Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 51

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
08.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði,
Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði,
Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi,
Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2509415 - Lóðarumsókn - Stekkjarvað 4
Hrund Pálsdóttir viðskiptastjóri fyrirtækja, f.h. Bakkahestar ehf. kt. 480517-0240, sækir um úthlutun á lóðinni Stekkjarvað 4, á Eyrarbakka, til byggingar hesthúss. Yfirlýsing banka um skilvísi og áreiðanleika liggur fyrir ásamt búsforræðisvottorði.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni Stekkjarvað 4, til umsækjanda.
Samþykkt
2. 2510054 - Fossnes 11-13; Jarðvinna; Framkvæmdaleyfi
Guðjón Örn Björnsson VSO, f.h. Heklu fasteignir ehf, kt. 631202-3060 sækir um framkvæmdaleyfi, sem felur í sér uppgröft fyrir verslunar- og þjónustuhúsi að Fossnesi 11-13. Þá er áætlað að fergja jarðvegspúða undir hús, auk þess að fergja lóðina í heild með burðarhæfu efni. Samfara þessu verður uppgröftur á lóðinni notaður til að stilla af hæðir í næsta nágrenni við væntanlegt hús og umhverfi þess. Fyrirliggjandi eru grunnmyndir og snið með m.a. graftrarplani auk ítarupplýsinga. Stefnt er að því að hefja byggingu húss á lóðinni næsta vor/sumar að lokinni fergingu og að fengnum niðurstöðum um sig jarðvegs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.
Samþykkt
3. 2502001 - Búgarðabyggð í landi Byggðarhorns, lóðir 7 og 56 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Byggðarhorns Búgarðabyggðar vegna uppskiptingar/fjölgunar lóða. Tillagan var auglýst frá 17.júlí - 28.ágúst 2025. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúruverndarstofnun og Vegagerðinni. Athugasemdir og ábendingar eru settar fram í umsögn Vegagerðarinnar þar sem meðal annars er talað um að fyrirhugaðar breytingar á skipulagi svæðisins uppfylli ekki lágmarkskröfur skv. veghönnunarreglum og getur stofnunin því ekki fallist á tillöguna. Einnig eru ábendingar settar fram í umsögn Náttúruverndarstofnun þar sem áhersla er lögð á að fuglalíf og búsvæði þess verði kortlögð og metin við frekari skipulagsvinnu. Ein athugasemd barst frá Stefáni Guðmundssyni lóðarhafa á svæðinu, þar sem hann m.a. bendir á skort á viðhaldi vegar, auk þessa sem álag á veginn hefur aukist töluvert með fjölgun lóða. Þá beinir hann því til sveitarfélagsins að hefja hið fyrsta lagningu á sverari stofnlögn hitaveitu, til að anna svæði betur, auk þess að gera varanlegar úrbætur á vegi.
Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem aðkomum að lóðum er ekki fjölgað og núverandi afleggjarar samnýttir. Ekki kemur því til þess að um breytingu á fjölda afleggjara sé að ræða frá núgildandi deiliskipulagi svæðisins. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að kortleggja svæðið sérstaklega m.t.t. fuglalífs á grundvelli framlagðrar deiliskipulagsbreytingar enda felur hún ekki í sér verulega þéttingu byggðar og áfram er um dreifða byggð að ræða á skilgreindu landbúnaðarlandi. Varðandi athugasemdir íbúa tekur skipulagsnefnd undir áhyggjur er varðar vegamál svæðisins. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að Vegagerðin verði hvött til aðgerða vegna viðhalds héraðsvegar um svæðið. Varðandi athugasemd er varðar uppbyggingu veitna bendir nefndin á að gera megi ráð fyrir eðlilegum viðhaldi veitna á svæðinu samhliða uppbyggingu í samræmi við umfang og þörf. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
4. 2308048 - Nafnabreyting á landi - Hæringsstaðir lóð - Sólveigarstaðir
Lögð er fram beiðni um breytingu á staðfangi lóðarinnar Hæringsstaðir lóð, L192571. Í breytingunni felst að lóðin taki upp staðfangið Sólveigarstaðir.
Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við nýtt staðfang lóðarinnar. Lóðarhafi er hvattur til að hnitsetja og skilgreina legu landsins með fullnægjandi hætti til framtíðar.
Samþykkt
5. 2301178 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til hesthúsasvæðisins á Selfossi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að setja fram heildstæða stefnu fyrir allt hesthúsahverfið, bæði núverandi svæði og stækkun þess til suðurs. Deiliskipulagið byggir í megindráttum á núverandi fyrirkomulagi með áherslu á bættar reiðleiðir og þjálfunarsvæði. Á svæði til suðurs verður gert ráð fyrir nýjum lóðum og þannig fjölgar notendum innan hesthúsasvæðisins. Kröfur um bættan aðbúnað hesta og manna hafa aukist á undanförnum árum og munu skilmálar um byggingu nýrra húsa og breytingar á eldri húsum taka mið af því. Deiliskipulagið nær til alls hesthúsahverfisins, sem er núverandi keppnis- og, hesthúsasvæði og stækkaðs hesthúsasvæðis, samtals um 27 ha. Deiliskipulagsmörkin ná einnig yfir hluta af opnu svæði milli Langholts og hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðs reiðstígs þar. Stækkun núverandi svæðis er um 7 ha að stærð. Á nýja svæðinu næst Dísastaðarlandi er gert ráð fyrir 19 nýjum hesthúsum meðfram Bæjartröð. Lóðir eru af þremur stærðum, og er gert ráð fyrir að innan þeirra verði heimilt að byggja stakstæð hús eða parhús. Hestagerði eru staðsett sunnan við hús beggja megin götu til að tryggja sól og skjól frá ríkjandi vindáttum. Auk 19 hefðbundinna hesthúsa er gert ráð fyrir tveimur stærri lóðum fyrir hesthús með litlum reiðskemmum. Skilmálar eru settir fyrir byggingu nýrra hesthúsa og eins eru settir fram skilmálar um mögulega endurbyggingu eldri húsa. Byggingarmagn á keppnissvæði er aukið umtalsvert, bæði fyrir fipo-keppnishöll en einnig fyrir minni hús til þjálfunar og fyrir áhorfendastúkur. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036, þar sem svæðið er með landnotkunina ÍÞ2. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla allar eldri skipulagsáætlanir fyrir svæðið úr gildi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að staðsetning kerrustæðis og heygeymslusvæðis verði skoðað nánar áður en tillagan verður endanlega samþykkt til gildistöku.

Frestað
Erindi til kynningar
6. 2308262 - Tjarnarbyggð - Breyting á deiliskipulagsskilmálum
Lögð er fram til samráðs og frekari vinnslu, vinnutillaga skipulagsfulltrúa vegna deiliskipulagsbreytingar sem tekur til skipulags- og byggingaskilmála innan deiliskipulags Tjarnarbyggðar.

Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Fundargerðir
7. 2509009F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 160
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
8. 2508013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 159
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
9. 2507015F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 158
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
10. 2507005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 157
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
11. 2506018F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 156
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
12. 2506001F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 155
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar
13. 2505016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 154
Til kynningar
Til kynningar
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica