Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 146

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
16.10.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og kom Axel Sigurðsson, Á-lista inn á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út september 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. 2509431 - Menningarsalur Suðurlands í Hótel Selfoss
Afgreiðslu málsins var frestað á 145. fundi bæjarráðs.
Lagt er fram uppfært minnisblað bæjarstjóra og bæjarritara, dags. 13. október, vegna menningarsalar.

Eftir ítarlega skoðun og samráð við við menningar-, nýsköpurnar- og háskólaráðuneytið er lagt til að horft verði til nýrra valkosta á Selfossi, fyrir menningarsal Suðurlands.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignarhluta Sveitarfélagsins Árborgar í Eyravegi 2, fasteigna nr. 226-8516, til sölu. Húsnæðið er 1.019m2 rými sem var byggt sem leikhús, en hefur aldrei verið innréttað og er því fokhelt að innan. Óskað verður eftir tilboðum í húsnæðið og áskilur Sveitarfélagið Árborg sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Samþykkt
3. 2510189 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - reglur um stofnframlög
Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista, dags. 13. október.

Undirrituð leggur til að mótaðar verði reglur um stofnframlög fyrir Svf. Árborg.

Rökstuðningur:
Veiting stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði séu leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og önnur þau sem ekki geta séð sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Afar mikilvægt er að skýr rammi sé utan um umsóknir um stofnframlög, hvernig skal forgangsraða þeim umsóknum sem berast og að tryggt sé að gert sé ráð fyrir stofnframlögum í fjárhagsáætlun hvers árs.

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.

Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á fjölskyldusviði og stjórnsýslu- og fjármálasviði.


Samþykkt
Tölvupóstur - reglur um stofnframlög fyrir Svf. Árborg.pdf
4. 2405205 - Farsældarráð á Suðurlandi
Drög að samstarfsyfirlýsingu um farsældarráð á Suðurlandi.
Bæjarráð staðfestir samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.
Samþykkt
5. 2510096 - Kvennafrídagur 2025 - Kvennaverkfall 50 ára
Erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025, dags. 6. október, þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt að mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem verða í gangi að þessu tilefni í sveitafélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Bæjarráð tekur undir meginmarkmið Kvennaársins og kvennaverkfallsins, að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli metin að verðleikum og að raunverulegt jafnrétti verði tryggt í samfélaginu.

Bæjarráð hvetur konur og kvár til að taka þátt í skipulagðri dagskrá dagsins þar sem því verður við komið og felur bæjarstjóra í samráði við forstöðumenn stofnana að undirbúa daginn og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Ekki verði dregið af launum kvenna og kvára vegna fjarvista í tengslum við verkfallið.

Bæjarráð áréttar að ekki er um eiginlegt verkfall, í skilningi vinnulöggjafarinnar, að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur.

Bæjarráð biðlar til íbúa sveitarfélagsins að sýna mögulegum þjónustuskerðingum skilning 24. október n.k.
Samþykkt
Tölvupóstur - Kvennaverkfall 50 ára.pdf
6. 2510188 - Umsögn - frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða - veiðistjórn grásleppu, 153. mál
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 13. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál. Umsagnafrestur er til og með 27. október.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Til umsagnar 153, mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða.pdf
7. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Þar sem næsti fundur er áætlaður þegar aðalfundur SASS verður haldinn á Kirkjubæjarklaustri
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 22. október kl.13:00. Fundargögn verða send út mánudaginn 20. október.
Samþykkt
Fundargerðir
8. 2509030F - Ungmennaráð - 8/2025
8. fundur haldinn 29. september.
9. 2507018F - Öldungaráð - 11
11. fundur haldinn 29. september.
10. 2509032F - Eigna- og veitunefnd - 45
45. fundur haldinn 7. október.
11. 2509029F - Skipulagsnefnd - 51
51. fundur haldinn 8. október.
12. 2510006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 23
23. fundur haldinn 8. október.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica