Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 60

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
18.06.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2503409 - Eyjasel 12 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja
Afgreiðslu málsins var frestað á 57. fundi bæjarstjórnar.

Tillaga frá 43. fundi skipulagsnefndar sem haldinn var 23. apríl, liður 2.

Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja. Samgöngustofa óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar, skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Kodiak Travel ehf, um geymslustað ökutækja að Eyjaseli 12 á Stokkseyri. Sótt er um að leigja út eitt ökutæki.
Í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 kemur m.a. eftirfarandi fram um stefnu byggðar á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Að heimild sé fyrir minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarbyggðar svo sem gistiheimili, ferðaþjónustu, minni verslanir og menningartengda starfsemi, til að efla fjölbreytni í atvinnulífi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls. Nefndin gerir þó fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16.

Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á 57. fundi þar til niðurstaða grenndarkynningar lægi fyrir.

Bókun 46. fundar skipulagsnefndar frá 11. júní sl. liður 2.

Eyjasel 12 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja.

Umsagnarbeiðni frá Samgöngustofu um geymslustað ökutækja fyrir Eyjasel 5 á Stokkseyri lögð fram eftir grenndarkynningu. Sótt er um að leigja út eitt ökutæki. Grenndarkynning fór fram dagana 25. apríl til 26. maí 2025 og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsnefnd Árborgar veitir jákvæða umsögn við umsagnarbeiðni. Farið hefur fram grenndarkynning, engar athugasemdir bárust.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls.

Til máls tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að veita jákvæða umsögn við umsagnarbeiðni Samgöngustofu.
Kodiak Travel ehf, beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja.pdf
2. 2311112 - Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2-8b - Deiliskipulag íbúðargötu
Tillaga frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 11. júní sl. liður 5. Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2-8b - Deiliskipulag íbúðargötu.

Lagt er fram að lokinni auglýsingu deiliskipulag fyrir íbúðarhúsagötuna Stjörnusteina 7 og Heiðarbrún 2-8b á Stokkseyri.
Skipulagsnefnd Árborgar hefur um nokkurt skeið horft til þess að reyna að þétta byggð, þar sem þess er nokkur kostur. Hefur verið horft sérstaklega til auðra lóða sem hafa staðið þannig árum og áratugum saman í þegar byggðum hverfum. Nefndin telur að það sé ávinningur fyrir Sveitarfélagið Árborg, að það séu byggð hús á lóðunum, innan um önnur íbúðarhús, og myndist þá heildstæð götumynd á hverju svæði fyrir sig. Meginmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að gera deiliskipulag fyrir götulínuna á fyrrgreindum lóðum, Stjörnusteinar 2 og lóðirnar Heiðarbrún 2-8b, á Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Fyrir er í gildi (B-deild stjórnartíðinda 17.3.2023) deiliskipulag fyrir lóðina Heiðarbrún 6-6a, og mun það falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaði og Dagskránni frá 13.2.2025 með athugasemdafresti til 27.3.2025. Þá var tillagan aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar.
Athugasemdir bárust frá íbúum við Heiðarbrún 2 og Heiðarbrún 8.

Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir, og hefur sett saman í samantektarskjali viðbrögð við athugasemdum, sem mun fylgja með öðrum gögnum tillögunnar og verða send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd áréttar að það sé ávinningur í að þétta byggð og gera eins heildstæða götumyndir og hægt er, þar sem því er viðkomið.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Gerðar hafa verið lagfæringar á uppdrætti í samræmi við samantektarblað með svörum og viðbrögðum nefndarinnar.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.

Bæjarstjórn Árborgar hefur farið yfir athugasemdir, og er sammála viðbrögðum skipulagsnefndar við athugasemdum.
Gerðar hafa verið lagfæringar á uppdrætti í samræmi við samantektarblað með svörum og viðbrögðum nefndarinnar.
Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og áréttar að það sé ávinningur í að þétta byggð og gera eins heildstæða götumyndir og hægt er, þar sem því er viðkomið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við skipulagslög.
Athugasemdir og viðbrögð Skipulagsnefndar við auglýsingu. jún 2025.pdf
Heiðarbrún 2 - 8a og Stjörnusteinar 7 - Deiliskipulag - eftir auglýsingu.pdf
3. 2505195 - Tryggvagata 15 - Deiliskipulagsbreyting 2025
Tillaga frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 11. júní sl. liður 1. Tryggvagata 15 - Deiliskipulagsbreyting 2025.

Landform leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi skóla og sundhallarreits við Tryggvagötu 15 á Selfossi.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar þann 15. maí 2013 og tók gildi með auglýsingu nr. 591 23. júní 2014. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu síðan. Í síðustu breytingunni, sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar þann 13. desember 2023 var byggingarheimild á nýjum byggingarreit stækkuð sem heimilaði viðbyggingu á tveimur hæðum norðan við sundhöllina til að stækka líkamsræktaraðstöðu á fyrstu og annarri hæð. Þeirri uppbyggingu er nú lokið en frágangur á lóðinni eftir. Nauðsynlegt er að stækka sundlaugarsvæðið og bæta við kennslu/keppnislaug vegna ört stækkandi hóps nemenda í sveitarfélaginu, sem þarf að komast í skólasund.
Deiliskipulagsbreyting þessi er byggð á þarfagreiningu Verkís og er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar og ákvæða sem þar gilda um reit S3. Breytingin varðar Tryggvagötu 15, lóð sundhallarinnar en einnig Tryggvagötu 13, lóð Sandvíkurseturs, þar sem lóðarmörk milli þessar lóða breytast. Til stendur að reisa nýja búningsklefa fyrir nemendur, austan við nýja laug og þarf því að huga að aðkomu skólabíla við Bankaveg. Einnig stendur til að bæta aðra aðstöðu á lóð, s.s. rennibraut, heita potta og kalda potta.

Breytingar felast í eftirfarandi þáttum:
1. Ný kennslu/keppnislaug með sjö brautum er staðsett sunnan við núverandi laug syðst á útisvæði.
2. Núverandi pottar næst útiklefum færast og breytast.
3. Nýr byggingarreitur kemur sunnan við Sundhöll. Innan hans er heimilt að reisa nýjan vaktturn og upphitaða búningsklefa.
4. Nýr byggingarreitur fyrir geymslu og þjálfaraaðstöðu kemur vestan við núverandi laug.
5. Ný rennibraut kemur í stað núverandi.
6. Aðkoma fyrir skólabíla/rútur/þjónustubíla verður við Bankaveg, austan megin við nýja búningsklefa. Bílastæðum fækkar.
7. Lóðamörk milli Tryggvagötu 13 og 15 færast til norðurs og þar með breytast lóðarstærðir, sjá meðfylgjandi töflu.
8. Nýtingarhlutfall beggja lóða breytist vegna breyttra lóðarstærða og aukins byggingarmagns á lóð Tryggvagötu 15, sjá meðfylgjandi töflu.
9. Bílastæði hreyfihamlaðra norðan við Sundhöll breytast.
Aðrir byggingarskilmálar haldast óbreyttir.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41 gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. sömu laga.
Sandvik-dSK-05-breyting2025_Breyt-Sundholl-2025.pdf
4. 2404207 - Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra hjá dagforeldrum
Tillaga frá 17. fundi velferðarnefndar frá 27. maí sl. liður 4. Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra hjá dagforeldrum.

Lagt er til að samþykkt verði heildarendurskoðun á reglum Sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum. Endurskoðunin miðar að því að einfalda reglurnar, skýra ábyrgðarsvið og skilja að gjaldskrá og reglur. Jafnframt er lagt til að ákvæði um hærri niðurgreiðslu til foreldra barna 18 mánaða og eldri verði fest í sessi, auk þess sem samþykkt sveitarfélagsins um aukna greiðsluþátttöku vegna hækkunar á gjaldskrá dagforeldra verði formlega innleidd í reglurnar.

Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með heildarendurskoðun reglna um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg og að hærri niðurgreiðslu til foreldra barna 18 mánaða og eldri hafi verið fest í sessi.

Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Til máls tekur Helga Lind Pálsdóttir, D-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna uppfærðar maí 2025 - lokaútgáfa.pdf
Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu barna í heimahúsum frá ágúst 2025 Lokaskjal.pdf
5. 2506113 - Reglur um leikskóla í Árborg 2025
Tillaga frá 21. fundu fræðslu- og frístundanefndar, frá 11. júní sl. liður 1. Reglur um leikskóla í Árborg 2025.

Heildarendurskoðun á reglum um leikskóla í Árborg hefur farið fram. Nýjar reglur lagðar fram til staðfestingar auk minnisblaðs frá lögfræðingi og deildarstjóra skólaþjónustu.
Guðrún Ásta Ólafsdóttir, lögfræðingur sveitarfélagsins, fór yfir minnisblaðið og gerði grein fyrir helstu breytingum á reglunum.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti reglur um leikskóla í Árborg og vísar áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls taka Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Bragi Bjarnason, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.

Lagt er til að reglur um leikskóla í Árborg verði samþykkar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Reglur um leikskóla Árborgar - Breyting 2025.pdf
6. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 133. fundu bæjarráðs frá 12. júní sl. liður 7. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki nr. 3.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 6.877.599,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 6.877.599,- og lækkar því rekstrarafgangur í A hluta í áætlaður neikvæður um kr. 781.767.000,- eftir að viðauki er samþykktur.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 6.877.599,- og verður því rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð neikvæð um kr. 186.682.000,-
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Viðauki 3 - Fjárhagsáætlun 2025.pdf
7. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála.

Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 20. ágúst næstkomandi.

Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefði ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
8. 2504022F - Ungmennaráð - 4/2025
4. fundur haldinn 28. apríl.
9. 2505013F - Ungmennaráð - 5/2025
5. fundur haldinn 12. maí.
10. 2505028F - Ungmennaráð - 6/2025
6. fundur haldinn 26. maí.
11. 2505021F - Umhverfisnefnd - 22
22. fundur haldinn 27. maí.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls undir lið 1 - breyting á opnunartíma gámasvæðis og lið 2 - úthlutun beitarhólfa.
12. 2505025F - Velferðarnefnd - 17
17. fundur haldinn 27. maí.
Ellý Tómasdóttir, B-lista tekur til máls undir lið 5 - flakkandi félagsmiðstöð í leitarstarf í samstarfi við samfélagslögreglu.
13. 2505023F - Skipulagsnefnd - 45
45. fundur haldinn 28. maí.
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 4 - umferðarskipulag Árborgar.
14. 2505033F - Bæjarráð - 132
132. fundur haldinn 5. júní.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, tekur til máls undir lið 2 - viðbót við húsnæði við BES á Eyrarbakka og lið 3 - fjölgun kennslustunda á unglingastigi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, tekur til máls undir lið 2 - viðbót við húsnæði við BES á Eyrarbakka, lið 4 - leiga á hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði 2025 - 2027, lið 5 - 17. júní hátíðarhöld 2025 - 2025, lið 7 - Votmúlavegur - ástand vegar og lið 16 - fundargerðir stjórnar Bergrisans bs.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls og svar fyrirspurnum.
15. 2506008F - Bæjarráð - 133
133. fundur haldinn 12. júní.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 1 - hátíðir og viðburðir í Árborg 2025.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica