Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 42

Haldinn í Byggðasafni Árnesinga, Búðarstíg 22, Eyrarbakka,
15.12.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun á vegum Bergrisans bs. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21046847 - Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1
Tillaga af 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember sl. liður 2. Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021, að auglýsa 2 tillögu að breytingu deiliskipulags íbúðabyggðar í landi Jórvíkur, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar var að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerði ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa yrði hækkað og heimilað yrði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. með áberandi hætti í Dagskránni, Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og á heimasíðu Árborgar þann 22.9.2021, með athugasemdafresti til 3.11.2021.

Athugasemdir bárust frá einum aðila, Ragnari Viðarssyni, með tölvupósti, dags 11.10.2021. Helstu athugasemdir Ragnars snéru að markmiðum deiliskipulagsbreytingar m.t.t. fjölda íbúða, göngu- og hjólaleiðum, grenndargámum, staðsetningu húsa á lóðum, hljóðvistarmálum, umferðargreiningu, verslunar-og þjónustu auk umferðarþunga.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkaði Ragnari fyrir hugleiðingar og athugasemdir, og svaraði eftirfarandi:
Markmið deiliskipulagsbreytingar:
Varðandi tölur um fjölda íbúða þá virðist sem blandað sé saman íbúðafjölda alls svæðisins við íbúðafjölda á svæðunum sem breytingin nær til. Fjöldi íbúða á svæðunum sem breytingin nær til er 144 en verður eftir breytingu 228. Fjöldi íbúða alls svæðisins fyrir breytingu er 296 en verður 368. Þetta kemur nokkuð skýrt fram í skýringatexta á uppdrætti.
Vægi bíla í skipulagi er minnkað á þann hátt að bílastæðum er ekki fjölgað jafn mikið og fjölda íbúða.
Varðandi göngu- og hjólaleiðir:
Ekki er verið að breyta legu göngustíga í breytingartillögunni.
Vegna grenndargáma:
Ekki er verið að breyta neinu varðandi grenndargáma. Farið var sérstaklega yfir þörf fyrir grenndargáma á svæðinu. Í greinargerð skipulagsins er fjallað um möguleikann á að setja upp fleiri grenndargáma þar sem akvegir þvera græn svæði ef þurfa þykir í framtíðinni.
Staðsetning húsa á lóðum:
Ekki um að ræða neina breytingu á þætti er varðar staðsetningu húsa á lóðum í breytingatillögu.
Vegna Hljóðvistar:
Ekki var talin þörf á hljóðvistargreiningu við gerð skipulags Jórvíkur og Björk 2. Það byggir á þeirri reynslu við vinnslu Björkurstykkis, skoðaði EFLA þau mál og töldu einungis þörf á að skoða hljóðvist meðfram Suðurhólum, og tók það skipulag mið af því. Jórvíkursvæðið og Björk 2 liggja ekki meðfram Suðurhólum og því var ekki gerð frekari hljóðvistargreining. Við skipulag Bjarkar 2 var stuðst við fjarlægðarmörk varðandi fjarlægð frá Hólastekk eins og Suðurhóla. Fullyrðingar sem koma fram í athugasemd um þau mál eru því rangar og hafa ekki með breytinguna að gera.
Umferðargreining:
Rétt er að ekki var gerð sérstök umferðargreining fyrir hverfið, frekar en Björkurstykkið eða önnur skipulögð íbúðahverfi. Hins vegar er í athugasemd dregin röng ályktun að umferð frá hverfinu fari öll á Suðurhóla. Strangt til tekið tengist hverfið ekki við Suðurhóla heldur Hólastekk sem mun taka að einhverju leyti við hlutverki Suðurhóla. Í skipulaginu er einnig gert grein fyrir tenginum við Björk 2 og fleiri tengingum þaðan við Hólastekk. Ályktun sem kemur fram í athugasemd um 1-3 bíla pr. íbúð er kannski vafasöm og hugsanlega ýkt þar sem að einmitt í gegnum skipulag (fjölda bílastæði) er ekki gert ráð fyrir fleiri en 3 einum bíl á hverja íbúð undir 80 m2.
Verslun- og þjónusta:
Hægt er að taka undir áhyggjur sem koma fram í athugasemd af engri þjónustu í úthverfum bæjarins en bent á að ekki hefur verið ásókn í þá lóð sem hefur verið í boði fyrir þjónustu.
Skipulagsnefnd telur að kanna þurfi sérstaklega ábendingar er varða samþjöppun verslunar á Miðbæ og Austurveg, og hvaða lausnir gætu hentað til að stemma stigu við auknu umferðarálagi á hverfi og á miðkjarna Selfoss.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við og 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 42. gr . skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Jórvík1 - DSK - tillaga að breytingu.pdf
Jórvík1 - DSK - tillaga að breytingu - skýringauppdráttur.pdf
2. 2111411 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurbyggð II
Tillaga frá 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember sl. liður 5. Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurbyggð II
Anne Brun Hansen frá Eflu, lagði fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Austurbyggðar II.
Deiliskipulagsbreytingin fól í sér að afmörkuð er 43m2 lóð fyrir spennistöð, á opnu svæði austan við enda götunnar Gljúfurland. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. 4 skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi.
Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu.
Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B - deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8428-001-DSK-002-óveruleg dsk-breyting 2021-11-26.pdf
3. 2111402 - Dalbæjarland Stokkseyri - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Tillaga af 82. fundi skipilags- og byggingarnefndar frá 1. desember sl. liður 6. Dalbæjarland Stokkseyri - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Dalbæjarlands á Stokkseyri. Breytingin fól í sér að afmörkun skipulagssvæðis var breytt til samræmis við samþykkt deiliskipulag fyrir Tjarnarstíg. Ekki var um aðrar breytingar á skipulaginu að ræða.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Dalbæjarland DSK.pdf
4. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafresti deiliskipulagsbreytingarinnar lauk, er málsmeðferð skipulagsins ógild sbr. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þarf að endurtaka málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga að teknu tilliti athugasemda frá Skipulagsstofnun sem fram koma í bréfi stofnunarinnar, dags. 29. nóvember sl.
Málið verður tekið til afgreiðslu á fundi skipulags- og byggingarnefndar 15. desember nk. og ætti því tillaga nefndarinnar að liggja fyrir þegar fundur bæjarstjórnar verður settur.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 15. desember var eftirfarandi bókað:

Batteríið Arkitektar lögðu fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka og Austurvegar 65, Árborg.
Gildandi deiliskipulag var frá árinu 2007 og breytt 2008.
Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi, bæði að vestan og austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Víðsýnt er frá svæðinu yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 24 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið. Reiturinn er í dag grassvæði með lágum trjágróðri næst byggðinni. Stutt er í útivistarsvæði við Ölfusá og golfvöllinn á Svarfhóli.
Meginmarkmið við gerð deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið er að mæta eftirspurn fyrir íbúðir í Árborg með því að þróa þar aðlaðandi og eftirsóknarverða byggð sem tekur mið af landkostum og þeirri staðreynd að svæðið verður í beinum tengslum við útivistarsvæði og ósnortna náttúru, samhliða því að ná fram sem bestri nýtingu svæðisins og skapa þannig hagstæðar fjárhagslegar forsendur fyrir uppbyggingu og rekstur.
Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Meginhluti bygginga á breyttu skipulagssvæði verða 1-2 hæða sérbýli (einbýlishús, parhús og raðhús). Á norðvesturhluta svæðisins verða 3-5 hæða fjölbýlishús. Áhersla er lögð á að sem flestir íbúar njóti í senn rólegs umhverfis og útsýnis. Hús sem standa sem næst óhreyfðu landi að Ölfusá mynda lágreista, stakstæða, einnar hæðar byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir fjölbreyttri og lágreistri byggð á stærsta hluta svæðisins en eru 3-5 hæðir í norðaustur horninu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 25% íbúðanna verða í sérbýli, og um 75% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir íbúðabyggð með almennum íbúðum. Auk íbúðanna er gert ráð fyrir leikskóla á svæðinu. Á svæðinu verða íbúðir fyrir eldra fólk auk þess að gert er ráð fyrir einu sambýli.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
1715-01-DEILISKIPULAGSBREYTING.pdf
5. 1901289 - Reglur um leikskólaþjónustu
Tillaga af 39. fundi fræðslunefndar frá 8. desember, liður 2. Reglur um leikskólaþjónustu.

Fræðslunefnd samþykkti tillögur að breytingum á reglunum að undanskildum breytingum sem snúa að haust- og vetrarfríum og dymbilviku, þ.e. þar sem lagt var til niðurfelling á leikskólagjöldum á þessum dögum þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2022.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar með þeim breytingum sem fræðslunefnd hefur lagt til.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um leikskóla Árborgar leiðr.pdf
6. 2112189 - Bílastæði - Austurvegur 6-10
Í 3. gr. viðauka við samkomulag milli Svf. Árborgar og Sigtúns þróunarfélags um uppbyggingu alhliða miðbæjarstarfssemi og ferðaþjónustu í miðbæ Selfoss, dags. 2. júní 2020 kemur fram að SÞ afsali eignarhluta sínum í öllum lóðum til Árborgar gegn því að fá lóðarleigusamninga um lóðirnar eins og þær eru afmarkaðar í deiliskipulagi, að frátaldri þeirri lóð sem eigendur Austurvegs 6-10 fá afsalað undir bílastæði á svokölluðum Sigtúnsreit, sbr. samning þar um.

Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Sveitarfélagsins Árborgar, eigenda að Austurvegi 6-10 um bílastæði og Sigtúns þróunarfélags um lausnir vegna svæðisins. Til að hægt sé að uppfylla ákvæði fyrrgreinds viðaukasamkomulags frá 2. júní 2020 leggja aðilar málsins til að samkomulagi um að legu lóðarinnar við Austurveg 8a, á Selfossi verði breytt í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Til að svo megi verða er lagt til við bæjarstjórn að samþykkja það að Sveitarfélagið Árborg gefi út afsal til eigendanna að Austurvegi 6-10 um lóðina Austurveg 8a eftir að legu hennar verður breytt skv. deiliskipulagi, gegn því að Sigtún þróunarfélag afsali sínum lóðum á sama götureit til Sveitarfélagsins Árborgar og að samkomulag milli Sigtúns þróunarfélags og eigenda Austurvegs 6-10 vegna bílastæða verði undirritað.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls.

Lagt er til að samþykkt verði að lóðinni Austurvegi 8a, F2340439, L188750, stærð 1.5 verði afsalað til:
Arion banki hf., kt. 581008-0150, eignarhlutfall vegna F2185388 er 13,79% og eignarhlutfall vegna F2238413 er 33,33%.
Kvika banki hf., kt. 540502-2930, eignarhlutfall 7,07%.
Heimaland ehf., kt. 410615-0610, eignarhlutfall 9,36%.
Tákn ehf., kt. 480403-2070, eignarhlutfall 5,27%.
Selfoss fasteignir ehf., kt. 490800-2980, eignarhlutfall vegna F2249240 er 5,27% og
eignarhlutfall vegna F2249245 er 0,44%.
Moshóll ehf., kt. 451201-2980, eignarhlutfall 0,47%.
Kjarna-bókhald ehf., kt. 680385-0689, eignarhlutfall 2,05%.
Hátak ehf., kt. 461004-2020, eignarhlutfall 0,70%.
Óðinn, sjálfstæðisflokksfélag kt. 691183-1069, eignarhlutfall 2,70%.
Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, eignarhlutfall 5,13%.
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010, eignarhlutfall 14,42%.
og að bæjarstjóra, Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, verði veitt umboð til að undirrita afsalið og öll önnur skjöl er tengjast afsali þessu og samkomulagi milli aðila.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Þá er lagt til að bæjarstjóra, Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779 verði veitt fullt umboð til að undirrita afsal og önnur skjöl þar sem Sigtún Þróunarfélag afsalar til Sveitarfélagsins eftirtöldum eignum í samræmi við samkomulag það sem gert var um alhliða miðbæjarstarfssemi og ferðaþjónustu í miðbæ Selfoss, dags 28. júlí 2017
Sigtún 5, F2340661, L175491, skráð stærð 652 m2
Sigtún 5a, F2340662, L175492, skráð stærð 648 m2
Sigtún 5b, F2340663, L175493, skráð stærð 1.152 m2
Tryggvagata 8, F2187454, F2187455, L162813, skráð stærð 440 m2
Tryggvagata 12a, F2340674, L205294, skráð stærð 532 m2
Tryggvagata 12, F2187459, L162816, skráð stærð 475 m2
Tryggvagata 10, F2340673, L162815, skráð stærð 665 m2

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7. 21101765 - Stofnun frumkvöðlaseturs á Selfossi
Tillaga frá 133. fundi bæjarráðs frá 9. desember, liður 8. Stofnun frumkvöðlaseturs á Selfossi.
Drög að samstarfssamningi.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samkomulagið yrði samþykkt.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Síðari umræða
Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, taka til máls.

Gert er fundarhlé kl. 18:01
Fundi framhaldið kl. 18:10

Forseti leggur til að vísa breytingum á samþykktum til þriðju umræðu í bæjarstjórn í janúar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt_des 2021.pdf
9. 2112268 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Tillaga aðalfundar Bergrisans bs. um þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefði það markmið að stuðla að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Fyrsta verkefni þessarar stofnunar yrði bygging búsetukjarna að Nauthaga á Selfossi. Framlag Árborgar vegna stofnunar félagsins er áætlað kr. 423.947 og ætti stofnunin eftir það að vera sjálfbær í rekstri sínum.

Aðalfundur Bergrisans óskaði eftir því að sveitarstjórnir tækju afstöðu til aðildar á fyrsta fundi eftir aðalfundinn.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefur það markmið að stuðla að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Bergrisi húsnæðissjálfseignarstofnun (1).pdf
10. 2111231 - Gjaldskrár 2022
Síðari umræða.
Breytingar voru gerðar á gjaldskrám sorphirðu, vatns- og fráveitu milli umræðna.


1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2022
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2022
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2022
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2022
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2022
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2022
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2022
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2022
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2022
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2022
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2022
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna 2022
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2022
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2022
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsveitu 2022
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2022
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2022
18) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2022
19) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Selfossveitur 2022

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls og gerir grein fyrir breytingum á gjaldskrá milli umræðna.

Tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir Sveitarfélagið Árborg eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir Frístundaklúbbinn í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2022.pdf
Gjaldskrá húseigna 2022.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu Árborgar - 2022.pdf
Gjaldskrá Skip- og bygg 2022.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá Selfossveitna 2022.pdf
11. 2112118 - Útsvarsprósenta 2022
Lögð er fram eftirfarandi tillaga um útsvarsprósentu:

Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2022 verði hámarksútsvar þ.e. 14,52% af útsvarsstofni.

Tillaga að útsvarsprósentu er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Útsvarsprósenta árið 2022.pdf
12. 2108182 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Síðari umræða.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls og kynnir breytingar á fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun milli umræðna.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.


Fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans eftirfarandi bókun:

Framlögð fjárhagsáætlun vegna áranna 2022-2025, lýsir ágætlega þeirri stöðu sem mörg sveitarfélög eru í m.a. vegna afleiðinga kórónuveirunnar sem hefur orsakað eina dýpstu efnahagskreppu sögunnar. Sveitarfélagið Árborg hefur auk þess staðið fyrir gríðarlegri uppbyggingu innviða á undanförnum árum til að koma á móts við þá fordæmalausu fjölgun íbúa sem orðið hefur í sveitarfélaginu.

Það er krefjandi verkefni að taka á móti svo mikilli fólksfjölgun eins og raunin hefur verið á skömmum tíma og hefur það þýtt að nauðsynlegt hefur verið að taka miklar upphæðir að láni, til fjármögnunar. Með aukinni verðbólgu á árinu 2021 og spá fyrir árið 2022, þýðir háar upphæðir í vexti og verðbætur. Eins og glöggt má sjá á áætluninni þá verður næsta ár erfitt í rekstri en síðan mun reksturinn batna verulega árin á eftir þegar þeirri uppbyggingu sem nú þegar er hafin mun ljúka.

Áfram er þó nauðsynlegt að vera vel á verði gagnvart rekstrinum og passa vel uppá að hvergi séu útgjöld sem ekki eru nauðsynleg til að veita þá þjónustu sem íbúar og aðrir telja nauðsynlega til að gott sé að búa í sveitarfélaginu. Núverandi meirihluti í Svf. Árborg er þess fullviss að rekstur sveitarfélagsins sé á réttri leið þó vissulega hafi hann verið þungur undanfarin tvö ár og verði það eitthvað áfram.

Að lokum viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir óeigingjarna vinnu við gerð þessarar fjárhagsáætlunar um leið við óskum starfsmönnum og öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista.


Gunnar Egilsson, D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram f.h. bæjarfulltrúa D-lista eftirfarandi bókun:

Þegar horft er á fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er rétt að rifja upp hvernig áætlun síðustu ára hefur staðist.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 var reiknað með 306 millj.kr. í hagnað. Rauntölur urðu 136 milljóna tap.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var reiknað með 213 millj.kr. í hagnað. Rauntölur urðu 950 milljóna tap.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var reiknað með 449 millj.kr. halla. Rauntölur verða um 2,2- 2,5 milljarðar í tap, eða um 5x meira tap en áætlun sýnir.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er reiknað með 1,055 millj.kr. tapi. En hverjar verða rauntölur ? Ef við skoðum þróun síðustu ára þá getur tapið orðið tvisvar til fimm sinnum meira en áætlað hefur verið. Síðustu ár hefur verið óráðsía og óstjórn á fjármunum bæjarins með aukinni skuldasöfnun og lántöku enda hafa skuldir sveitarfélagsins hækkað um 100%.

Ekkert aðhald er sýnt, hvorki í rekstri né í fjárfestingum. Ekki má gleyma því að bæjarstjórn er fer með vörslu almannafjár, en það virðist svo að þessi meirihluti, S,B, M og Á lista skilji ekki það hlutverk.

Verðbólgan er á uppleið! Bankarnir spá 4,2-5,1% hækkun og Hagstofan 3,3%, sem er alveg óraunhæft. Nær væri að reikna með 4% hækkun og hafa borð fyrir báru í áætlun, en þessi meirihluti reynir að sýna verðbólguna sem lægsta til að sýna minna tap. Þessi meirihluti er búinn að setja sveitarfélagið í gjörgæslu fyrir komandi kynslóðir með óráðsíu. Nú á að fjölga bæjarfulltrúum með tilheyrandi kostnaði, sem er um 32 millj.kr. aukalega! Það bætist enn við tapið og stjórnsýslan verður enn snúnari og ómarkvissari. Við Sjálfstæðismenn höfum gagnrýnt fjárhagsáætlanir með rökum, málefnalega, en meirihlutinn hefur alltaf farið í manninn en ekki málefnin. Ekki er tekið á hlutum með festu og skynsemi. Því getum við fulltrúar D-lista ekki samþykkt þessa áætlun.
Bæjarfulltrúar D listans
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir
Kjartan Björnsson
Ari björn Thorarensen
Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2022-2025 seinni umræða.pdf
Viðauki við greinargerð fjárhagsáætlun 2022-2025 seinni umræða.pdf
Fundargerðir
13. 2111004F - Skipulags og byggingarnefnd - 81
81. fundur haldinn 17. nóvember.
14. 2111027F - Eigna- og veitunefnd - 55
55. fundur haldinn 24. nóvember.
15. 2111026F - Skipulags og byggingarnefnd - 82
82. fundur haldinn 1. desember.
16. 2111040F - Félagsmálanefnd - 29
29. fundur haldinn 2. desember.
17. 2111039F - Bæjarráð - 133
133. fundur haldinn 9. desember.
Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, taka til máls um lið 5, Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjór, tekur til máls um lið 21, fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Bæjarstjórn Árborgar sendir starfsmönnum og íbúum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica