|
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra. |
|
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2204178 - Norðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
|
Samþykkt |
|
|
|
2. 2204210 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Rif |
Um er að ræða matshluta 01, hluta 0101, 0102, 0201 og 0202. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins. Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus og að samþykki meðeiganda liggi fyrir. Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2204211 - Eyravegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Um er að ræða matshluta 01 og 02, hluta 01 0101, 01 0102, 01 0201 og 02 0101. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins. Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus. Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2204179 - Eyrargata 39 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - |
Breyting innanhúss telst vera lítilsháttar og fellur undir byggingarreglugerð gr. 2.3.6. Hæð smáhýsis er meira en 2,5 m frá yfirborði jarðvegs skv. uppdrætti og fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er því háð byggingarheimild. Ekki eru gerðar athugasemdir við breytingu innanhúss en uppsetningu smáhýsins er hafnað.
|
Hafnað |
|
|
|
5. 2204235 - Norðurbraut 32 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Stærð húss er meira en 15 m2 fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er háð byggingarheimild.
|
Hafnað |
|
|
|
6. 2204241 - Urðartjörn 4 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. |
Umsækjandi þarf að framvísa samþykki íbúa íbúða nr. 2,6,og 8. Staðsetningu skjólveggs við göngustíg vísað til samráðsfundar með mannvirkja- og umhverfissviði.
|
Vísað í nefnd |
|
|
|
7. 2204244 - Urriðalækur 23 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin. |
Samþykkt |
|
|
|
8. 2204245 - Hrísholt 8A - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin að því gefnu að smáhúsið sé staðsett meira en 3 m frá öðrum mörkum lóðarinnar. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 |