Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 125

Haldinn í Jórusetri, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.04.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og Axel Sigurðsson, Á-lista kemur inn sem varamaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2504170 - Ársreikningur Árborgar 2024
Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 til endurskoðunar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Sveitarfélagið Árborg Ársreikningur 2024 - fyrri umræða.pdf
2. 2504249 - Breytingar á stöðugildum í leikskólanum Strandheimum
Minnisblað leikskólastjóra Strandheima, dags. 4. apríl 2025, vegna breytinga á stöðugildum í leikskólanum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna aukins kostnaðar vegna breytinga á stöðugildum í leikskólanum Strandheimum og leggja til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt
3. 2504215 - Unglingastig Stekkjaskóla
Minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Stekkjarskóla, dags. 15. apríl 2025, um viðauka vegna stofnunar unglingadeildar í Stekkjarskóla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna ráðningar á deildarstjóra unglingastigs í Stekkjarskóla frá 1.ágúst nk. og leggja til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt
4. 2404207 - Breytingar á greiðsluþátttöku foreldra hjá dagforeldrum
Tillaga frá 16. fundi velferðarnefndar frá 8. apríl sl. liður 3. Breytingar á greiðsluþátttöku foreldra.
Erindi frá félagi dagforeldra í Árborg um aukna greiðsluþátttöku sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðar hækkunar á gjaldskrá dagforelda.

Velferðarnefnd þakkar samtökum dagforeldra á Suðurlandi greinagóða skýrslu um stöðu dagforeldra í Árborg. Nefndin vill jafnframt koma á framfæri þökkum til dagforeldra fyrir að veita mikilvæga þjónustu í þágu fjölskyldna og barna í sveitarfélaginu. Velferðarnefnd telur að það tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar frá ágúst 2024 til lok júlí 2025 um hærri niðurgreiðslu til foreldra barna 18 mánaða og eldri hafi reynst vel.

Leggur velferðarnefnd til við bæjarráð að samþykkja að 5. gr. reglna um niðurgreiðslur daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg verði fest í sessi. Jafnframt leggur velferðarnefnd til við bæjarráð að samþykkja aukna niðurgreiðslu til dagforeldra í Árborg sbr. sviðsmynd B í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Bæjarráð samþykkir tillögur Velferðarnefndar og felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna aukins kostnaðar vegna breytinga á greiðsluþátttöku til dagforeldra og leggja til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt
Bréf til Bæjarstjórn Árborgar SdS.pdf
5. 2301186 - Eftirlit með fjárhagsáætlun 2023-2026
Lokaskýrsla Sveitarfélagsins Árborgar til innviðaráðuneytisins á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit, dags. 15. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.
Lokaskýrsla Árborgar til EFS 2025 .pdf
6. 2504162 - Eftirlit - yfirferð fjárhagsáætlunar 2025
Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. apríl 2025, um yfirferð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
Bréf EFS - Sveitarfélagið Árborg.pdf
7. 2504174 - Fyrirspurn - fjárhagsleg árhrif kjarasamninga
Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. apríl 2025, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hver heildaráhrif kjarasamninga milli KÍ og sveitarfélaga í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun, einnig er óskað eftir upplýsingum um viðbrögð við kostnaðaraukanum og hvernig á bregðast eigi við þeim.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar og senda til Eftirlitsnefndar ásamt því að leggja fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Fyrirspurn EFS varðandi fjárhagsleg áhrif kjarasamninga.pdf
8. 2504168 - Fundargerð Landskerfis bókasafna 2025
Erindi frá Landskerfi bókasafna hf., dags. 2. apríl, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þriðjudaginn 6. maí nk.
Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, fulltrúa bókasafns Árborgar að mæta á fundinn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025.pdf
9. 2504104 - Ársskýrsla HSK 2024
Ársskýrsla HSK 2024.
Lagt fram til kynningar.
arsskyrsla_HSK_vefutgafa_2024.pdf
10. 2504222 - Áskorun - verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu
Áskorun á stjórnvöld frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, dags. 15. apríl 2025, um að verðmætasköpun á Íslandi sé stefnt í óvissu.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu - skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka..pdf
Athugasemdir SFS.pdf
Greining KPMG.pdf
Greining Jakobsson Capital.pdf
Álit Wikborg Rein Advokatfirma AS.pdf
11. 2504191 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30_2023 (stefnumörkun) 271. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 10. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun). 271. mál. Umsagnafrestur er til og með 25. apríl.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Til umsagnar 271. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaráætlanir á sviðið húsnæðis- og skupulagsmála, samgangna og byggðamála nr. 30_230 271. mál.pdf
12. 2504208 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011 - mat á fjárhagslegum áhrifum
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 14. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (mat á fjárhagslegum áhrifum) 272. mál. Umsagnafrestur er til og með 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar tillögunni og vísar til skoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Tölvupóstur - Til umsagnar 272. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011 - mat á fjárhagslegum áhrifum.pdf
Fundargerðir
13. 2503019F - Velferðarnefnd - 16
16. fundur haldinn 8. apríl.
14. 2504004F - Fræðslu- og frístundanefnd - 19
19. fundur haldinn 7. apríl.
Fundargerðir til kynningar
15. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
973. fundur haldinn 14. mars.
974. fundur haldinn 19. mars.
975. fundur haldinn 20. mars.
976. fundur haldinn 4. apríl.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 973.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 974.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 975.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 976.pdf
16. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025
83. fundur haldinn 24. mars.
Lagt fram til kynningar.
83. stjórnarfundur Bergrisans.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica