Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 8

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
02.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Gísli Guðjónsson varamaður, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi kallar forseti eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203150 - Móttaka flóttafólks
Tillaga frá 3. fundi félagsmálanefndar, liður 2. Móttaka flóttafólks.

Kynning á nýjum samningi v. móttöku flóttamanna
Félagsmálanefnd lagði áherslu á að við samningsgerð yrði hugað að kostnaði við skóla- og frístundaþjónustu svo hægt væri að veita heildrænan stuðning við farsæla aðlögun barna.
Félagsmálanefnd fól deildarstjóra félagsþjónustu að vinna áfram að samningi og að leggja svo samninginn fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samninginn og feli sviðstjóra að undirrita samninginn.

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Minnisblað v. samnings.pdf
2. 2201222 - Lántökur 2022
Lagt er til við bæjarstjórn að veitt verði heimild til stækkunar á skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar veitir hér með heimild til stækkunar á sjálfbærum verðtryggðum skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB um allt að 2.000.000.000 kr. að nafnvirði. Vaxtakjör munu ráðast í útboði.

Þann 10. júní 2021 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir tilboð að nafnvirði 1.400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,35% í nýjan sjálfbæran verðtryggðan skuldabréfaflokk ARBO 31 GSB. Jafnframt samþykkir bæjarráð að heildarútgáfuheimild skuldabréfaflokksins verði opin og getur bæjarstjórn Árborgar þá veitt heimild til frekari stækkun á skuldabréfaflokknum í framtíðinni.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Stækkun á skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB_október 2022.pdf
3. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 6. Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt.

Svanhildur Gunnlaugsdóttir, Landform, lagði fram deiliskipulagstillögu fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af götunum Austurvegur, Rauðholt, Vallholt og Reynivellir. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er markmið deiliskipulags að skilgreina afmörkun lóða og nýtingu þeirra. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.e. blanda af íbúðabyggð og verslunar- og þjónustulóðum, og er nýtingarhlutfall lóða innan miðsvæðis skilgreint með nýtingarhlutfall allt að 1.0-2.0.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna og mælist til að hún yrði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til að deiliskipulagstillagan yrði einnig send hagsmunaaðilum á svæðinu til kynningar.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Vallholt-Austurvegur-04_A1-Tillaga-C.pdf
4. 2210271 - Björkurstykki - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Tillaga frá 10. fundi skipulag- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 7. Björkurstykki - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Hermann Ólafsson, Landhönnun, lagði fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðasvæðis Björkurstykkis.
Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits grunnskóla, þar sem byggingarreitur er færður um tvo metra til suðurs. Breytingin er til komin vegna óska um stækkun sérkennsluálmu, smíðakennslustofu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
NSB-Á2-ÚTLÍNUR-20221011.pdf
Heiðarstekkur 10 - óveruleg breyting.pdf
8428-001-DSK-001-V13 óveruleg dsk-breyting II okt 2022-A3L.pdf
5. 2210299 - Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 9. Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42.

Anne Bruun Hansen f.h. landeiganda, lagði fram óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Austurbyggð. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir lóðina Hæðarland 32-42 færist til suðurs um einn metra. Annað breytist ekki.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

8428-001-DSK-001-V13 óveruleg dsk-breyting II okt 2022-A3L.pdf
Fjóla Kristinsdóttir, D-lista víkur af fundi og Þórhildur D. Ingvadóttir, D-lista tekur sæti.
6. 2007143 - Viðauki við samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1
Fyrir liggur minnisblað bæjarrita um viðauka við samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1. Í viðaukanum er kveðið á um að Jórvík fasteignir ehf. afsali til sveitarfélagsins 22 byggingarlóðum í landi Jórvíkur 1 og að sveitarfélagið í framhaldi af því gefi út lóðarleigusamninga til landeigenda vegna þeirra lóða. Fyrir liggur samkomulag Jórvík fasteigna ehf. og Selfossveitna um tengingu við heitt vatn á umræddum lóðum.
Samhliða þinglýsingu á afsali verður kvöð þinglýst á umræddar lóðir um að Jórvík fasteignir ehf. eða aðrir leigutakar samkvæmt lóðarleigusamningi við sveitarfélagið geti ekki haft uppi kröfur á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda þeirra sem Jórvík fasteignir hafa skuldbundið sig til að ljúka fyrr en lokaúttekt samkvæmt samningi dags. 13. ágúst 2020 liggur fyrir.
Með viðauka þessum er verið að víkja frá 1. gr. samkomulags aðila, dags. 13. ágúst 2020, um að gengið skuli frá afsölum og yfirlýsingum um eignaskipti til þinglýsingar þegar að Jórvík fasteignir efh. hafa lokið framkvæmdum sínum og fengið lokaúttekt.

Lagt er til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur og að bæjarritara verði veitt heimild til að undirrita öll skjöl er tengjast gjörningi þessum.


Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Minnisblað um viðauka við Jórvíkursamning.pdf
Þórhildur D. Ingvadóttir, D-lista, víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, kemur aftur á fundinn.

Fundargerðir
7. 2210001F - Félagsmálanefnd - 5
5. fundur haldinn 7. október.
8. 2210010F - Fræðslunefnd - 4
4. fundur haldinn 12. október.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið nr. -Leikskóladagatal 2022-2023.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls undir lið nr. 12 -forvarnardagurinn 2022.
9. 2209031F - Skipulags og byggingarnefnd - 9
9. fundur haldinn 12. október.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi og lið nr. 3 -Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022.
10. 2210017F - Bæjarráð - 14
14. fundur haldinn 20. október.
11. 2210015F - Eigna- og veitunefnd - 5
5. fundur haldinn 18. október.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls undir lið nr. 1- Hreinsistöð við Geitanes.
12. 2210026F - Bæjarráð - 15
15. fundur haldinn 25. október.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Húsnæðismál hælisleitenda, lið nr. 2- Stjórnun og skipulag á fjölskyldusviði og lið nr. 5 - Jafnlaunavottun IST852012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica