Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 13

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
12.12.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2211276 - Eyrargata 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggngarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 30.11.2022. Brynhildur Sólveigardóttir hönnuður fyrir hönd Trausta Þórs Sverrissonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Eyrargötu 15. Helstu stærðir eru; 226,0 m2 og 78,2 m3. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna skal fyrir eigendum húsa við Eyrargötu 7,11,17 og 19.
Samþykkt
2. 2211445 - Umsókn um stækkun á lóð - Kálfhólar 21
Rakel Ýr Björnsdóttir sækir um stækkun á lóinni Kálfhólar 21 til suðurs að göngustig, í samræmi við lóðina Kálhóla 19 sem var stækkuð að göngustíg.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að nýju lóðarblaði með stækkun í huga.
Samþykkt
3. 2212029 - Ósk um lækkun á hámarkshraða - Kaldaðarnesvegur
Erindi fra íbúa við Kaldaðarnesveg, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði sem er 90 km hraði verði lækkaður í 50 km hraða á öllum Kaldaðarnesveginum.
Skipulags- og byggingarnefnd er sammála að rétt sé að taka niður hraða úr 90 í 50km-klst, frá gatnamótum við Eyrabakkaveg og fram yfir afleggjara að Litlu-Sandvík. Þaðan frá er tillaga um að hraði verði færður niður í 70 km-klst.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að áframsenda ofangreinda tillögu til Vegagerðarinnar.
Samþykkt
4. 2209103 - Umsókn um stækkun lóðar - Háheiði 10
Áður á dagskrá 9. nóvember:
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Pipulagna Suðurlands, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að stækka lóðina Háheiði 10, um sirka 590m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Lögð er fram tillaga að nýrri afmörkun lóðarinnar, sem gerir ráð fyrir að lóðin verði 2550m2 að stærð.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýja afmörkun lóðar, þ.e. tillögu 2.
Samþykkt
5. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 22.6.2022, tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.
Skipulagsfulltrúi Árborgar óskaði eftir í bréfi til Skipulagsstofnunar dags. 7.7.2022, að stofnunin tæki til afgreiðslu tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, í samræmi við 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun fór yfir gögn og var í kjölfarið boðað til fundar hjá Skipulagsstofnun, þar sem farið var yfir minnisblað stofnunarinnar dags. 8.9.2022, þar sem fram komu atriði sem þyrfti að yfirfara og lagfæra af hálfu sveitarfélagsins. Gerðar hafa verið lagfæringar á gögnum sem snúa helst að tæknilegum útfærslum, en hafa engin áhrif á heildaryfirbragð eða stefnu tillögunnar. Þá hefur verið skerpt á köflum sem fjalla um útfærslur og ákvæðum byggingarheimilda einstakra landnotkunarreita, auk stillingar á stafrænum skipulagsgögnum og stafrænum göngum er varða vegi í náttúru íslands. Eftir að ofangeindar breytingar hafa verið færðar inn í greinargerð og uppdrætti skipulagsins, hefur einnig verið færð inn ný breytingadagsetning dags. 7.12.2022, á gögn sem afhent eru Skipulagsstofnun til lokaafgreiðslu Aðalskipulags Árborgar 2020-2036.

Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar samþykkir áorðnar breytingar og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillögu að endurskoðaðu Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 með ofnagreindum breytingum, og óski eftir að Skipulagsstofnun taki tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
Fundargerð
6. 2211026F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 106
6.1. 2211276 - Eyrargata 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Brynhildur Sólveigardóttir hönnuður fyrir hönd Trausta Þórs Sverrissonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 226,0 m2 og 78,2 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
6.2. 2211379 - Byggðarhorn Búgarður 5C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingvar Bjarnason hönnuður fyrir hönd Netvéla ehf. sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús (frístundahús). Helstu stærðir eru; 40,5 m2 og 137,6 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 en er ekki í samræmi við deiliskipulag.

Niðurstaða þessa fundar
6.3. 2211387 - Byggðarhorn Búgarður 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jónas Ingi Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Helstu stærðir eru;
Tilskilin gögn hafa ekki borist.

Niðurstaða þessa fundar
6.4. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ögmundur Skarphéðinsson hönnuður fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að byggja 2. áfanga Stekkjarskóla.
Helstu stærðir 3.614,1 m2 og 15.486,0 m3.
Málið var áður á dagskrá 103. fundar.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.


Niðurstaða þessa fundar
6.5. 2211285 - Suðurgata 9 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Ellert Þór Hlíðberg tilkynnir um 13,5 m2 smáhýsi á lóð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
6.6. 2211307 - Laxalækur 3 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Álfheiður Guðmundsdóttir tilkynnir um samþykki nágranna vegna smáhýsis á lóð nær lóðamörkum en 3m.
Fyrir liggja samþykki nágranna að Eyrarlæk 2b og 4a og Laxalæk 5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
6.7. 2211400 - Ólafsvellir 8 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Ólafur Auðunsson tilkynnir um samþykki nágranna vegna smáhýsis sem er nær lóðamörkum en 3m.
Fyrir liggja samþykki nágranna að Ólafsvöllum 10, Ólafsvöllum 27 og 29.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
6.8. 2211354 - Suðurleið 41 - Stöðuleyfi
Rúnar Tryggvason sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem inniheldur einingahús sem verður byggt á lóðinni.
Byggingaráform fyrir einbýlishús voru samþykkt 02.11.2022.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 05.12.2022 - 05.12.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi 05.12.2022 - 05.12.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.9. 2211355 - Suðurbraut 23 - Stöðuleyfi
Andri Karl Tómasson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gámi vegna byggingaframkvæmda.
Byggingaráform fyrir einbýlishús voru samþykkt 06.03.2018. Fokheldisvottorð var gefið út 07.12.2020.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 23.11.2022 - 23.11.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 23.11.2022 - 23.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.10. 2211367 - Suðurgata 2 - Stöðuleyfi
Jónína Björk Birgisdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til að undirbúa flutning á varanlegan stað.
Að Suðurgötu 2 eru í byggingu íbúðarhús, bílskúr og hesthús.
Sótt er um leyfi 23.11.2022 - 01.06.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 23.11.2022 - 23.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.11. 2211373 - Suðurbraut 18 - Stöðuleyfi
BG Verktakar ehf sækja um stöðuleyfi fyrir 2 gámum vegna byggingaframkvæmda.
Byggingaráform fyrir einbýlishús voru samþykkt 09.06.2021 og byggingarleyfi fyrir skemmu var gefið út 21.06.2021.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 23.11.2022 - 22.11.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 12 mánuði 23.11.2022 - 22.11.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.12. 2211380 - Suðurgata 21 - Stöðuleyfi
Diðrik Ísleifsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám undir efnisgeymslu.
Byggingarframkvæmdum við íbúðarhús og bílskúr að Suðurgötu 21 er lokið.




Niðurstaða þessa fundar
6.13. 2211389 - Suðurleið 39 - Stöðuleyfi
Jón Ingi Lárusson fyrir hönd eiganda, Ingva Rúnars Júlíussonar sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gámum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurleið 39.

Niðurstaða þessa fundar
6.14. 2211390 - Suðurgata 19 - Stöðuleyfi
María Berg Guðnadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma undir geymslur.
Byggingaráform fyrir íbúðarhúsi voru samþykkt 10.08.2007. Húsið er skráð fokhelt.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 27.11.2022-27.11.2023 meðan skemma verður reist.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 23.11.2022 - 22.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.15. 2211417 - Suðurleið 13 - Stöðuleyfi
Gísli Rafn Gylfason fyrir hönd Byggingartækni ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gámum til geymslu á byggingarefni sem nota á í íbúðarhús að Suðurleið 15 og hesthús að Suðurleið 13.
Ekkert byggingarleyfi er virkt á lóðinni.

Niðurstaða þessa fundar
6.16. 2211416 - Suðurleið 20 - Stöðuleyfi
Hlynur Snær Guðjónsson sækir um stöðuleyfi fyrir 1 gám til geymslu á byggingarefni.
Byggingaráform fyrir einbýlishúsi að Suðurleið 20 voru samþykkt 19.09.2018. Húsið er skráð fokhelt.
Sótt er um stöðuleyfi 30.11.2022 - 29.05.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 23.11.2022 - 29.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.


Niðurstaða þessa fundar
6.17. 2211415 - Suðurleið 24 - Stöðuleyfi
Hlynur Snær Guðjónsson fyrir hönd Léttis ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 1 gám undir geymslu.
Byggingarheimild fyrir vélageymslu var gefin út 28.03.2022.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir verkfæraskúr 29.11.2022 - 03.05.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 23.11.2022 - 29.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

Niðurstaða þessa fundar
6.18. 2009701 - Austurvegur 35 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis þvottahúss
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir þvottahús að Austurvegi 35 Selfossi. Áður á afgreiðslufundi byggingafulltrúa 11.11.2020 og 30.9.2020
Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu starfsleyfis þar sem lokaúttekt hefur ekki verið gerð á byggingunni og bílakjallari hefur ekki verið tekinn í notkun.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica