Bæjarráð - 134 |
Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, 19.06.2025 og hófst hann kl. 08:10 |
|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og kom Axel Sigurðsson, Á-lista á fundinn sem varamaður. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2506151 - Kaupsamningur - Nauthagi 2 |
Bygging Nauthaga 2 hófst á árinu 2022 og var byggð skv. samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veittu lán samkvæmt framangreindum lögum til byggingarinnar. Íbúðakjarninn í Nauthaga 2 var byggður af Arnardrangi hses. sem er í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi. Sveitarfélagið Árborg samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2022 að veita stofnframlag vegna byggingar íbúðakjarnans, stofnframlagið fólst í niðurfellingar á gatnagerðargjöldum að fjárhæð kr. 21.560.000,- og beinu fjárframlagi að fjárhæð kr. 6.084.184,-, sem samtals var 12% af stofnvirði fasteignarinnar.
Í framangreindum kaupsamningi er óskað eftir að Sveitarfélagið Árborg og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimili sölu fasteignarinnar með vísan til laga um almennar íbúðir og laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, en með vísun til 7. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál eru eigendaskipti heimil hafi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkt framsalið enda uppfylli kaupandi ákvæði laga um húsnæðismál. Bæjarráð felur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, umboð til að undirrita yfirlýsingu um að Sveitarfélagið Árborg heimili söluna. |
Samþykkt |
|
|
|
Axel Sigurðsson, Á-lista kemur inn á fundinn kl.8:30
|
2. 2506152 - Samkomulag- samstarf vegna leiguíbúða - Nauthagi 2 |
Samkomulagið er gert í framhaldi af sölu Arnardrangs íbúðafélags hses á íbúðakjarnanum að Nauthaga 2, Selfossi, til Brákar íbúðafélags. Bygging Nauthaga 2 hófst á árinu 2022 og var byggð skv. samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veittu lán samkvæmt framangreindum lögum til byggingarinnar. Sveitarfélagið Árborg samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2022 að veita stofnframlag vegna byggingar íbúðakjarnans, stofnframlagið fólst í niðurfellingar á gatnagerðargjöldum að fjárhæð kr. 21.560.000,- og beinu fjárframlagi að fjárhæð kr. 6.084.184,-, sem samtals var 12% af stofnvirði fasteignarinnar. Samkvæmt samkomulaginu verður Brák eigandi og rekstraraðili Nauthaga 2, Bergrisinn fær fullan forgang að íbúðunum og úthlutar þeim í samræmi við reglur. Í framangreindu samkomulagi kaupsamningi er óskað eftir að Sveitarfélagið Árborg og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimili sölu fasteignarinnar með vísan til laga um almennar íbúðir og laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, en með vísun til 7. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál eru eigendaskipti heimil hafi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkt framsalið enda uppfylli kaupandi ákvæði laga um húsnæðismál. Sveitarfélagið tekur m.a. á sig ábyrgð á leigutekjum sem Brák kann að verða af vegna vangoldinna leigugreiðslna leigjenda og að eðlilegt viðhald sem leigutaka ber að sinnt. Sveitarfélagið er leigutaki sameignar húsnæðisins.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um samstarf vegna leiguíbúða milli Brákar hses annars vegar og Sveitarfélagsins Árborgar og Bergrisans bs hins vegar og felur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, að undirrita samkomulagið f.h. Sveitarfélagsins Árborgar. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2506166 - Beiðni um aukin stöðugildi í Velferðarþjónustu Árborgar |
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni um aukin stöðugildi innan Velferðaþjónustu Árborgar til að mæta auknum verkefnum hjá barnavernd og barnateymi. Bæjaráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir viðauka vegna fjölgunar stöðugilda innan velferðarþjónustu frá 1. september til ársloka 2025, að fjárhæð kr. 9.200.000,- til samþykktar. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2506154 - Ósk um aukinn fjölda klst. til tónlistarkennslu |
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026. |
Samþykkt |
Svfél. Árborg v. viðbót. frá 1.1.2026.pdf |
|
|
|
5. 2506144 - Hvatning til sveitarfélaga - lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts |
Lagt fram til kynningar. |
Tölvupóstur - Erindi Félags atvinnurekenda til sveitastjórna.pdf |
Fasteignaskattar starfshópur.pdf |
|
|
|
6. 2506115 - Íþrótta- og sundkennsla í Árborg 2025-2028 |
Bæjarráð tekur vel í beiðnina sem kemur í kjölfar bættrar nýtingar á aðstöðu og samvinnu grunnskóla á Selfossi í íþrótta- og sundkennslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir viðauka um kaup á áhöldum fyrir íþrótta- og sundkennslu, að fjárhæð kr. 1.500.000,-, og leggja fram til samþykktar.
Bæjarráð tekur undir tillögu fræðslu- og frístundanefndar um að gerð verði úttekt á aðstöðu til íþrótta- og sundkennslu á Eyrarbakka og Stokkseyri. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerðir |
7. 2506003F - Skipulagsnefnd - 46 |
|
|
|
8. 2506009F - Fræðslu- og frístundanefnd - 21 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10 |
|