Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 10

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
26.10.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2210185 - Umsókn um stofnun lóðar - Kumbaravogur
Larsen hönnun og ráðgjöf sækir um f.h. Kumbaravogs ehf, stofun lóðar, Kumbaravogur 6, úr jörðinni Kumbaravogur L 165555. Kumbaravogur 6, verður 1942,9 fm. Aðkoma að Kumbaravogi 6 verður frá Hásteinsvegi í gegnum land Kumbaravogs um Nesbrú.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.
2. 2210209 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurnýjun lagna Fossheiði frá 1-15
Sigurður Ólafsson f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun lagna í Fossheiði 1-15 á Selfossi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
3. 2210212 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurgerð á gatnagerð Dvergasteinar
Sigurður Ólafsson f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagningu veitna í Dvergasteini, Stokkseyri, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
4. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 19. október 2022. Ögmundur Skarphéðinsson hönnunarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að hefja undirbúning jafðvinnuframkvæmda við 2. áfanga Stekkjarskóla. Einnig er óskað eftir óverulegri stækkun byggingarreits til suðurs um u.þ.b. 2 m. Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Ósk um óverulega stækkun byggingarreits er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og bygingarnefnd gerir ekki athugsemd við að byggingarfulltrúi gefi út leyfi til að framkvæmdir við jarðvinnu geti hafist.
5. 2209300 - Starengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Áður frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. október 2022.
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.10.2022:
"Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Guðrúnar Lúðvíksdóttur sækir um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu og sólskála. Helstu stærðir eru; 79,4 m2 og 264,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og mannvirkja- og umhverfissviðs."


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga um byggingu bílskúrs og sólskála skuli grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar vegna staðsetningar bílskúrs.
6. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Svanhildur Gunnlaugsdóttir, Landform, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af götunum Austurvegur, Rauðholt, Vallholt og Reynivellir. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er markmið deiliskipulags að skilgreina afmörkun lóða og nýtingu þeirra.Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.e.blanda af íbúðabyggð og verslunar- og þjónustulóðum, og er nýtingarhlutfall lóða innan miðsvæðis skilgreint með nýtingarhlutfall allt að 1.0-2.0.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til að deiliskipulagstillagan verði einnig send hagsmunaaðilum á svæðinu til kynningar.
7. 2210271 - Björkurstykki - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Hermann Ólafsson,Landhönnun, leggur fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðasvæðis Björkurstykkis.
Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits grunnskóla, þar sem byggingarreitur er færður um tvo metra til suðurs. Breytingin er til komin vegna óska um stækkun sérkennsluálmu, smíðakennslustofu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
8. 2210292 - Deiliskipulag - Breyting - Hringtorg við gatnamót Hólastekks og Suðurhóla
Til skoðunar eru ný gatnamót Suðurhóla, Hólastekks og Nýju Jórvíkur. Nýlegt aðal- og deiliskipulag gerir ráð fyrir að ný gata (Hólastekkur) sunnan nýs íbúðahverfis "Björkurstykkis" muni tengjast í línulegri stefnu við núverandi Suðurhóla til austurs. Núverandi Suðurhólar norðan
við Björkurstykki munu hins vegar tengjast nýrri götu gegnum gatnamót. Frá suðri er gert ráð fyrir að ný stofngata Jórvíkurhverfis (Nýja Jórvík) tengist í gegnum sömu gatnamót. Lagt er til að á gatnamótin komi hringtorg svipað og nýlegt hringtorg við Suðurhóla /Björkurstekks/ Norðurhóla. Hringtorgið er er á tillögu sett upp til viðmiðunar en staðsetning og nánari lögun væri útfært í verkhönnun. Helsti sjáanlegi vankantur er að stutt er í tengigötu til vesturs inn í seinna Bjarkarhverfið, en þeirri tengingu er mögulegt að sleppa og gera götuna að botnlanga, eða að færa tenginguna til suðurs. Þá er einnig töluvert pláss til að hafa hringtorgið sjálft norðaren sýnt er á tillögu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur framkomna tillögu jákvæða og muni nýtt hringtorg auka á umferðaröryggi svæðisins í heild. Nefndin felur skipulagsfulltúa að vinna að gerð deiliskipulagsbreytingar fyrir það svæði sem hringtorgið snertir.
9. 2210299 - Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42
Anne Bruun Hansen f.h. landeiganda, leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Austurbyggð. Breytingin felst í að bygingarreitur fyrir lóðina Hæðarland 32-42 færist til suðurs um einn metra. Annað breytist ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundargerðir
10. 2210008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103
10.1. 2210038 - Breiðumýrarholt/Holt L194765 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hildur Bjarnadóttir hönnuður fyrir hönd Lindu Helgadóttur sækir um leyfi til að staðsetja aðstöðuhús á landinu í 36 mánuði meðan framkvæmdir og uppbygging eiga sér stað. Helstu stærðir eru; 41,7 m2 og 157,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.2. 2210161 - Austurhólar 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jóhann Einar Jónsson hönnunarstjóri f.h. Austurhóla ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús á fimm hæðum með 40 íbúðum. Stærðir: 3.625,7 m2 og 10.734,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.3. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ögmundur Skarphéðinsson hönnunarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að hefja undirbúning jafðvinnuframkvæmda við 2. áfanga Stekkjarskóla. Einnig er óskað eftir óverulegri stækkun byggingarreits til suðurs um u.þ.b. 2 m.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3.
Byggingaráform fyrir gröft og fyllingu eru samþykkt með fyrirvara um að skipulagsnefnd samþykki óverulega stækkun byggingarreits.
Takmarkað byggingarleyfi fyrir gröft og fyllingu verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir eða séruppdráttur verkfræðinga fyrir gröft og fyllingu.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og húsasmíða- eða múrarameistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd.

Ósk um óverulega stækkun byggingarreits er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.


Niðurstaða þessa fundar
10.4. 2209306 - Fossnes 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Bílasölu Suðurlands ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 199,4m2 og 886,1m3.
Málinu var áður á 102. fundi og var þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við umsókn og þau gögn sem fyrir liggja.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.5. 2210083 - Bjarmaland 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ. Ingólfsson hönnuður fyrir hönd Magnúsar Daníels Ingólfssonar sækir um leyfi til að byggja garðskála. Helstu stærðir eru; 16,9 m2 og 54,6 m3.
Viðbyggingin er út fyrir byggingarreit og áformin ekki í samræmi við deiliskipulag. Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
10.6. 1905428 - Suðurleið 5 - Aðaluppdrættir
Guðmundur Gunnarsson hönnunarstjóri sendir inn breytta aðaluppdrætti þar sem gert er ráð fyrir millilofti.
Byggingarleyfi var gefið út 16.02.2022.
Breyttir aðaluppdrættir verða samþykktir þegar þeir hafa verið leiðréttir skv. athugasemdum afgreiðslufundar.

Niðurstaða þessa fundar
10.7. 2202204 - Tryggvagata 10-12 - Aðaluppdrættir
Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri sendir inn breytta aðaluppdrætti.
Byggingarleyfi var gefið út 30.08.2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti.

Niðurstaða þessa fundar
10.8. 2210197 - Kirkjuvegur 11 - Umsókn um niðurrif
Sigtún þróunarfélag ehf. sækir um leyfi til niðurrifs að Kirkjuvegi 11.
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

Niðurstaða þessa fundar
10.9. 2210055 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Hjúkrunarheimilið Móberg
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir hjúkrunarheimili.
Öryggisúttekt skv. byggingareglugerð gr. 3.8.1 hefur verið gerð á nýju hjúkrunarheimili sem stendur á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húnæðisins og gerir ekki athugasemdir við að húsnæðið verði tekið í notkun.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica