Bæjarstjórn - 60 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 18.06.2025 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista, Rósa Sif Jónsdóttir ritari. |
|
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari |
|
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2503409 - Eyjasel 12 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja |
Til máls tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að veita jákvæða umsögn við umsagnarbeiðni Samgöngustofu. |
Kodiak Travel ehf, beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja.pdf |
|
|
|
2. 2311112 - Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2-8b - Deiliskipulag íbúðargötu |
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Bæjarstjórn Árborgar hefur farið yfir athugasemdir, og er sammála viðbrögðum skipulagsnefndar við athugasemdum. Gerðar hafa verið lagfæringar á uppdrætti í samræmi við samantektarblað með svörum og viðbrögðum nefndarinnar. Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og áréttar að það sé ávinningur í að þétta byggð og gera eins heildstæða götumyndir og hægt er, þar sem því er viðkomið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við skipulagslög.
|
Athugasemdir og viðbrögð Skipulagsnefndar við auglýsingu. jún 2025.pdf |
Heiðarbrún 2 - 8a og Stjörnusteinar 7 - Deiliskipulag - eftir auglýsingu.pdf |
|
|
|
3. 2505195 - Tryggvagata 15 - Deiliskipulagsbreyting 2025 |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. sömu laga. |
Sandvik-dSK-05-breyting2025_Breyt-Sundholl-2025.pdf |
|
|
|
4. 2404207 - Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra hjá dagforeldrum |
Til máls tekur Helga Lind Pálsdóttir, D-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna uppfærðar maí 2025 - lokaútgáfa.pdf |
Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu barna í heimahúsum frá ágúst 2025 Lokaskjal.pdf |
|
|
|
5. 2506113 - Reglur um leikskóla í Árborg 2025 |
Til máls taka Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Bragi Bjarnason, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.
Lagt er til að reglur um leikskóla í Árborg verði samþykkar.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
Reglur um leikskóla Árborgar - Breyting 2025.pdf |
|
|
|
6. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
Viðauki 3 - Fjárhagsáætlun 2025.pdf |
|
|
|
7. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026 |
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 2504022F - Ungmennaráð - 4/2025 |
|
|
|
9. 2505013F - Ungmennaráð - 5/2025 |
|
|
|
10. 2505028F - Ungmennaráð - 6/2025 |
|
|
|
11. 2505021F - Umhverfisnefnd - 22 |
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls undir lið 1 - breyting á opnunartíma gámasvæðis og lið 2 - úthlutun beitarhólfa. |
|
|
|
12. 2505025F - Velferðarnefnd - 17 |
Ellý Tómasdóttir, B-lista tekur til máls undir lið 5 - flakkandi félagsmiðstöð í leitarstarf í samstarfi við samfélagslögreglu. |
|
|
|
13. 2505023F - Skipulagsnefnd - 45 |
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 4 - umferðarskipulag Árborgar. |
|
|
|
14. 2505033F - Bæjarráð - 132 |
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, tekur til máls undir lið 2 - viðbót við húsnæði við BES á Eyrarbakka og lið 3 - fjölgun kennslustunda á unglingastigi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, tekur til máls undir lið 2 - viðbót við húsnæði við BES á Eyrarbakka, lið 4 - leiga á hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði 2025 - 2027, lið 5 - 17. júní hátíðarhöld 2025 - 2025, lið 7 - Votmúlavegur - ástand vegar og lið 16 - fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls og svar fyrirspurnum.
|
|
|
|
15. 2506008F - Bæjarráð - 133 |
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 1 - hátíðir og viðburðir í Árborg 2025. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07 |
|