur undir minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.5.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar að Ólafsvöllum 5 um að smáhýsið verði staðsett nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku tilkynningar.
Niðurstaða þessa fundar
14.11. 2203348 - Bjarmaland 12 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Gerda Tyscenko tilkynnir um byggingu smáhýsis og skjólveggjar á lóð.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin fellur undir minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi skv. byggingareglugerð gr. 2.3.5.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða að Bjarmalandi 10 og 14 um að smáhýsið verði staðsett nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku tilkynningar.
Niðurstaða þessa fundar
14.12. 2203360 - Norðurhólar 1 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Arnar Jónsson f.h. Sveitarfélagsins Árborg tilkynnir um uppsetningu 4,5m masturs á Sunnulækjarskóla.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Framkvæmdin fellur í umfangsflokk 1 og er er háð byggingarheimild.

Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Niðurstaða þessa fundar
14.13. 2203262 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Hársnyrtistofu Elísabetar Grænumörk 5
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Hársnyrtistofu Elísabetar, Grænumörk 5.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemi þjónustumiðstöðar að Grænumörk 5 er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins þ.á.m. rekstur hársnyrtistofu.
Þjónustumiðstöðin er með fastanúmer F2219102.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endunýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
14.14. 2202158 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Samúelson Matbar Eyravegi 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Samúelson Matbar, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.15. 2202153 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Menam Drago Dim Sum Eyravegi 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Menam Drago Dim Sum, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.16. 2202221 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Flatey Pizza Eyravegi 1.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Flatey Pizza, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.17. 2202159 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Smiðjan brugghús Eyravegi 1.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Smiðjan brugghús, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.18. 2202150 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Mjólkurbúið Mathöll Eyravegi 1.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Mjólkurbúið Mathöll, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.19. 2202149 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Takkó, Romano Eyravegi1.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Takkó, Romano, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
14.20. 2202148 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Ísey skyr bar og Skyrland. Eyravegi 1.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Ísey Skyr Bars, Eyravegi 1.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort húsakynnin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar.
Niðurstaða 88. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica