Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 105

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.02.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2101458 - Beiðni um endurskoðun úthlutunar námsgagna til nemenda
Tillaga frá 30. fundi fræðslunefndar, frá 10. febrúar sl., liður 3. Beiðni um endurskoðun úthlutunar námsgagna til nemenda.

Fræðslunefnd þakkaði erindið og vísaði því til frekari umfjöllunar í bæjarráði og á samstarfsvettvangi skólastjóra.

Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldusviðs til frekari skoðunar þannig að leggja megi mat á hugsanleg afföll og skoða valkosti sem komið gætu til greina.
Beiðni kennara Vallaskóla um endurskoðun úthlutunar námsgagna.pdf
2. 2101338 - Rekstrarleyfisumsögn - Guesthouse near Selfoss - Gestahús
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 22. janúar, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II minna gistiheimili að Norðurgötu 3, Selfossi. Umsækjandi var Erlingus ehf.

Skipulags- og byggingarnefnd gerði ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
Rekstrarleyfisumsókn - Guesthouse near Selfoss Gestahús.pdf
3. 2102225 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 2. febrúar, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.
Bæjarráð samþykkir að Anpró ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.

Gunnar Egilson, D-lista, greiddi atkvæði á móti tillögu formanns um að vilyrði yrði veitt og lét bóka eftirfarandi: "Undirritaður er ekki mótfallinn því að fyrirtækið fái úthlutað umræddri lóð en telur að gæta þurfi jafnræðis við úthlutun lóða."
Háheiði 15.pdf
Reglur-um-uthlutun-loda-i-Arborg-uppfaert.pdf
4. 2011157 - Umsókn um kaup eða leigu á landi - jörðin Borg
Erindi frá Geotækni ehf. þar sem óskað var eftir að drög að leigusamningi á landi í eigu Sveitarfélagsins Árborgar, jörðin Borg III, landnr. 210187 verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. desember sl., að leigja GeoTækni ehf. umrætt land til grænnar nýsköpunar og óskaði eftir drögum að leigusamningi til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi, dags. 17. febrúar 2021, og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
5. 1810218 - Erindisbréf - Samþykktir hverfisráða Árborgar
Málið var áður á dagskrá 4. febrúar sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir að samþykktirnar yrðu endurskoðaðar og vísaði málinu til bæjarritara til úrvinnslu.
Bæjarráð óskar eftir að núverandi fulltrúar í hverfisráðum sitji áfram til vors og verða þá ný ráð skipuð í maí samkvæmt nýjum, endurskoðuðum samþykktum. Fram að þeim tíma verða samþykktir hverfisráða til endurskoðunar.
Fundargerðir
6. 2102007F - Félagsmálanefnd - 22
22. fundur haldinn 9. febrúar.
7. 2101032F - Skipulags og byggingarnefnd - 61
61. fundur haldinn 10. febrúar.
8. 2102008F - Fræðslunefnd - 30
30. fundur haldinn 10. febrúar.
9. 2102009F - Eigna- og veitunefnd - 39
39. fundur haldinn 10. febrúar.
10. 2102016F - Frístunda- og menningarnefnd - 19
19. fundur haldinn 15. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
11. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
567. fundur haldinn 5. febrúar.
12. 2102210 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2021-2022
10. fundur haldinn 9. febrúar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica