Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 145

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.04.2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2202259 - Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla
Tillaga frá 32. frístunda- og menningarnefndar, frá 28. mars, liður 6. Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnafulltrúi kynnti minnisblað um húsnæðismál frístundaheimilisins Hóla í Sunnulækjarskóla.
Fram kom hjá Gunnari að starfsemi frístundaheimilisins Hóla komist orðið erfiðlega fyrir í Sunnulækjarskóla vegna aukins nemendafjölda og því þurfi að skoða lausnir til næstu ára fyrir frístundaheimilið.

Nefndin tekur undir að leysa þurfi úr húsnæðisvanda frístundaheimilisins Hóla og lagði til að málið fá frekari umræðu í bæjarráði með kynningu frístunda- og forvarnafulltrúa.

Bæjarráð óskar eftir að aðilar skoði með ítarlegri hætti möguleika til að tvínýta betur húsnæðið í Sunnulækjarskóla og skili minnisblaði um þær leiðir. Þetta er mikilvægt ef draga mætti úr fjárfestingu, enda liggur fyrir að ný Frístundamiðstöð muni gjörbreyta aðstæðum í sveitarfélaginu innan fárra ára.
2. 2203388 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss - stækkun World Class
Erindi frá Kjartani Sigurbjartssyni f.h. Í Toppformi ehf, dags. 29. mars, þar em óskað var eftir formlegu samþykki meðeigenda að Tryggvagötu 15 (Sundhöll Selfoss) á breytingum á 2. hæð húsnæðisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi um breytingar á 2. hæð Sundhallar Selfoss verði samþykkt.
WC_Selfossi_ Ósk um samþykki meðeiganda.pdf
Stækkun WC Selfossi_29.03.2022.pdf
3. 2111039 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis í meðhöndlun úrgangs
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars, með bókun frá fundi stjórnar sambandsins 25. mars sl. þar sem fjallað var um hagsmunagæslu sambandsins í úrgangsmálum.
Lagt fram til kynningar.
Átak um Hringrásarhagkerfið.pdf
4. 2203390 - Umsögn - frumvarp til laga um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 30. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.pdf
5. 2203389 - Viðmiðunarreglur- framlög til stjórnmálaflokka
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars, um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagt fram til kynningar.
Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.pdf
6. 21101632 - Innleiðing breyttra barnaverndarlaga 2022
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar, um gildistöku barnaverndarlaga.
Lagt fram til kynningar.
Erindi varðandi gildistöku barnaverndarlaga.pdf
7. 2203290 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - tíðni þrifa á fjölskylduklefa Sundhallar Selfoss
Svar frá forstöðumanni sundhallarinnar, dags. 29. mars um fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um hversu oft fjölskylduklefar Sundhallar Selfoss eru þrifnir.
Bæjarráð þakkar svarið og óskar eftir minnisblaði um það hvernig bæta megi vinnulag þannig að tryggt sé að þrif verði eins og best verður á kosið.


Svar forstöðumanns lagt fram.
Svar við fyrirspurn..pdf
11 lyklar starfsmannastefnu.pdf
8. 2204023 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð
Beiðni frá Svarinu ehf, dags. 31. mars, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð sunnan við nýja hringtorgið við gatnamót Hringvegar og Biskupstungnabraut.
Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Svarsins og annarra fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum.

Bæjarráð felur skipulagsdeild að vinna málið frekar áður en endanleg afstaða er tekin. Liggja þarf fyrir hvenær gatnagerð gæti verið tilbúin áður en vilyrði verður veitt. Einnig þarf hugsanlegt vilyrði að samræmast aðalskipulagi. Bæjarráð leggur sérstaka áherslu á að gætt verði að þeim vatnsverndarákvæðum sem gilda í nágrenninu.
Vilyrði fyrir lóð.pdf
Umsókn um lóð við Selfoss afleggjara (nýja hringtorgið).pdf
9. 2204005 - Beiðni um veitingu stofnframlags
Beiðni frá Bergrisanum bs., dags. 1. apríl, um samþykki sveitarfélagsins fyrir veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðarkjarna við Nauthaga 2 á Selfossi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.
Beiðni um stofnframlag vegna Nauthaga 2 (5).pdf
B_nr_183_2020.pdf
52_2016_ Lög um almennar íbúðir _ Lög _ Alþingi.pdf
10. 2204004 - Ársskýrsla HSK 2021
Lagt fram til kynningar.
arsskyrsla_HSK2020-vef.pdf
11. 2204029 - Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna
Styrkbeiðni frá Kvenfélagi Selfoss, dags. 25. mars, þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið greiði fyrir kvöldverð á árfundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn verður 30. apríl á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni Kvenfélags Selfoss með ánægju, enda hefur Kvenfélagið lagt mikið til samfélagsins í gegnum tíðina.
Stryrkbeiðni frá Kvenfélagi Selfoss.pdf
12. 2203261 - Umsókn um stofnframlög frá Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Umsókn frá Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins um stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á 7 íbúðum í Árborg.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins komi á fund bæjarráðs til að ræða erindið ásamt öðrum sameiginlegum hagsmunamálum Brynju og Sveitarfélagsins Árborgar.
HMS bréf vegna Brynja - Árborg 2022 - 7 íbúðir.pdf
13. 2204032 - Samráðsgátt - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 4. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Lagt fram til kynningar.
Drög að frumvarpi til laga vegna tilfærslu fasteignaskrár.pdf
Samráðsgátt - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar.pdf
14. 2204041 - Tækifærisleyfi - Hvítahúsið, páskatónleikar
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 5. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi, 18. apríl frá kl. 00.00 - 04:00 aðfaranótt 18. apríl í Hvítahúsinu. Umsækjandi er Góð stemming ehf, kt. 681014-0470.

Óskað var eftir framlenginu þar sem ekki má opna húsið fyrr en á miðnætti.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tækifærisleyfið verði veitt, tímabundið áfengisleyfi 18. apríl frá kl. 00:00-04:00 í Hvítahúsinu.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi páskatónleikar.pdf
15. 2201352 - Gatnagerð - Sunnuvegur 2022
Tillaga frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 4. Gatnagerð - Sunnuvegur 2022
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskaði eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 25.3.2022, ásamt fylgigögnum. Framkvæmdin tekur til endurgerðar götunnar Sunnuvegar á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Og að lokum malbikun götu ásamt yfirborðsfrágangi gangstétta/gönguleiða. Helstu magntölur eru: gröftur
4800m3, styrktarlag/fylling 4800m3, malbik 2080m3, fráveitulagnir 588 l/m, vatnsveitulagnir 297 l/m , hitaveitulagnir 316 l/m og ljósastaurar 7 stk. Útboðs- og verkýsing ásamt teiknihefti unnið af Eflu verkfræðistofu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir og lagði til við bæjarráð Árborgar, að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2021.

Mælst var til að framkvæmdin yrði kynnt sérstaklega íbúum og
eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en
framkvæmdir hæfist.

Bæjarráð samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð við Sunnuveg. Tryggt verði að kynnt verði sérstaklega íbúum og eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en framkvæmdir hæfist.
Sunnuvegur Árborg. Útboðs- og verklýsing 2022.pdf
Sunnuvegur Árborg. Teikningahefti vegna útboðs 2022.pdf
16. 2203366 - Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi
Tillaga frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 11. Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að vilyrðisumsókn yrði samþykkt til handa Mjölni þegar deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi.

Bæjarráð samþykkir að veita vilyrðið.
Mjölnir - Vilyrði fyrir lóð í Mýrarhverfi.pdf
Myrahverfi_A3-Yfirlitsmynd-01.pdf
17. 2203207 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka
Tillaga frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 12. Beiðni um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
björgunarsveitinni yrði veitt vilyrði fyrir lóðinni Hafnarbrú 1, eða stofnuð yrði ný lóð, Hafnarbrú 5.

Bæjarráð óskar eftir svörum frá Björgu, Eyrarbakka, um hvor kosturinn henti betur.
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Húsnæðismál.pdf
18. 2203320 - Vilyrði fyrir lóð
Bókun frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 13. Vilyrði fyrir lóð
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.

Skipulags- og byggingarnefnd benti á að umrætt svæði í eigu Árborgar er innan Flóahrepps. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrætt svæði og því taldi nefndin ótímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á svæðinu.
Erindinu því frestað að svo stöddu.

Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Skeljar fjárfestingafélags ehf, Festi ehf og fleiri fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum.

Bæjarráð vísar vilyrðisbeiðninni til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.
2022 03 21 Skeljungur Selfoss vilyrði fyrir lóð.pdf
19. 2204069 - Endurnýjun - leigusamningur Fjölheimar
Erindi frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 6. apríl, þar sem óskað var eftir endurnýjun á leigusamningi á milli Sandvíkurseturs ehf og Háskólafélags Suðurlands um hluta hússins að Tryggvagötu 13, fastanr. 218 5555 (Fjölheimar)
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að í samningum við Háskólafélag Suðurlands verði gerður skýr greinarmunur á því hvað telst leigugjald og hvað telst raunverulega vera styrkur sveitarfélagsins til starfseminnar í Sandvíkursetri.
v.Sandvikurseturs_Fjolheimar.pdf
20. 2204085 - Aðalfundur Háskólafélgas Suðurlands ehf 2022
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands 2022 sem haldinn verður mánudaginn 25. apríl.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2022.pdf
21. 2204086 - Gróðurbelti í miðbæ Selfoss
Erindi frá Sigtúni Þróunarfélagi, dags. 7. apríl, þar sem óskað var eftir að Sveitarfélagið taki að sér gróðursetningu og umhirðu í gróðurbeðum miðbæjar Selfoss.
Bæjarráð óskar eftir að lokið verði við samning um rekstur opinna svæða í miðbæ Selfoss þannig að hægt verði að taka afstöðu til erindisins.
Gróðurbelti í miðbæ Selfoss.pdf
22. 2204006 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2022
Sumardagurinn fyrsti.
Bæjarráð samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði fimmtudaginn 28. apríl, nema sérstakar aðstæður krefist annars.
Fundargerðir
23. 2203024F - Skipulags og byggingarnefnd - 92
92. fundur haldinn 6. apríl.
24. 2203033F - Umhverfisnefnd - 21
21. fundur haldinn 5. apríl.
25. 2203029F - Starfshópur um húsnæðismál - 1
1. fundur haldinn 17. mars
Fundargerðir til kynningar
26. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
310. fundur haldinn 29. mars.
Lagt fram til kynningar.
310. stjf. SOS 290322.pdf
27. 2201295 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2022
24. fundur haldinn 7. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Aukafundur Héraðsnefndar 7.febrúar 2022 24. fundur.pdf
28. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
217. fundur haldinn 30. mars.
Ásamt ársreikningi og nýrri samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi.

Lagt fram til kynningar.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Ársreikningur 2021.pdf
samthykkt_um_vatnsvernd_B_nr_326_2022.pdf
217_fundur_fundargerd.pdf
29. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
580. fundur haldinn 1. apríl.
Lagt fram til kynningar.
580. fundur stj. SASS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica