Skipulags og byggingarnefnd - 5 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 31.08.2022 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Sölvi Leví Gunnarsson , Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður. |
|
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Aðstoðar byggingarfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2208135 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags og byggingarnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að íbúðabyggð er ekki heimil á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulag hefur ekki verið unnið fyrir svæðið. Þetta erindi samræmist ekki fyrri upplýsingum sem kynntar voru fyrir skipulagsnefnd á fundi 90 & 92.
|
Hafnað |
|
|
|
2. 2208082 - Eyravegur 22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd telur að áform um fjölgun íbúða á lóðinni Eyravegur 22, sé ekki tímabær á meðan ekki hefur verið unnið rammaskipulag fyrir svæðið í heild, eins og endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, gerir ráð fyrir, þar sem svæðið meðfram Eyravegi er skilgreint sem miðsvæði/þróunarsvæði. |
Hafnað |
|
|
|
3. 2208263 - Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði - Gagnheiði 37 |
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemir við byggingaráformin, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum að Gagnheiði 35, 39 og framvísa þarf samþykki meðeiganda Gagnheiði 37. |
|
|
|
4. 2208264 - Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2208269 - Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi |
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir fullnægjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samband við umsækjanda. |
Frestað |
|
|
|
6. 2207196 - Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu) |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerð |
7. 2208006F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 |
|