Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 144

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
31.03.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2107114 - Drög - reglur um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí.
Alþingi samþykkti í vor breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Var sveitarfélögum þar veitt heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar var hvatt til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga myndi útbúa fyrirmynd fyrir sveitarfélög til að styðjast við ef áhugi væri fyrir sameiginlegum reglum.

Drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.

Bæjarráð fól fjármálasviði og stjórnsýslusviði að yfirfara drögin og leggja fyrir bæjarráð tillögur að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.

Taka þarf afstöðu til hvernig útfæra skal reglurnar.


Málinu frestað.
2. 2111219 - Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþróttastarfs
Tillaga frá 28. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 15. nóvember, liður 5. Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþrótta- og menningarstarfs.

Lögð fram til umræðu drög að reglum um heimild til launaðs leyfis vegna íþróttastarfs.

Nefndin lagði til við bæjarráð að meðfylgjandi reglur yrðu samþykktar.

Áður frestað á 131. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um heimild til launaðs leyfis starfsmanna sem taka þátt í alþjóðlegum keppnum eða æfingaferðum þeim tengdum fyrir Íslands hönd eða félagsliðs.
Reglur um leyfi starfsmanna í afrekskeppni - drög´22.pdf
3. 2203202 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Stofnlögn frá Þorleifskoti 3. áfangi.
Tillaga frá 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. mars sl., liður 4. Framkvæmdaleyfisumsókn - Stofnlögn frá Þorleifskoti 3. áfangi.
Jón Sæmundsson f.h Selfossveitna bs. óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hluta DN350 heitaveitustofnlagnar sem liggur frá Þorleifskoti/Laugardælum í Flóahreppi að Austurvegi 67 á Selfossi. Nú í sumar er gert ráð fyrir að endurnýja alls 160 m. Þvermál stofnlagnarinnar verður það sama og núv. lögn en lítilsháttar hliðrun verður á lagnastæði stofnlagnarinnar þar sem núverandi stofnlögn liggur að hluta til innan lóðar Austurvegar 69 en ný lögn verður alfarið utan lóðarmarka.
Fyrirliggjandi er leyfi Vegagerðarinnar um lagningu stofnlagnarinnar í vegstæði Laugardælavegar. Frágangur yfirborðs verður með svipuðu sniði og nú er.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hluta DN350 hitaveitustofnlagnar sem liggur frá Þorleifskoti/Laugardælum í Flóahreppi að Austurvegi 67 á Selfossi.
15184-M1.263-1.pdf
4. 2203305 - Endurskipulagning sýslumannsembætta - markmið og áform
Erindi frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 21. mars um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram til kynningar.
Markmið og áform með endurskipulagningu sýslumannsembætta.pdf
5. 2203306 - Umsögn - um þingsályktun um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn um þingsályktun um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónstu við aldraða til ársins 2030, 418 mál.pdf
6. 2203313 - Umsögn - frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. mars, þar sem óskað var eftir umsögn frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn um framvarp til alga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450..pdf
7. 2203315 - Áætlun um snjómokstur á reiðvegum í Árborg
Beiðni frá Hestamannafélaginu Sleipni, dags. 24. mars, þar sem óskað var eftir að áætlun um snjómokstur á reiðvegum í Árborg verði bætt við þær áætlanir sem fyrir eru um snjómokstur á götum, göngustígum og plönum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til eigna- og veitunefndar til skoðunar.
Beiðni frá Hestamannafélaginu Sleipni.pdf
8. 2203320 - Vilyrði fyrir lóð
Erindi frá Skel fjárfestingafélag hf. og Orkunnar IS ehf, dags. 21. mars, þar sem óskað var eftir vilyrðir fyrir úthlutun á lóð.
Bæjarráð vísar beiðninni til úrvinnslu og skoðunar hjá skipulagsdeild Árborgar.
2022 03 21 Skeljungur Selfoss vilyrði fyrir lóð.pdf
9. 2203203 - Styrkbeiðni - fjárstuðningur til 10 ára
Beiðni frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, dags. 12. febrúar, þar sem óskað var eftir styrk upp á kr. 8 millj.kr. á ári til 10 ára. Samtals 80 millj.kr. Áður frestað á 143. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir því við fjármálastjóra Árborgar að reiknað verði til núvirðis framlag sveitarfélagsins Árborgar til Björgunarfélags Árborgar vegna húsnæðisöflunar sveitarinnar árið 2011.
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Húsnæðismál.pdf
10. 2203207 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka
Beiðni frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, dags. 12. febrúar, um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka. Áður frestað á 143. fundi.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá skipulagsdeild.
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Húsnæðismál.pdf
11. 2111431 - Heilsuefling eldra fólks í sveitarfélaginu Árborg
Þakkir og hvatning frá aðalfundi FEBSEL, dags. 24. mars, um heilsueflandi samfélag fyrir eldra fólk.
Þakkir og hvatning frá aðalfundi Félags eldri borgara Selfossi FEBSEL.pdf
12. 2203366 - Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi
Erindi frá skipulagsfulltrúa, dags. 29. mars þar sem lagt var til að Vörubílstjórafélaginu Mjölni yrði veitt vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari úrvinnslu hjá skipulagsdeild.
Mjölnir - Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi.pdf
13. 2203362 - Útboð á húsnæðislausn BES á Eyrarbakka
Bæjarráð samþykkir að útboð fari fram í samræmi við sviðsmynd 2a.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Gunnar Egilsson D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Aðrar sviðsmyndir eru áfram til skoðunar hjá mannvirkja- og umhverfissviði.
MINNISBLAÐ v. húsnæðismála BES 17.3.2022 (1).pdf
2839-159 TIA-001-V01-Barnaskólinn Eyrarbakka-breytingar og endurbætur-tíma og vinnuáætlun.pdf
14. 2203355 - Samkomulag um framkvæmd KIA gullhringsins í Árborg 2022-2024
Tillaga frá 32. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 28. mars sl., liður 7. Samkomulag um framkvæmd KIA gullhringsins í Árborg 2022-2024

Lögð fram drög til umræðu að endurnýjun samkomulags vegna hjólreiðakeppninnar KIA gullhringsins sem haldið er í Svf. Árborg fyrstu helgina í júlí.

Nefndinn lagði til við bæjarráð að fyrirliggjandi samkomulag Svf. Árborg við forsvarsaðila KIA gullhringsins um skipulag og framkvæmd hjólreiðakeppninnar næstu 3 árin yrði samþykkt. Gert hafði verið ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um framkvæmd KIA gullhringsins næstu þrjú árin.
15. 2203290 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - tíðni þrifa á fjölskylduklefa Sundhallar Selfoss
Svar frá forstöðumanni sundhallarinnar, dags. 29. mars um fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um hversu oft fjölskylduklefar Sundhallar Selfoss eru þrifnir.
Bæjarráð þakkar svarið og óskar eftir minnisblaði um það hvernig bæta megi vinnulag þannig að tryggt sé að þrif verði eins og best verður á kosið.
Svar við fyrirspurn um unisexklefa.pdf
Fundargerðir
16. 2203014F - Skipulags og byggingarnefnd - 91
91. fundur haldinn 23. mars.
17. 2203020F - Eigna- og veitunefnd - 61
61. fundur haldinn 23. mars.
18. 2203028F - Frístunda- og menningarnefnd - 32
32. fundur haldinn 28. mars.
Fundargerðir til kynningar
19. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
908. fundur haldinn 25. mars
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 908.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica