Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 76

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
08.09.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Ari B. Thorarenssen boðaði forföll og einnig forfallaðist varamaður.

Samþykkt með afbrigðum að bæta máli nr. 11 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2107082 - Urriðalækur 14 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur með tölvupósti dags. 12.7.2021, óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa vegna umsóknar Sigríðar Mörtu Gunnarsdóttur um starfsleyfi fyrir Fótaaðgerðarstofu að Urriðalæk 14, á Selfossi.
Erindið hefur verið grenndarkynnt eigendum Urriðalækjar 8-20. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn og vísar henni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt
2. 2109047 - Fyrirspurn um nýtingu lóðar - Heiðarvegur 3
Úlfar Hróarsson f.h. óstofnaðs félags ehf, leggur fram fyrirspurn er varðar framtíðarnýtingu lóðarinnar Heiðarvegur 3, á Selfossi. Frumhugmynd gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum, 6-8 íbúðir, flatt eða einhalla þak, og hæð byggingar allt að 7m. Geymslur á lóð og nýtingarhlutfall 0,55-0,66 eða allt að 530-630m2.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Umrædd lóð verður innan skilgreinds miðsvæðis í heildarendurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu. Einnig verður lóðin innan afmarkaðs þróunarsvæðis, þar verður unnið að rammahluta aðalskipulags þar sem nánar verður gerð grein fyrir landnotkun, samgöngukerfi, þéttleika og megin eiginleikum byggðarinnar. Á svæðinu er fyrirhugað að verði blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, miðsvæðis og verslunar og þjónustustarfsemi. Því telur skipulags- og byggingarnefnd að umrædd byggingaráform samræmist ágætlega þeim fyrirætlunum.
Samþykkt
3. 2109060 - Stofnun lóðar - Nabbi 3 L166201
Margrét Sigurðardóttir, Árún Kristín Sigurðardóttir, Hannes Sigurðsson, Jens Sigurðsson og Þórður Sigurðsson leggja fram umsókn um stofnun 14225,4m2 lóðar úr landinu Nabbi L166201. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Nabbi 3.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og heitið á hinni nýju spildu.
Samþykkt
4. 2108044 - Kirkjuvegur 20 - Fyrirspurn v. byggingarleyfis fyrir bílskúr
Erindi áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 11.8.2021. Óskað er eftir að rífa núverandi bílksúr og byggja nýjan bílskúr aftar á lóð. Tillagan var grenndarkynnt íbúum á Kirkjuvegi 17,18,19 og 22 og var athugasemdafrestur gefinn til 8. september 2021.


Engar athugasemdir bárust á tíma grenndarkynningar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráform og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt
5. 2108060 - Kirkjuvegur 18 - Fyrirspurn v. byggingarleyfis fyrir íbúðarhúsnæði
Erindi áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 11.8.2021. Vigfús Þór Hróbjartsson lagði fram tillögu að byggingu tveggja hæða íbúðarhúss, auk bílskúrs. Tillagan var grenndarkynnt íbúum á Kirkjuvegi 15,16,17,19 og 20 og var athugasemdafrestur gefinn til 8. september 2021.
Fjórar athugasemdir bárust á tíma grenndarkynningar. Athugasemdir eru allar samhljóða í þremur liðum og snúa að hæð fyrirhugaðrar byggingar, þakhalla og nýtískulegu útliti. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um viðbrögð við athugasemdum. Afgreiðslu frestað.
Frestað
6. 2109076 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Tjaldsvæði Eyrarbakka
Óðinn K. Andersen umsjónamaður fasteigna hjá Árborg, óskar eftir framkvæmdaleyfi, sem felur í sér hækkun, jöfnun, tyrfingu og snyrtingar á mönum kringum tjaldstæði á Eyrarbakka, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um að nánari hönnunargögn verði lögð fram.
Samþykkt
7. 21046847 - Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1
Agreiðslu erindisins var frestað á 75. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Jórvík 1. Markmið breytingarinnar er að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa verði hækkað og heimilað verði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
8. 1808073 - Lóðarumsókn - Víkurheiði 9
Afgreiðslu erindisins var frestað á 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar og skipulagsfulltrúa falið að kanna hvort sambærileg mál séu til staðar á umræddu svæði í Víkurheiði.
Umsókn umsækjanda um úthlutun lóðarinnar Víkurheiði 9, var frestað á sínum tíma vegna breytinga á deiliskipulagi sem voru í vinnslu. Nú liggur orðið fyrir staðfest deiliskipulagsbreyting. Talsverðar breytingar urðu á lóðum innan svæðisins og umrædd lóð því ekki lengur til staðar. Því getur skipulags- og byggingarnefnd ekki samþykkt þá umsókn sem skilað var inn á sínum tíma vegna lóðarinnar Vikurheiði 9. Nefndin bendir umsækjanda á að hann sem og aðrir geta sótt um lóðir í Víkurheiði þegar þær verða auglýstar lausar til úthlutunar á næstunni.
Hafnað
9. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Ásgeir Jónsson f.h. Síld og Fiskur ehf kt. 590298-2399, leggur fram skipulagslýsingu til kynningar. Lýsingin tekur til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar,í landi Hóla, þar sem fyrirhugað er að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert er ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lýsingu, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 3.9.2021. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Lýsing mun verða send Flóahreppi, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands og öðrum umsagnaraðilum eftir þörfum.
Samþykkt
10. 2106047 - Hóp - Fyrirspurn v. uppskiptingu lóðar og byggingaráforma
Brynjar Örn Sigurðsson fyrir hönd Svövu Friðþjófsdóttur kt 091153-4089 eiganda Hópsins og Ragnheiðar Thelmu Björnsdóttur kt 110972-3859 væntanlegs eigenda útihúsanna, óskar eftir umsögn vegna fyrirhugaða skiptingu lóðar og endurbóta á útihúsum sem standa á Hópi Eyrarbakka. Meðfylgjandi eru ófullgerðar teikningar og skilgreiningar á húsunum, ásamt tillögum tæknimanna á aðferðafræði endurbótanna.

Skipulags- og byggingarnend tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um endurbyggingu. Skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar Hverfisráðs Eyrarbakka og höfunda Verndarsvæðis í byggð - Eyrarbakka.
Samþykkt
11. 2103244 - Heiðarstekkur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Í samræmi við gr. 4.8 í gildandi deiliskipulagi fyrir Björkurstykki, er hér lagður fram uppdráttur fyrir lóðarhönnun lóðarinnar Heiðarstekkur 6.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt
Fundargerð
12. 2108016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 73
12.1. 2108154 - Suðurbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tómas Helgi Tómasson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Stærðir 64,9 m2 og 215,5 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Ábyrgðaryfirlýsing múrarameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.2. 2108216 - Móstekkur 57 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Bents Larsen Fróðasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru 190,0m2 og 771,0m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.3. 2108259 - Norðurbraut 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd LNverktakar ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru 200,4m2 og 794,3m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.4. 2108262 - Austurvegur 61 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson fyrir hönd Guðmundar Egils Sigurðarsonar sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og gluggasetningu.

Á 22. fundi afgreiðslunefndar voru að undangenginni grenndarkynningu samþykkt byggingaráform vegna 55 m2 viðbyggingar. Skv. deiliskipulagi frá 2016 má byggja 3ja hæða hús á lóðinni alls 1309 m2.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt þar á meðal fjölgun íbúða úr einni í tvær.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.5. 2108269 - Björkurstekkur 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Magnúsar Sigurðssonar sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru 351,4m2 og 1477,9m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.6. 2108268 - Björkurstekkur 25-27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Karls Brynjars Larsen Fróðasonar sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru 282,0m2 og 1245,6m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.7. 2108267 - Björkurstekkur 2-4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Andra Orra Hreiðarssonar sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru 351,4m2 og 1477,9m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.8. 2108265 - Björkurstekkur 33-39 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd L1196 ehf. sækir um leyfi til að byggja raðhús. Helstu stærðir eru 533,8m2 og 2252,0m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.9. 2106333 - Eyrargata Byrgi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristján Bjarnason fyrir hönd Dana Stewart Marlin sækir um leyfi breytingum frá áður samþykktri notkun þannig að það sem samþykkt var sem íbúðarhús og geymslur verði kaffihús og vinnustofur.
Var áður á fundum 68 og 69.
Helstu stærðir eru 392,2m2 og 1.072,9m3
Eignin samanstendur af Óðinshúsi (1913), Rafstöðinni (1920) og geymslum (1918 og 1920).
Fyrir liggja samþykki Minjastofnunar sbr. bréf dags. 27.07.2021 og umsögn Eldvarnareftilits BÁ dags. 30.06.2021.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir verði lagfærðir í samræmi við umsagnir Minjastofnunar og Eldvarnareftirlits BÁ.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.10. 2105158 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson fyrir hönd Sæbýlis ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingar. Helstu stærðir eru 365,2m2 og 1159,5m3
Umsóknin var áður á 65. fundi og hefur verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.11. 2108315 - Hulduhóll 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon fyrir hönd Salómons Jónssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru 176,7m2 og 699,5m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara við að aðaluppdrættir verði leiðréttir í samræmi við athugasemdir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.12. 2107119 - Suðurbraut 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Magnús Halldórsson f.h. Finnboga Sigurgeirs Sumarliðasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu.
Helstu stærðir eru 209,1m2 og 769,7m3
Frá fundi nr. 70.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
12.13. 2108188 - Langamýri 16A - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi
Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir tilkynnir um uppsetningu 14,5 m2 smáhýsis sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð við SV horn lóðar og óskar samþykkis Árborgar vegna staðsetningar við lóðarmörk við opið svæði.
Vísað til samráðfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
12.14. 2108190 - Berghólar 26 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi
Bragi Bjarnason tilkynnir um um uppsetningu 15 m2 smáhýsis sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð. Áformuð staðsetning er norðan húss og er óskað samþykkis Árborgar vegna staðsetningar nær lóðarmörkum en 3m við opið svæði.
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
12.15. 2108196 - Þúfulækur 3 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi
Greta Sverrisdóttir tilkynnir um uppsetningu smáhýsis á lóð sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og leggur fram samþykki nágranna vegna fyrirhugaðrar staðsetningar nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúi hefur bent tilkynnanda um að leggja skuli fram samþykki fleiri nágranna vegna staðsetningar innan 3m frá lóðarmörkum.

Niðurstaða þessa fundar
12.16. 2108294 - Lyngheiði 11 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi
Ingþór Jóhann Guðmundsson tilkynnir áform um að byggja létta yfirbyggingu yfir hluta af svölum við íbúðarhús sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.5 c.
Áformin hafa verið grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. gr. 2.3.6.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.

Niðurstaða þessa fundar
12.17. 2108313 - Hulduhóll 12 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi
Jórunn Lilja Jónasdóttir tilkynnir um uppsetningu 75 m2 sólpalls, girðingar á lóðarmörkum og smáhýsis skv. gr. 2.3.5.
Samþykki nágranna hafa ekki verið lögð fram.
Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
12.18. 2108312 - Eyjasel 7 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi
Ingi S. Ingason tilkynnir um endurnýjun glugga með óverulegri breytingu sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.

Niðurstaða þessa fundar
12.19. 2108345 - Kjarrhólar 16 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi
Geirmundur Sigurðsson tilkynnir um uppsetningu smáhýsis á lóð sbr. gr. 2.3.5.
Fyrir liggur uppdráttur, samþykki nágranna og tæknilýsing á klæðningu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.

Niðurstaða þessa fundar
12.20. 2108191 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir uppskeruhátíð á Stokkseyri
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna starfsleyfisumsóknar Péturs M. Guðmundssonar f.h. hönd Brimróts Co op félagasamtaka vegna uppskeruhátíðar sem fyrirhugað er að halda á Stokkseyri 4. og 5. september nk.
Hátíðin verður í húsnæði félagsins í félagsheimilinu Gimli og á opnu svæði í miðju Stokkseyrar.
Gimli er að Hafnargötu 1, Stokkseyri, skráð notkun er bókasafn en breytt notkun var samþykkt árið 2011 í almenningsþjónustu (Félagssheimili og félagsmiðstöð).

Byggingarfulltrúi staðfestir að áformuð afnot af húsnæðinu eru í samræmi við samþykkta notkun þess og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
12.21. 2108202 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir rekstur leiksvæðis við Hólatjörn
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir rekstur leiksvæðis.

Framkvæmdaleyfi var gefið út 1. október 2020.
Aðalskoðun leiksvæðisins skv. reglugerð 942/2002 fer fram fyrir 10. september.
Byggingarfulltrúi veitir umsögn að fenginni aðalskoðunarskýrslu og öryggis/lokaúttekt.


Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica