Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 114

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
26.04.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, aðstoðar byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2008082 - Álalækur 1-3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Húsfélags Álalæk 1-3 sækir um leyfi til að byggja svalalokanir á allar svalir.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
2. 2301132 - Bjarmaland - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd Huga Freys Valssonar sækir um leyfi til að byggja hæð ofan á hluta eldra húss. Málið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr.110 og var vísað til skipulagsnefndar. Helstu stærðir eru; 68,8 m² og 238,1 m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og hefur verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur verði lagfærður. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
3. 2304257 - Eystri-Hólmur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sveinn Valdimarsson hönnuður fyrir hönd Hörpu Eiríksdóttur sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við eldra húss.
Helstu stærðir eru; 74,6 m² og 220,1 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
4. 2304307 - Eyði-Sandvík - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Ólaf Inga Sigurmundsson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Helstu stærðir eru; 39,2 m² og 140,6 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
5. 2304006 - Gagnheiði 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnea Þóra Guðmundsson hönnuður fyrir hönd Agnars Péturssonar sækir um leyfi til breytinga innan húss og utan.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
6. 2304127 - Grashagi 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Valgerðar Pálsdóttur sækir um leyfi til að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
7. 2303688 - Heiðarbrún 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Einar V. Tryggvason hönnuður fyrir hönd Ingvars Gunnarssonar sækir um leyfi til að breyta bílskúr í íbúðarhús og skipta lóð í tvennt með sameiginlegri aðkomu.
Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.
8. 2301359 - Litla-Hraun fangelsi - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Heba Hertervig hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar vegna breytinga innanhúss á matshluta 14 á Litla Hrauni.
Umsóknin var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 111 og var samþykkt breytingar tengt mhl 01 & 07.
Um er að ræða fyrsta áfanga í gagngerum endurbótum og uppbyggingu á Litla-Hrauni.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir eldvarnareftirlits B.Á. vegna brunahönnunar og athugasemdir byggingarfulltrúa . Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
9. 2303744 - Norðurbraut 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson hönnuður fyrir hönd Bjarna Guðna Halldórssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og stakstæðan bílskúr. Helstu stærðir eru; 222,0 m² og 679,9 m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag.
Hönnunargögn eru ófullnægjandi.
10. 2304326 - Norðurbraut 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson hönnuður fyrir hönd Harðar B. Hjartarsonar sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús.
Helstu stærðir eru; 30,8 m² og 118,2 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er ekki í samræmi við deiliskipulag.
Hönnunargögn eru ófullnægjandi.
11. 2303687 - Norðurgata 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson hönnuður fyrir hönd Hallgríms Sigurðsson sækir um leyfi til að byggja skemmu.
Helstu stærðir eru; 178,3 m² og 830,1 m³.

Erindinu er hafnað vegna óleyfisframkvæmda á lóð.
12. 2304097 - Norðurleið 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd Óla Þorleif Óskarsson sækir um leyfi til að byggja 4 íbúðarhús.
Helstu stærðir eru; 396,8 m² og 1262,8 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er ekki í samræmi við deiliskipulag.
13. 2105511 - Suðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar. Málið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 65 og hefur verið gefið út byggingarleyfi.
Stærðir: 344,1 m² og 1.158,2m³.

Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti með fyrirvara á að aðaluppdrátturinn verði lagfærður í samræmi við athugasemdir.
14. 2304137 - Suðurleið 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ. Ingólfsson hönnuður fyrir hönd Myrkraborgir ehf. sækir um leyfi til að byggja 2 hæða einbýlishús.
Helstu stærðir eru; 209,6 m² og 567,1 m³.

Erindinu er hafnað vegna óleyfisframkvæmda á lóð.
15. 2304306 - Tilkynning um samþykki nágranna vegna smáhýsis - Tjaldhólar 1
Sverrir Ólafsson og Ellý Helga Gunnarsdóttir tilkynna um samþykki nágranna að Hrafnhólum 2 vegna áforma um að byggja smáhýsi á lóð sinni.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
16. 2304267 - Fyrirsprn um sólskála - Fagraland 16
Sigurjón Dan Vilhjálmsson óskar eftir leyfi til þess að byggja sólskála við Fagraland 16.
Samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir, erindinu er hafnað.
17. 2303754 - Stöðuleyfi - Byggðarhorn 32
Ottó Sturluson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem verður notaður sem verkfærageymsla að Byggðarhorni 32.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi í 12 mánuði þ.e. 01.05.2023-01.05.2024 þar sem að byggingarframkvæmdum er ólokið.
18. 2304244 - Umsókn um stöðuleyfi - Hrísmýri 7
Kraftvélar ehf sækir um stöðuleyfi fyrir 10 feta gám sem verður notaður sem skifstofugám að Hrísmýri 7.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Hrísmýri 7.

Erindinu hafnað.
19. 2304259 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 48
Örlygur Sævarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám vegna fyrirhugaðra framkvæmda og skógrækar á Suðurbraut 48. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 07.04.2023-05.04.2024
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurbraut 48.

Erindinu hafnað.
20. 2304192 - Rekstrarleyfisumsögn - Strandgata 5 Stokkseyri - Skálavík
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II fyrir minni gistiheimili.
Byggingarfulltrúi staðfestir að notkun fasteignarinnar er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og að húsið hefur staðist lokaúttekt. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
Grenndarkynna skal fyrir eigendum Sandgerðis 1 og 2
21. 2304287 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Þjónustumiðstöð aldraðra Grænumörk
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Þjónustumiðstöð aldraðra.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.
22. 2304076 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Trio apartment Smáratún 7
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir nýja gistiþjónustu.
Gistiþjónusta er ekki í samræmi við samþykkta notkun hús. Rekstrarleyfi hefur ekki verið gefið út vegna gistiþjónustu.
23. 2304364 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfisumsókn fyrir bifreiðarverkstæði Hellismýri 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir Bíltak vegna mengandi reksturs.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica