Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 60

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
27.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101154 - Lóðarumsókn-Eyrargata 21
Aðalbjörn Jóakimsson sækir um lóðina Eyrargötu 21 Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Samþykkt
2. 2101303 - Lóðarumsókn - Við Suðurtröð
Halla Rós Arnardóttir sækir um lóð fyrir hesthús við Suðurtröð.
Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Frestað
3. 2101310 - Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Lögð hafa verið fram gögn um breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
Samþykkt
4. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Landeigandi leggur fram tillögu að lýsingu á deiliskipulagsverkefni í Austurbyggð II.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst.
Samþykkt
5. 2101333 - Umsókn um lögbýlisrétt - Hoftún 2
Guðbergur Guðbergsson sækir fyrir hönd landeiganda um lögbýlisrétt á Hoftúni 2 - lnr. 230897
Skipulags- og byggingarnefnd setur sig ekki upp á móti því að stofnað verði lögbýli að Hoftúni 2, lnr. 230897. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.
Samþykkt
7. 2012129 - Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Fyrir liggja drög að umferðaröryggisáætlun Árborgar fyrir árin 2021-2025.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Frestað
Erindi til kynningar
6. 2101334 - Deiliskipulagstillaga - Björkustykki 2
Skipulagshöfundur mætir á fund til að kynna stöðu skipulagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar skipulagshöfundi fyrir kynninguna.
Frestað
 
Gestir
Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt - 08:10
Hermann Ólafsson yfirgefur fundinn kl. 9:05
Fundargerð
8. 2101005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 57
8.1. 2101189 - Móstekkur 49-51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Borgarós ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2101182 - Hraunhella 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórarinn Pálsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði uppfærður.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2101181 - Dranghólar 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásta Björg Kristinsdóttir sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að hluta til á tveimur hæðum.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og skil á skráningartöflu.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Kristinn Ingvarsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu á einni hæð úr timbri með einhalla þaki.
Framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Erindinu hafnað

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2101114 - Bjarmaland - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hugi Freyr Valsson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2101076 - Hulduhóll 43-45 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Háeyrarklettur ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús úr timbri á einni hæð með bílgeymslu.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði uppfærður.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2101075 - Hagalækur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyþór Lárusson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2101072 - Hulduhóll 47-49 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Pálmar Jónsson sækir um leyfi til að byggja einfalt parhús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu. Byggingarefni er timbur og kraftsperruþak með niðurteknu lofti.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði uppfærður.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2101070 - Gagnheiði 59 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
G.S. fasteignafélag ehf. sækir um að gera breytingar utanhúss á atvinnumannvirki.
Óskað er eftir umsögnum frá Selfossveitum og HS veitum.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2101099 - Eystri-Sandvík 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ólafur Ingi Sigurmundsson sækir um leyfi til að byggja sambyggt íbúðarhús og bílgeymslu á einni hæð.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.4
Byggingarleyfi samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús.
Frekari gögn vantar, byggingarfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2101095 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis Hárgreiðslustofunnar Mensý
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Mensý Hárgreiðslustofu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurútgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2101094 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis Tjaldsvæðis Stokkseyri
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis Tjaldsvæðisins á Stokkseyri.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurútgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.14. 18051505 - Hafnargata 9 - Sýslumaðurinn á Suðurlandi - Umsögn vegna rekstrarleyfis
Á 40. fundi var samþykkt að gefa tímabundna jákvæða umsögn til Sýslumannsins á Suðurlandi vegna útgáfu rekstrarleyfis til Arthostel ehf til sölu gistingar í flokki III. Með tölvupósti dags. 02.12.2020 spyr fulltrúi sýslumanns hvort breyting hafi orðið á umsögn eða hvort fella eigi rekstrarleyfi niður.
Byggingarfulltrúi telur að mannvirkið uppfylli kröfur sbr. 4. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 og gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
8.15. 1905364 - Rekstrarleyfisumsögn - Draugasetrið
Á 40. fundi var samþykkt að gefa tímabundna jákvæða umsögn til Sýslumannsins á Suðurlandi vegna útgáfu rekstrarleyfis til Draugasetursins ehf til sölu veitinga. Með tölvupósti dags. 02.12.2020 spyr fulltrúi sýslumanns hvort breyting hafi orðið á umsögn eða hvort fella eigi rekstrarleyfi niður.
Byggingarfulltrúi telur að mannvirkið uppfylli kröfur sbr. 4. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 og gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
8.16. 2101134 - Stöðuleyfi - Engjavegur 3
Gréta Adolfsdóttir sækur um stöðuleyfi fyrir 2 íbúðagáma vegna rýmingar íbúðar.
Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica