Skipulags og byggingarnefnd - 12 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 23.11.2022 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2207212 - Jóagerði L166146 - Ósk um lagfæringar á skráningu og afmörkun lóðar |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Borg II lóð 2 L210184, verði sameinuð Jóagerði L166146. Við þann gjörning er landspildan færð til svipaðrar stærðar og lýst er í afsali frá frá 23.2.1998.(spildan verður skv.mælingu samanlagt 17205,4 m2) Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja samruna lands og leiðréttingar með vísan til ofangreinds. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Eyravegur 8,10 og Smáratún 2,3,4,6,8,10,12. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2211293 - Hæðarland 2-8. - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. 2211290 - Önnur mál - Kynning skipulagsáforma 2022-2023 |
|
|
|
|
Fundargerð |
5. 2211002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 |
|