Skipulags og byggingarnefnd - 10 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 26.10.2022 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2210185 - Umsókn um stofnun lóðar - Kumbaravogur |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar. |
|
|
|
2. 2210209 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurnýjun lagna Fossheiði frá 1-15 |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
|
|
|
3. 2210212 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurgerð á gatnagerð Dvergasteinar |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
|
|
|
4. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og bygingarnefnd gerir ekki athugsemd við að byggingarfulltrúi gefi út leyfi til að framkvæmdir við jarðvinnu geti hafist. |
|
|
|
5. 2209300 - Starengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga um byggingu bílskúrs og sólskála skuli grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar vegna staðsetningar bílskúrs. |
|
|
|
6. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til að deiliskipulagstillagan verði einnig send hagsmunaaðilum á svæðinu til kynningar. |
|
|
|
7. 2210271 - Björkurstykki - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
|
|
|
8. 2210292 - Deiliskipulag - Breyting - Hringtorg við gatnamót Hólastekks og Suðurhóla |
Skipulags- og byggingarnefnd telur framkomna tillögu jákvæða og muni nýtt hringtorg auka á umferðaröryggi svæðisins í heild. Nefndin felur skipulagsfulltúa að vinna að gerð deiliskipulagsbreytingar fyrir það svæði sem hringtorgið snertir. |
|
|
|
9. 2210299 - Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42 |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
10. 2210008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 |
10.1. 2210038 - Breiðumýrarholt/Holt L194765 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.2. 2210161 - Austurhólar 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.3. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3.
Byggingaráform fyrir gröft og fyllingu eru samþykkt með fyrirvara um að skipulagsnefnd samþykki óverulega stækkun byggingarreits.
Takmarkað byggingarleyfi fyrir gröft og fyllingu verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir eða séruppdráttur verkfræðinga fyrir gröft og fyllingu.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og húsasmíða- eða múrarameistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd.
Ósk um óverulega stækkun byggingarreits er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.4. 2209306 - Fossnes 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við umsókn og þau gögn sem fyrir liggja.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.5. 2210083 - Bjarmaland 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Viðbyggingin er út fyrir byggingarreit og áformin ekki í samræmi við deiliskipulag. Erindinu hafnað.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.6. 1905428 - Suðurleið 5 - Aðaluppdrættir
Byggingarleyfi var gefið út 16.02.2022.
Breyttir aðaluppdrættir verða samþykktir þegar þeir hafa verið leiðréttir skv. athugasemdum afgreiðslufundar.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.7. 2202204 - Tryggvagata 10-12 - Aðaluppdrættir
Byggingarleyfi var gefið út 30.08.2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.8. 2210197 - Kirkjuvegur 11 - Umsókn um niðurrif
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.
Niðurstaða þessa fundar
|
10.9. 2210055 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Hjúkrunarheimilið Móberg
Öryggisúttekt skv. byggingareglugerð gr. 3.8.1 hefur verið gerð á nýju hjúkrunarheimili sem stendur á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húnæðisins og gerir ekki athugasemdir við að húsnæðið verði tekið í notkun.
Niðurstaða þessa fundar
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 |
|