Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 2

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
29.06.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2206070 - Málun á gangbrautarmynstri yfir Brúarstæti
Erindi vísað frá bæjarráði Árborgar dags. 14.6.2022:
Vignir Guðjónsson f.h. Sigtúns Þróunarfélags. Ehf, óskar eftir leyfi til þess að mála gangbrautarmynstur á hellulagða gönguleið yfir Brúarstræti, frá tröppum/rampi við ráðhúslóð og að Brúartorgi, í samræmi við meðfylgjandi gögn. Hugmyndin er að gangbrautin verði óhefðbundin, þ.e. mynstrið verði í þrívídd. Þetta er til þess fallið að lífga upp á stemmingu og gera hluti skemmtilegri og áhugaverðari, og gleðja augu þeirra sem þarna ganga um. Á Ísafirði hefur sambærileg gangbraut verið gerð, eins og reyndar í borgum og bæjum víða um heim. Sigtún Þróunarfélag ehf, mun kosta framkvæmdina að öllu leyti, og verður „gangbrautin“ máluð af Juan, spænskum listamanni sem hefur áður skreytt hluti í miðbænum eins og brunahana, brunnlok og rafmagnskassa. Óskað er eftir leyfi Árborgar til verksins og frekara samstarfs um endanlega útfærslu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að fyrirspurn verði send til umsagnar hjá Öryrkjabandalagi Íslands, Lögreglunni á Suðurlandi og Brunavörnum Árnessýslu.
Frestað
2. 2205094 - Hásteinsvegur 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11.5.2022:
Ásdís Ingþórsdóttir fyrir hönd Bláhiminn ehf., sækir um leyfi til að stækka húsið um u.þ.b. 36 m2, og endurnýja glugga og klæðningar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30.5.2022.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráform, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir eigendum Fagurhóls - Hásteinsvegar 42, Hásteinsvegar 44 og Hvanneyrar. Nefndin minnir á að fylgja skuli leiðbeiningum minjastofnunar um friðuð hús, eins og bent er á í umsöng stofnunarinnar.
Samþykkt
3. 2202337 - Fyrirspurn um fjölgun fasteigna - Fagurgerði 5
Jón Hrafn Hlöðversson hjá mansard teiknistofu ehf, leggur fram fyrirspurn , um hvort leyfi fáist til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús á lóðinni Fagurgerði 5 á Selfossi, og er óskað eftir að nýtt hús/ný lóð fái heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Lóðin Fagurgerði 5 er skráð 1128m2 og heimilt að byggja allt að 500m2 á lóðinni og er nýtingarhlutfall tilgreind 0,45 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 30.4.2020. Núverandi hús á lóðinni er tveggja hæða íbúðarhús auk bílskúrs og er fermetrafjöldi þessa samtals um 270m2. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall eftir skipulagsbreytingu á lóðinni Fagurgerði 5 verði allt 0,483 og á lóðinni Fagurgerði 7, um 4,14
Skipulags- og byggingarnefnd hafði samþykkt að Lóðinni Fagurgerði 5 verði skipt upp í tvær lóðir og ný lóð fengi heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Tillaga þess efnis hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum húsa við Grænuvelli 1 og 2, auk Fagurgerðis 8, 9 og 10, áður en tillaga að deiliskipulagi yrði lögð fram. Grenndarkynnt var frá 4. maí 2022, með athugasemdafresti til 1. júní 2022. Komið hafa fram athugasemdir frá eigendum Fagurgerðis 8, 9, 10, og Grænuvöllum 2.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar að byggt verði tvíbýlishús á fyrirhugaðri lóð.
Skipulags- og byggingernefnd tekur undir athugasemdir þeirra aðila sem gerðu athugasemdir varðandi byggingarmagn og yfirbragð á húsi. Nefndin leggur til að að hönnuður/fyrirspyrjandi kanni möguleika á að dregið verði úr umfangi tillögunnar, byggingarmagni og að byggingarlínum við Grænuvelli og Fagurgerði verði haldið til að halda í ásýnd götumyndar.
Hafnað
4. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd deiliskipulagstillaga, að lokinni auglýsingu í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagaslaga nr.123/2010. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð verði parhúsalóð (6-6a), og að heimilt verði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin verði á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5. Tillagan var auglýst í Lögbirtingarblaði, Fréttablaðinu og Dagskránni 13. apríl 2022, með fresti til athugasemda 25.5.2022. Athugasemdir hafa borist.
Frestað
5. 2206228 - Deiliskipulag - Lækjargarður
Eiður I. Sigurðsson f.h. landeiganda Lindu Rut Larsen, leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir landspilduna Lækjargarður L166200, sem er tæpir 4 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á spildunni íbúðarhús allt að 350m2 aðstærð, tvö gesthús allt að 80m2 að stærð, hvort, auk skemmu allt að 400m2 að stærð. Landspildan er í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 skilgreint sem landbúnaðarland og er einnig í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er í lokavinnslu.. Aðkoma að er af Votmúlavegi og aðkomuvegi að Lækjargarði.
Frestað
6. 2206269 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit - Búðarstígur 23
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Iron fasteignir ehf. sækir um stækkun á byggingreit á lóðinni Búðarstígur 23, á Eyrarbakka. Með stækkun á byggingarreit fæst betri nýting á lóðina. Núverandi nýtingarhlutfall miðað við byggingarmagn á lóð er 0,26 en gæti með stækkun á byggingarreit farið upp að 0,35.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarreitur verið stækkaður um rúma 30m til vesturs og verið þá heimild til byggingar allt að 578m2 húsid/viðbyggingar.
Tillöguna skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2022, fyrir eigendum fasteigna við Búðarstíg 22,24 og 26.
Samþykkt
7. 2206345 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Lagning ljósleiðara á Eyrarbakka
Beiðni Ástu Marteinsdóttur, verkefnastjóra, hjá Ljósleiðaranum ehf, kt. 691206-3780, þar sem óskað var eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Eyrarbakka. Einnig er óskað eftir leyfi til að nýta svæðið við Merkiseinsvelli 56 fyrir gám/kaffiaðstöðu, auk lagers fyrir sand og lagnaefni. Lýsing á verkefninu og umfangi þess koma fram á meðfylgjandi skurðaplönum/teikningum, unnar af tæknideild Ljósleiðarans. Áætlaður verktími er frá 1. júlí til 1. desember 2022.
Farið hefur fram húsaskoðun á Eyrarbakka þar sem fulltrúar Ljósleiðarans hafa rætt við eigendur eigna og þeim boðið að fá ljósleiðarann tengdan til sín. Viðkomandi aðilar samþykkja þá framkvæmdir á sínum lóðum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áður skal þó finna lager og starfsmannaðstöðu nýjan stað.
Samþykkt
Fundargerðir
8. 2204032F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91. Til kynningar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91
8.1. 2204282 - Þykkvaflöt 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2204285 - Þykkvaflöt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2204284 - Þykkvaflöt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2205056 - Nýja Jórvík 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 12 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 1137,2m2 og 3504,3m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Lóðin telst ekki byggingarhæf þar sem ekki liggur fyrir hvenær hún verður tengd dreifikerfi hitaveitu.


Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2204321 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Iron fasteignir ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun og breytingum innanhúss og utan. Núverandi fiskverkunarhúsi verður breytt í iðnaðar- og geymsluhús, matshlutar sameinaðir og skipt í nokkur eignarrými. Undanskilinn er NA hluti hússins þar sem eftir er að útfæra aðgengi frá götu.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Byggingaráform eru samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum:
- Umsögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir vegna sjóvarnargarðs.
- Gert verði grein fyrir innra skipulagi lóðar og umferðarflæði í samræmi við umsögn Minjaverndar.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð 2.3.7 gr. og 2.3.8 gr.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2205094 - Hásteinsvegur 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásdís Ingþórsdóttir fyrir hönd Bláhiminn ehf. sækir um leyfi til að stækka húsið um u.þ.b. 36 m2 endurnýja glugga og klæðningar.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Samþykkt að óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.

Vísað til skipulagsfulltrúa.


Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2205095 - Norðurbraut 34 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús Ingi Másson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 264,0m2 og 886,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2205099 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi fyrir færanlegum kennslustofum við BES. Flatarmál u.þ.b. 450 m2.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við aðalskipulag.
Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Vísað til skipulagsfulltrúa.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2205114 - Eyravegur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Freyr Frostason fyrir hönd PizzaPizza ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús á veitingastað.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð 2.3.7 gr. og 2.3.8 gr.:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2204297 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Furugrund 18
Jón Gunnarsson tilkynnir um samþykki nágranna að Furugrund 16 vegna uppsetningar skjólveggs allt að 1,8 m nær lóðarmörkum en 1,8 m og smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 m.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 og leiðbeininga HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2205007 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Eyrargata 39
Pétur Sævald Hilmarsson leitar samþykkis vegna smáhýsis á lóð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda sé smáhýsið staðsett a.m.k. 3 m frá lóðarmörkum og farið verði að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 og leiðbeininga HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2204295 - Stöðuleyfi - Austurvegur 44
Sigfús Kristinsson sækir um stöðuleyfi fyrir fyrir 40-50 m2 frístundahús sem hann hyggst smíða á baklóð við trésmíðaverkstæði.
Samþykkt að veita stöðuleyfi með með tílvísum í byggingarreglugerð gr. 2.6.1, 1 mgr. staflið b. frístundahús í smíðum. Stöðuleyfið gildir fyrir tímabilið 11.05.2022-11.05.2023.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2205070 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Gesthús Selfossi Engjavegur 56
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Gesthús Selfossi vegna reksturs gistihúsa og tjaldsvæðis.

Ekki hefur farið fram lokaúttekt á öllum húsum sem starfsleyfið tekur til.
Afgreiðslu frestað.


Niðurstaða þessa fundar
8.14. 2204165 - Rekstrarleyfisumsögn - Bankinn Vinnustofa - Austurvegur 20
Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir veitingar í flokki II fyrir Bankinn Vinnustofa.
Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við samþykkt byggingaráform og skipulagsskilmála.
Öryggis og/eða lokaúttekt hefur ekki farið fram.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.15. 2205125 - Stöðuleyfi - Eyrarbraut 53
Ásta Marteinsdóttir fyrir hönd Ljósleiðarans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám og efnisgeymslu vegna áformaðra framkvæmda.
Fellur ekki undir gr. 2.6.1.

Niðurstaða þessa fundar
8.16. 2205127 - Stöðuleyfi - Háeyrarvellir 56
Ásta Marteinsdóttir fyrir hönd Ljósleiðarans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám og efnisgeymslu.
Fellur ekki undir gr. 2.6.1.

Niðurstaða þessa fundar
9. 2205013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92. Til kynningar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92
9.1. 2205146 - Vesturmúli 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson hönnunarstjóri f.h. Reynir Freyr Jakobsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir 301,9 m2 og 1.11,3 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.2. 2101305 - Víkurmói 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H Ólafsson hönnunarstjóri f.h. LOB ehf. sækir um breytingu þakformi frá hallandi málmklæddu þaki í flatt dúklagt þak.
Byggingarleyfi var gefið út 24.08.2021
Breytingin er í samræmi við deiliskipulag.
Breytingin samþykkt með eftirfarandi skilyrðum:
- Uppdrættir verði leiðréttir í samræmi við athugasemdir.
- Skráningartafla verði uppfærð.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.3. 2205157 - Víkurmói 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H Ólafsson hönnunarstjóri f.h LOB ehf. sækir um leyfi til að byggja 23. íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir 2.085,6 m2 og 6.056,0 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.4. 2205158 - Víkurmói 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H Ólafsson hönnunarstjóri f.h LOB ehf. sækir um leyfi til að byggja 23. íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir 2.085,6 m2 og 6.056,0 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.5. 2205164 - Eyrarbraut 45 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnunarstjóri f.h. Kristínar Grétu G Adolfsdóttur sækir um leyfi til að endurnýja hús og færa til eldri tíma í útliti og gerð.
Jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands fylgir.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.6. 2205176 - Björkurstekkur 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnunarstjóri f.h. Garðars Vilhjálmssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir 225,7 m2 og 894,0 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.7. 2205189 - Norðurbraut 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óskar Ingi Gíslason sækir um leyfi til að setja upp gestahús. Hönnunarstjóri er Kristján Georg Leifsson.
Helstu stærðir 25,6 m2 og 60,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.8. 2205190 - Tryggvagata 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnunarstjóri f.h. Í Toppformi ehf sækir um leyfi til að byggja við heilsurækt. Helstu stærðir viðbyggingar 394,0 m2 og 1.706,0 m3.
Bæjarstjórn Árborgar f.h. meðeiganda samþykkti áformin 27.04.2022.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að sýnt verði fram á brunaöryggi vegna bílastæða undir nýbyggingu. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.9. 2205217 - Víkurheiði 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson hönnunarstjóri f.h. Kalla smiðs ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhús. Helstu stærðir 899,7 m2 og 5.089,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt en ósk um fjölgun aðkomuleiða inn á lóð er hafnað. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.10. 2205242 - Víkurheiði 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Föxur ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhús. Helstu stærðir 780,0m2 og 4.869,7m3.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.11. 2205243 - Fossvík 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnunarstjóri f.h. Jórvík fasteigna ehf. sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir 832,9 m2 og 2.559,9 m3.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Lóðin telst ekki byggingarhæf þar sem ekki liggur fyrir hvenær hún verður tengd dreifikerfi hitaveitu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.12. 2205244 - Fossvík 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnunarstjóri f.h. Jórvík fasteigna ehf. sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir 832,9 m2 og 2.559,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Lóðin telst ekki byggingarhæf þar sem ekki liggur fyrir hvenær hún verður tengd dreifikerfi hitaveitu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.13. 2205245 - Fossvík 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnunarstjóri f.h. Jórvík fasteigna ehf. sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir 832,9 m2 og 2.559,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Lóðin telst ekki byggingarhæf þar sem ekki liggur fyrir hvenær hún verður tengd dreifikerfi hitaveitu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.14. 2205291 - Suðurleið 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. Ronald Regge sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir 40,1m2 og 151,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.15. 2205295 - Kirkjuvegur 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigfús Halldórsson hönnunarstjóri f.h. Ólafs Hlyns Guðmarssonar óskar eftir leyfi til að byggja vinnustofu við núverandi bílskúr.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Vísað til skipulags-og byggingarnefndar.


Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.16. 2205286 - Kumbaravogur - Stöðuleyfi
Guðni Geir Kristjánsson fyrir hönd Kumbaravogs ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 94 m2 húsi á land nr. 165555 við hlið trésmiðju við Hásteinsveg . Sótt eru um leyfi til að staðsetja húsið fyrir tímabilið 01.06.2022-01.06.2023 vegna endurbóta á húsinu.
Samþykkt að veita stöðuleyfi 01.06.2022-01.06.2023.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.17. 2205162 - Melhólar 9 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - smáhýsi
Jónína Maggý Snorradóttir og Henning Leon Guðmundsson tilkynna um samþykki nágranna að Melhólum 7 og 11 varðandi staðsetningu smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 m.
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin enda verði húsið ekki staðsett nær lóðarmörkum við opið svæði en 0,5 m.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
9.18. 2205218 - Sílalækur 20 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - skjólgirðing
Stefán Ingimar Þórhallsson tilkynnir um samþykki nágranna að Sílalæk 18 og 22 vegna áforma um að reisa skjólgirðingu allt að 1,8 m a hæð nær lóðarmörkum en 1,8 m.
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin enda verði skjólveggur ekki staðsettur nær öðrum lóðarmörkum en 1,8 m.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar.
10. 2205026F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 93
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 93. Til kynningar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 93
10.1. 2205378 - Byggðarhorn Búgarður 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Þór Jónsson hönnunarstjóri f.h. Kristjáns Arnars Jónssonar sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús með samþyggðum bílskúr. Helstu stærðir 211,3 m2 og 794,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.2. 2205375 - Móavegur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri f.h. Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sækir um leyfi til að byggja kirkjubyggingu sem samanstendur af kirkjuskipi, safnaðaheimili og íbúðahluta fyrir presta.
Helstu stærðir eru 726,3 m2 og 3.995,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.3. 2205379 - Langholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurlaug Sigurjónsdóttir hönnunarstjóri f.h. Smáragarðs ehf. sækir um leyfi til að setja rennihurð í stað hefðbundinnar hurðar á suðurhlið húss þar sem verður inngangur fyrir fagmenn.
Stærð húss breytist ekki.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.4. 2206006 - Norðurhólar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Arnar Jónsson f.h. Selfossveitna sækir um byggingarheimld til að setja upp fjarskiptamastur.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.5. 2205099 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason hönnunarstjóri fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að koma fyrir færanlegum kennslustofum. Helstu stærðir 519,4 m2 og 1.963,1 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.6. 2206075 - Suðurbraut 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason f.h. Ágústar Freys Bachmann sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir 445,5 m2 og 1.743,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag nema aðkoma að húsinu. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðkoma verði samkvæmt deiliskipulagi. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.7. 2206060 - Víkurheiði 21B Spennistöð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson hönnunarstjóri f.h. Rarik ohf sækri um leyfi til að setja upp spennistöð. Helstu stærðir 7,7 m2 og 18,3 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.8. 2205382 - Sílalækur 4 - Umsókn um samþykki á byggingaráformum
Lilja Böðvarsdóttir tilkynnir um samþykki nágranna að Sílalæk 6 og Urriðalæk 5 vegna áforma um að reisa skjólvegg/girðingu allt að 1,8 m nær lóðarmörkum en 1,8 m.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku og gerir ekki athugasemdir við áformin enda komi skjólveggur ekki nær lóðarmörkum við götu/gangstétt en sem nemur hæð og og framkvæmdin sé í samræmi við undanþáguákvæði byggingarreglugerðar. Framvísa þarf samþykki annarra nágranna ef skjólveggur/girðing kemur nær lóðarmörkum en sem nemur hæð.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.9. 2205383 - Dranghólar 35 - Tilkynning um smáhýsi
Eigendur af Dranghólum 35 tilkynna áform um að reisa smáhýsi á lóðinni.
Fyrir liggur samþykki nágranna að Dranghólum 29 um að smáhýsið verði reist lóðarmörkum en 3 m.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda sé framkvæmdin í samræmi við undanþáguákvæði byggingarreglugerðar og leiðbeiningar HMS um smáhýsi nr 71-A BR2.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.10. 2205384 - Dranghólar 29 - Samþykki á byggingaráformum
Eigendur af Dranghólum 29 tilkynna byggingaráform á smáhýsi og skjólvegg.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda sé framkvæmdin í samræmi við undanþáguákvæði byggingarreglugerðar og leiðbeiningar HMS um smáhýsi nr 71-A BR2.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.11. 2205395 - Bjarmaland 16 - Tilkynning um smáhýsi
Magnús D. Ingólfsson tilkynnir um uppsetningu smáhýsis. Fyrir liggur samþykki nágranna að Bjarmalandi 14 og Fagralandi 9.
Framvísa þarf samþykki annarra nágranna ef smáhýsið er staðsett nær lóðarmörkum en 3 m.
Byggingarfulltrúi gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við áformin enda sé framkvæmdin í samræmi við undanþáguákvæði byggingarreglugerðar og leiðbeiningar HMS um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.12. 2205399 - Birkivellir 24 - Girðing á lóðarmörkum
Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir mótmælir meintum áformum nágranna að Engjavegi 63 um uppsetningu 1,8 m hárrar girðingar í lóðarmörkum.
Byggingarfulltrúa falið að senda eiganda Engjavegs 63 bréf þar sem minnt er á skyldur um að framvísa samþykki nágranna fyrir skjólgirðingu á lóðarmörkum.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.13. 2206011 - Fosstún 19 - Tilkynning um smáhýsi
Örlygur Jónasson og Rannveig Þórðardóttir tilkynna um uppsetningu 9,1 m2 smáhýsis. Fyrir liggur samþykki nágranna að Fosstúni 17 og Sóltúni 20 vegna staðsetningar nær lóðarmörkum en 3,0 m.
Framvísa þarf samþykki annarra nágranna ef smáhýsið er staðsett nær lóðarmörkum en 3 m.
Byggingarfulltrúi gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við áformin enda sé framkvæmdin í samræmi við undanþáguákvæði byggingarreglugerðar og leiðbeiningar HMS um smáhýsi.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.14. 2206038 - Vallarland 7 - Grindverk og smáhýsi - Ósk um samþykki sveitarfélags
Puja Acharya óskar eftir samþykki Árbogar til að setja upp girðingu hæð 1,2 m á lóðarmörkum sem liggja að opnu svæði/aðkomustíg og til að setja upp 14 m2 gróðurhús. Fyrir liggur samþykki eigenda Vallarlands 5.
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.15. 2206035 - Umsagnarbeiðni - Tímabundið starfsleyfi vgna Unglingalandsmóts UMFÍ
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Ungmennafélags Íslands um tímabundið starfsleyfi vegna útihátíðar á Selfossi 28. til 31. júlí nk.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að tímabundið starfsleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.16. 2206061 - Umsagnarbeiðni - Endurnýjun starfsleyfis - AB skálinn ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Friðgeirs Jónssonar f.h. AB skálans ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði með sprautun að Gagnheiði 11, Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.


Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.17. 2206062 - Umsagnarbeiðni - Endurnýjun starfsleyfis - IB ehf bifreiða- og vélaverkstæði
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Ingimars Baldvinssonar f.h. IB ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði að Fossnesi A, Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.


Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
10.18. 2206076 - Vallarland 5 - Ósk um samþykki sveitarfélags - skjólveggur-girðingar
Hilmar Hilmarsson óskar eftir samþykki Árbogar til að setja upp girðingu hæð 1,2 m á lóðarmörkum sem liggja að opnu svæði/aðkomustíg.
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11. 2206010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 94
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 94. Til kynningar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 94
11.1. 2206170 - Björkurstekkur 73 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Geirs Gíslasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með sambyggðum bílskúr. Helstu stærðir 229,0 m2 og 805,2 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.2. 2206112 - Engjavegur 50-54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sólveig Berg Emilsdóttir hönnunarstjóri f.h. Fasteignafélags Árborgar slf. sækir um leyfi til að byggja frístundamiðstöð við Langholt. Helstu stærðir 2.408,5 m2 og 10.282,1 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að brugðist sé við athugasemdum slökkviliðs og byggingarfulltrúa og skil á greinargerð brunahönnuðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.3. 2206148 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Helena Björgvinsdóttir hönnunarstjóri f.h. Sigurðar Þorvaldssonar sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir 139,5m2 og 589,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að brugðist sé við athugasemdum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.4. 2206205 - Suðurleið 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Svanur Þór Brandsson hönnunarstjóri f.h. Haraldar Ólafsonar sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir 180m2 og 910,3 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að brugðist sé við athugasemdum skipulags- og byggingarfulltrúa. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.5. 2206109 - Eyrarvegur 1d - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir veitingastaðinn Friðriksgáfa
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Elísabetar Guðlaugsdóttur fyrir hönd E&S ehf. um starfsleyfi fyrir rekstur veitingarstaðar að Eyravegi 1d, Selfossi
Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn vegna útgáfu á starfsleyfi á Friðriksgáfu því að öryggisúttekt og/eða lokaúttekt hefur ekki farið fram.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.6. 2206139 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyravegur 1D - Friðriksgáfa og Sviðið
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Elísabetar Guðlaugsdóttur fyrir hönd E&S ehf. um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingarstaðar að Eyravegi 1d, Selfossi
Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn á útgáfu rekstrarleyfis Friðriksgáfu því að öryggisúttekt og/eða lokaúttekt hefur ekki farið fram.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.7. 2206108 - Brúarstræti 6b - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Messann veitingastað
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar Tómasar Þóroddsonar fyrir hönd L6 ehf. um starfsleyfi fyrir rekstur veitingarstaðar að Brúarstræti 6b, Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.


Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.8. 2206122 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 6A - Messinn
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Tómasar Þóroddsonar fyrir hönd L6 ehf. um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingarstaðar að Brúarstræti 6A, Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.9. 2206175 - Vallarland 9 - Tilkynning um skjólvegg
Almar Benedikt Hjarðar óskar eftir samþykki Árborgar til að setja upp girðingu hæð 1,2m sem liggja að opnu svæði/aðkomustíg. Fyrir liggur samþykki eigenda Vallarlands 7 og 11
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.10. 2206207 - Asparland 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Júlíusar Sigurðarsonar sækir um leyfi til að byggja sólskála við Parhús
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á skil á uppfærðri skráningartöflu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar
11.11. 2206206 - Stöðuleyfi - Tryggvagata 25
Lárus Gestsson óskar eftir stöðuleyfi vegna Verknámshúsa f.h. Fjölbrautaskólans á Suðurlandi
Málinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.


Niðurstaða þessa fundar
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica