Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 2

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
22.06.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Ari B. Thorarensen varamaður, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206048 - Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026
Tillaga frá 1. fundi bæjarráðs, frá 14. júní sl. liður 1 . Ráðningarsamningur bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026.

Ráðningarsamningur Sveitarfélagsins Árborgar við Fjólu St. Kristinsdóttur um starf bæjarstjóra til 31. maí 2024 lagður fram til samþykktar bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkti ráðningasamning við bæjarstjóra með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúi S-lista sat hjá.

Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar falið að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarstjórn.

Fjóla St. Kristinsdóttir,D-lista víkur af fundi og Ari B. Thorarensen, D-lista tekur sæti.

Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls.

Ráðningarsamningur við Fjólu St. Kristinsdóttur er lagður fram til samþykktar og samþykktur með 6 atkvæðum, 2 fulltrúar S-lista, 2 fulltrúar B-lista og einn fulltrúi Á-lista sitja hjá.

Ari B. Thorarensen, D-lista víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista tekur sæti.
Undirritaður ráðningarsamningur við bæjarstjóra.pdf
2. 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2022-2026
Síðari umræða.
Lagt er til að samþykkja breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2022-2026.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
tillaga til breytinga á bæjarmálasamþykkt (1).pdf
3. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl. liður 2. Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20.10.2021, að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun var í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar send tillaga til yfirferðar, og gerði stofnunin í bréfi dags. 16.12.2021 nokkrar athugasemdir, sem var brugðist við. Tillagan var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga, í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu , Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar auk tengingar við vefsvæði ráðgjafafyrirtækisins Eflu. Borist hafa umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum auk nokkurra frá almennum borgurum.
Í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010, liggur fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar samantekt á athugasemdum og einnig tillögur að svörum við athugasemdum og ábendingum. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögu í kjölfar ábendinga og athugasemda umsagnaraðila og almennrar borgara.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Nefndin taldi að þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu eftir að auglýsingu lauk, séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli að nýju.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að svara þeima athugasemdum og ábendingum sem fram hafa komið, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 1. og 2. mgr. 32.gr. skipulagslaga.

Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Bæjarstjórn Árborgar telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu eftir að auglýsingu lauk, séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli að nýju.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að svara þeima athugasemdum og ábendingum sem fram hafa komið, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
2839-111-ASK-003-V01-Árborg.pdf
2839-111-ASK-004-V01-Selfoss.pdf
2839-111-ASK-005-V01-Eyrabakki.pdf
2839-111-GRG-001-V06-Greinargerð.pdf
FlokkunVegaArb.pdf
Landbunadarland1.pdf
4. 1804013 - Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 15. júní sl., liður 4. Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67

Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna lagði fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Austurveg 67, á Selfossi.
Deiliskipulagstillagan var til meðferðar hjá sveitarfélaginu 2018, var auglýst í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010, en var ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda, þar sem gerðar voru athugasemdir/ábendingar af háflu Skipulagsstofnunar. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Staðsetning lóðarinnar er við gatnamót Laugardælavegar og Austurvegar, austast á Selfossi og er stærð lóðar um 25.000 m2. Svæði deiliskipulags afmarkast af Laugardælavegi í austri Austurvegi í suðri en að öðru leyti að lóð Mjólkursamsölunnar að Austurvegi 65. Aðkoma að svæðinu er um Laugardælaveg með tveimur tengingum. Austurhluti svæðisins er skermað af með jarðvegsmönum og trjáröðum, auk þess er það afgirt. Tildrög deiliskipulags eru fram komin vegna ört stækkandi byggðar Sveitarfélagsins Árborgar og vegna óhentugar staðsetningar á núverandi hitaveitudælustöð, og hafa Selfossveitur ákveðið að hefja vinnu við að koma fyrir nýrri dælustöð fyrir hitaveitu á núverandi lóð Selfossveitna að Austurvegi 67 á Selfossi. Mun dælustöð þessi þjóna sem aðaldælustöð veitunnar ásamt því að fyrirhugað er að koma stjórnstöð Selfossveitna fyrir í sama húsnæði. Höfuðmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að auka svigrúm uppbyggingar á lóð Selfossveitna til að auka afkastagetu og rekstraröryggi afhendingar á heitu vatni. Þá gerir tillagan ráð fyrir 4 byggingarreitum sem munu þjóna framkvæmda- og veitusviði, skipulags- og byggingardeild, ásamt þjónustumiðstöð Árborgar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún yrði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
17285-Dsk-Austurvegur 67-uppdr (ID 59803).pdf
5. 2206095 - Eyði-Sandvík - Deiliskipulag
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl. liður 14. Eyði-Sandvík - Deiliskipulag

Brynja Rán Egilsdóttir f.h. landeigenda lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyði-Sandvík land 1. Landnr. 203553. Tillaga tekur til rúmlega 9 ha lands og er gert ráð fyrir heimild til byggingar íbúðarhúss og bílskúrs allt að 400m2 og gestahúsi allt að 80 m2, með mænishæð húsa allt að 5,5m.
Þá verður heimilt að reisa útihús/skemmu allt að 600m2, með mænishæð allt að 8,0m. Aðkoma að landspildunni er af Votmúlavegi nr.310 og um nýja heimreið austan við Eyði-Sandvík. Tillagan gerði ráð fyrir að heiti deiliskipulagssvæðis verði framvegis Beykiskógar.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 og einnig endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er á lokavinnslustigi skipulagsferlis.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan yrði samþykkt og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Axel Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu máls.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
9527-100440-01-DSK-V06-Eyði-Sandvík-DSK.pdf
6. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning 1 aðal- og varafulltrúa á aðalfund Bergrisans þar sem Sveitarfélagið Árborg á 13 fulltrúa en ekki 12 eins og kosið var um á 1. fundi bæjarstjórnar.
Lagt er til að Díana Lind Sigurjónsdóttir verði aðalmaður og Gísli Guðjónsson verði varamaður.

Tillagan er borin undir atkvæðum og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
7. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Tillaga frá 148. fundi bæjarráðs frá 5. maí sl. liður 3. Faghópur um leikskóla. Minnisblað frá faghóp um málefni leikskóla í Árborg, dags. 26. apríl, um næstu skef í fjölgun leikskóladeilda í Árborg.
Bæjarráð samþykkti tillögu faghóps og lagði til við bæjarstjórn að hluti húsnæðisins við Stekkjaskóla yrði aðlagað þannig að það nýttist sem 2-3 leikskóladeildir snemma árs 2023. Samhliða yrði farið í að undirbúa hönnun og byggingu allt að 6 leikskóladeilda á auðri lóð við Jötunheima. Þannig yrði leikskólinn Jötunheimar allt að 12 deildir fullbyggður.

Ellý Tómasdóttir, B-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista taka til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð þakka faghópi um leikskólamál fyrir góða vinnu og tillögur um næstu skref í uppbyggingu og fjölgun leikskólarýma í Svf. Árborg. Þrátt fyrir að á síðasta kjörtímabili hafi leikskólarýmum fjölgað um 180, fleiri en á nokkru sinni fyrr, þá er nauðsynlegt að vinna áfram að frekari uppbyggingu og úrbótum á aðstöðu í leikskólanna í sveitarfélaginu. Undirrituð leggja til að starfshópnum verði falið að vinna áfram og þá sérstaklega með það fyrir augum að koma með tillögur að úrbótum varðandi færanlegt kennsluhúsnæði við leikskólana Árbæ og Álfheima sem komið er til ára sinna.

Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
8. 2206157 - Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála.
Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 24. ágúst næstkomandi.

Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefði ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
9. 2206009F - Bæjarráð - 1
1. fundur haldinn 14. júní.
Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls undir lið nr. 17. - Fyrirspurn - verkefni formanns bæjarráðs.

Arnar Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista taka til máls undir lið nr. 2. -Skipulagsbreytingar á UT deild.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica