|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og kom Axel Sigurðsson, Á-lista inn á fundinn. |
|
|
Almenn erindi |
1. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
2. 2509431 - Menningarsalur Suðurlands í Hótel Selfoss |
Eftir ítarlega skoðun og samráð við við menningar-, nýsköpurnar- og háskólaráðuneytið er lagt til að horft verði til nýrra valkosta á Selfossi, fyrir menningarsal Suðurlands.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignarhluta Sveitarfélagsins Árborgar í Eyravegi 2, fasteigna nr. 226-8516, til sölu. Húsnæðið er 1.019m2 rými sem var byggt sem leikhús, en hefur aldrei verið innréttað og er því fokhelt að innan. Óskað verður eftir tilboðum í húsnæðið og áskilur Sveitarfélagið Árborg sér rétt til að hafna öllum tilboðum. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2510189 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - reglur um stofnframlög |
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á fjölskyldusviði og stjórnsýslu- og fjármálasviði.
|
Samþykkt |
Tölvupóstur - reglur um stofnframlög fyrir Svf. Árborg.pdf |
|
|
|
4. 2405205 - Farsældarráð á Suðurlandi |
Bæjarráð staðfestir samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2510096 - Kvennafrídagur 2025 - Kvennaverkfall 50 ára |
Bæjarráð tekur undir meginmarkmið Kvennaársins og kvennaverkfallsins, að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli metin að verðleikum og að raunverulegt jafnrétti verði tryggt í samfélaginu.
Bæjarráð hvetur konur og kvár til að taka þátt í skipulagðri dagskrá dagsins þar sem því verður við komið og felur bæjarstjóra í samráði við forstöðumenn stofnana að undirbúa daginn og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Ekki verði dregið af launum kvenna og kvára vegna fjarvista í tengslum við verkfallið.
Bæjarráð áréttar að ekki er um eiginlegt verkfall, í skilningi vinnulöggjafarinnar, að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur.
Bæjarráð biðlar til íbúa sveitarfélagsins að sýna mögulegum þjónustuskerðingum skilning 24. október n.k. |
Samþykkt |
Tölvupóstur - Kvennaverkfall 50 ára.pdf |
|
|
|
|
7. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026 |
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 22. október kl.13:00. Fundargögn verða send út mánudaginn 20. október. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 2509030F - Ungmennaráð - 8/2025 |
|
|
|
9. 2507018F - Öldungaráð - 11 |
|
|
|
10. 2509032F - Eigna- og veitunefnd - 45 |
|
|
|
11. 2509029F - Skipulagsnefnd - 51 |
|
|
|
12. 2510006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 23 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11 |