Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 12

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
23.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2207212 - Jóagerði L166146 - Ósk um lagfæringar á skráningu og afmörkun lóðar
Mál áður á dagskrá fundar dags. 27.9.2022:
„Skúli Æ. Steinsson eigandi Jóagerðis L166146, óskar eftir að afmörkun Jóagerðis verði færð til fyrra horfs í samræmi við girðingar frá fyrri tíð. Jóagerði er skráð í Þjóðskrá 2,0 ha, en skv afsali frá 1988 er stærð tilgreind 1,86ha. Skúli telur að sveitarfélagið Árborg hafi árið 2003-2004 staðið fyrir mælingu á landinu og breytt skráningu í 1,24 ha. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa afla frekari gagna.“ Fyrir fundi hafa borist skýrari gögn sem varpa ljósi á fyrri landskiptagjörning.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna hjá Sveitarfélaginu Árborg, hvort komi til greina að landið Borg II L210184, verði sameinað landinu Jóagerði L166146. Við það myndi sameinuð spilda nálgast þá stærð sem tilgreind er í afsali frá 1998„
Fyrir fundi nú, eru tveir uppdrættir, þar sem annarsvegar er sýnd afmörkun á báðum spildum með sameiningu í huga, og hinsvegar tillaga þar sem sýnd er ný afmörkun sameinaðrar spildu, með eftirfarandi skýringum:

1.Borg II lóð 2, landnr. 210184 sameinast Jóagerði, landnr. 166146. Afmörkun á Jóagerði færist sunnar og fylgir girðingu
sem er á milli Jóagerðis og Borg II, landnr 179338.

2.Borg II minnkar um það sem nemur stækkuninni.
Jóagerði var áður skráð 2ha í Þjóðskrá Íslands
en verður eftir sameiningu og skv. nýjum mælingum 17205,4 m²

3.Borg II var áður skráð 8 ha í Þjóðskrá Íslands
en verður eftir minnkun og skv. nýjum mælingum 76225,9 m².

4.Veghelgunarsvæði nær 30 metrum út frá miðlínu Gaulverjabæjarvegar
til beggja hliða.
Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 liggur
lóðin Borg II lóð á skilgreindu opnu svæði til sérstakra nota.
Það svæði er einnig á náttúruminjaskrá.

5.Kvöð er á Borg II vegna umferðarréttar vegna reiðleiðar og vegna
aðkomuvegar að Borg II lóð, landnr. 224229.
Aðkoma er frá Gaulverjabæjarvegi (33).

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Borg II lóð 2 L210184, verði sameinuð Jóagerði L166146. Við þann gjörning er landspildan færð til svipaðrar stærðar og lýst er í afsali frá frá 23.2.1998.(spildan verður skv.mælingu samanlagt 17205,4 m2)
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja samruna lands og leiðréttingar með vísan til ofangreinds.
2. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 16.11.2022:
„Jódís Ásta Gísladóttir f.h. hönnunarstjóra sendir inn uppfærða aðaluppdrætti þar sem búið er að bæta við svölum á suðurhlið hússins.
Byggingarleyfi var gefið út 21.06.2022 að undangenginni grenndarkynningu þar sem 12 athugasemdir bárust sem m.a. snéru að útliti hússins. Byggingarfulltrúi telur að breytingarnar geti ekki talist óverulegar og vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.4. „

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Eyravegur 8,10 og Smáratún 2,3,4,6,8,10,12.
3. 2211293 - Hæðarland 2-8. - Deiliskipulagsbreyting
Anne Bruun Hansen f.h. landeiganda, leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Austurbyggð II. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir lóðina Hæðarland 2-8, stækkar til suðurs um tvo metra. Að öðru leyti gilda áfram gildandi eldri skilmálar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Erindi til kynningar
4. 2211290 - Önnur mál - Kynning skipulagsáforma 2022-2023
Skipulagsfulltrúi kynnir helstu áform um skipulagsvinnu í sveitarfélaginu Árborg 2022-2023.
Fundargerð
5. 2211002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica