Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 83

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
15.12.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2112011 - Fyrirspurn um skiptingu lóðar - Mói
María Marónsdóttir leggur fram fyrirspurn , hvort heimild og forsendur liggi fyrir, til að skipta upp landspildunni Mói L309319 í tvær lóðir, þannig að á nýrri lóð „Mói 2“ verði gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhúsi og hesthúsi.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í gildi er deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Umrædd beiðni er því ekki í samræmi við gildandi skipulag. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki skynsamlegt að ráðast í deiliskipulagsbreytingu fyrir einstaka lóð innan svæðisins.
Hafnað
2. 2112126 - Suðurengi 27-35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags. 8.12.2021:
Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur sækir um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum að Suðurengi 33. Breytingin fellst í eftirfarandi:
Eigandi raðhúsa-íbúðarinnar við Suðurengi 33 óskar eftir að fá að gera eftirfarandi breytingar við endurnýjun á gluggum og útihurðum í eign sinni: 1. Opnanleg fög í gluggum allra svefnherbergja verði 60 sm breið. 2. Opnanlegt fag í stofuglugga verði breikkað og stytt. Auk þess er svalahurð breikkuð í 90 sm. 3. Glugga á búri á aðkomuhlið (norðausturhlið) lokað.
Bókun byggingarfulltrúa:
Húseignin er hluti af raðhúsinu nr. 27-35. Breytingin sem sótt er um hefur áhrif á útlit mannvirkisins og telst breytingin ekki óveruleg skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.4. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Suðurengi 27-35.
Samþykkt
3. 2112196 - Umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli - Víkurheiði 14
Gunnar Ingi Jónsson og Geir Gíslason f.h. Föxur ehf, lóðarhafar Víkurheiðar 14, leggja fram ósk í tölvupósti, dags. 8.12.2021, um hvort leyfi fáist til að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,25 í 0,28, þannig að núverandi byggingarmagn fara úr 659,5m2, í 738,0m2. (Gert yrði ráð fyrir húsi í byggingarreit sem yrði 16x45m)
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindis. Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara nýtingarhlutfall lóða í Víkurheiði.
Frestað
4. 2112211 - Fjölgun landeigna - Móskógar
Guðrún Bjarnþórsdóttir og Hilmar Þ. Sturluson, leggja fram umsók um stofnun lóðar/lands úr landi Móskóga L189982. Um er að ræða spildu ca 1ha að stærð. Gert er ráð fyrir um 2.600m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og bílskúr, allt að 400m2 að stærð og skemmu allt að 400m2. Óskað er eftir að hin nýja landspilda fái heitið Hléskógar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin og heitið á hinni nýju spildu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að landskipti og heiti verði samþykkt.
Samþykkt
5. 2112146 - Stofnuð lóð úr Stekkum - Stekkar 4
Guðmundur Lárusson leggur fram umsókn um stofnun 21.11ha landsspildu, úr landi Stekka L166204.
Óskað er eftir að hin nýja lóð fái heitið Stekkar 4. Innan lóðarinnar stendur skemma (mhl 18, skráð á Stekka L166204) Aðkoma að nýrri landspildu verður um núverandi aðkomu að Stekkum L166204, Stekkum L166205 og Stekkum lóð L200474. Lögbýlaréttur fylgir áfram Stekkum L166204.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin og heitið á hinni nýju spildu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að landskipti og heiti verði samþykkt.
Samþykkt
6. 2112016 - Deiliskipulag - Breiðumýrarholt
Hildur Bjarnadóttir f.h. landeigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja ca 6,4ha landspildna í landi Breiðumýrarholts. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á hvorri spildu verði byggingarmagn fyrir einbýlishús allt að 250m2, bílskúr allt að 70m2, hesthús allt að 500m2 og skemmu allt að 3000m2. Svæði er í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, skilgreint sem landbúnaðarland, og eru spildurnar skráðar í fasteignaskrá Þjóðskrár sem sumarbústaðarland. Aðkoma að svæðinu er af Holtsvegi og norður Mýrarveg.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Frestað
7. 2111043 - Deiliskipulagsbreyting - Hellismýri 4 og Breiðamýri 3
Lögð er fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi við Hellismýri á Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 17.11.2021 tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og var tillagan grenndarkynnt hagsmunaaðilum/lóðarhöfum í grennd við áhrifasvæði breytingar, með athugasemdafresti til 15.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt tillaga verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um samþykkt hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt
8. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Lögð fram að lokinni auglýsingu, breyting á gildandi deiliskipulagi verlunar- og þjónustulóða (28.5.2009) í og við Larsenstræti-Merkilandstún, á Selfossi. Í breytingunni fellst að lóðirnar nr.4, 6, 8, 10, 12 og 14 eru sameinaðar í eina lóð, sem verður eftir sameiningu 17.391,6m2 að stærð. Aðkoma að lóðunum verður sem fyrr frá Larsenstræti, en einnig er gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Athugasemdir bárust frá forsvarsmönnum Hestamannafélagsin Sleipnis vegna fyrirhugaðrar aðkomu af Gaulverjarbæjarvegi, sem þeir telja að muni geta skapað hættu og truflun fyrir hestamenn og svæði þeirra. Þá er óskað eftir að reiðvegur frá íþróttavelli félagsins verði sýndur á uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd hestamannafélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að um aðgangsstýrða aðkomu frá Gaulverjabæjarvegi er að ræða og þar verður því takmörkuð umferð eingöngu ætluð flutningabílum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að nú þegar hefur verið samþykkt að fara í heildarskipulagningu á svæði hestamannafélagsins þar sem m.a. verður fjallað um reiðleiðir innan svæðis og tengingar út fyrir svæðið. Vegna umsagnar Vegagerðarinnar dags. 15. desember 2021 mun verða sýnt veghelgunarsvæði á uppdrætti í samræmi við ábendingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
9. 2101098 - Eyravegur 26-30 - Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús
Lögð fram að lokinni auglýsingu nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Eyravegur 26-30 á Selfossi. Markmið deiliskipulags er að byggja tvær hæðir til viðbótar ofan á núverandi hús á lóð nr. 26, en þar eru 35 litlar íbúðir. Með framkvæmdinni mun íbúðum í húsinu fjölga um u.þ.b. 16 og verða þá samtals 51 íbúðir. Lóð 28-30 er óbyggð og þar er gert ráð fyrir að muni rísa fjölbýlishús á 4 hæðum með allt að 54 íbúðum, auk heimildar fyrir verslunar- og þjónusturýmis í kjallara.
Lýsing tillögunnar var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.

Í umsögn Vegagerðarinnar er gerð athugasemd við fjölda tenginga frá Eyravegi. Brugðist hefur verið við athugasemd Vegagerðar og tengingum fækkað um eina. Gerð hefur verið óveruleg breyting á uppdrætti og greinargerð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
10. 1711056 - Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi sem nær yfir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands, var samþykkt til auglýsingar af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar 2018. Frá samþykkt tillögunnar til auglýsingar hefur verið unnið skv. henni, en komið hefur í ljós að tillagan tók aldrei formlega gildi með birtingu auglýsingar í b-deild stjórnartíðinda. Tillagan var endurauglýst frá 27. október 2021 með athugasemdafresti til og með 8. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
11. 2109436 - Eyrargata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalbjörn Jóakimsson sækir um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Eyrargata 21, Eyrarbakka. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 17. nóvember 2021. Ein athugasemd barst, auk umsagnar Hverfisráðs Eyrarbakka. Nú liggur fyrir tillaga þar sem útliti byggingar hefur verið breytt.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn hverfisráðs Eyrarbakka og skipulagshöfunda verndarsvæðis í byggð um innkomna breytta uppdrætti.
Samþykkt
12. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Batteríið Arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka og Austurvegar 65, Árborg. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi, bæði að vestan og austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Víðsýnt er frá svæðinu yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 24 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið. Reiturinn er í dag grassvæði með lágum trjágróðri næst byggðinni. Stutt er í útivistarsvæði við Ölfusá og golfvöllinn á Svarfhóli.
Meginmarkmið við gerð deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið er að mæta eftirspurn fyrir íbúðir í Árborg með því að þróa þar aðlaðandi og eftirsóknarverða byggð sem tekur mið af landkostum og þeirri staðreynd að svæðið verður í beinum tengslum við útivistarsvæði og ósnortna náttúru, samhliða því að ná fram sem bestri nýtingu svæðisins og skapa þannig hagstæðar fjárhagslegar forsendur fyrir uppbyggingu og rekstur. Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Meginhluti bygginga á breyttu skipulagssvæði verða 1-2 hæða sérbýli (einbýlishús, parhús og raðhús). Á norðvesturhluta svæðisins verða 3-5 hæða fjölbýlishús. Áhersla er lögð á að sem flestir íbúar njóti í senn rólegs umhverfis og útsýnis. Hús sem standa sem næst óhreyfðu landi að Ölfusá mynda lágreista stakstæða einnar hæðar byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir fjölbreytt lágreist byggð á stærsta hluta svæðisins en eru 3-5 hæðir í norðaustur horninu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 25% íbúðanna verða í sérbýli, og um 75% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir íbúðabyggð með almennum íbúðum. Auk íbúðanna er gert ráð fyrir fyrir leikskóla á svæðinu. Á svæðinu verða íbúðir fyrir eldra fólk auk þess að gert er ráð fyrir einu sambýli.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í samræmi við 41. gr. sömu laga.
Samþykkt
Fundargerð
13. 2111030F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80
13.1. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óli Rúnar Eyjólfsson fyrir hönd Unnar Eyjólfsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 300,7 m2 og 1.271,4 m3.
Gögn uppfylla ekki ákvæði 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
13.2. 2111420 - Björkurstekkur 9-13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ragnar Magnússon fyrir hönd Pálmatré ehf. sækir um leyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús. Helstu stærðir eru; 497,0m2 og 1821,5m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.3. 2109453 - Suðurbraut 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson fyrir hönd Sölva Márs Benediktsonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 52,0 m2 og 166,4 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir verði leiðréttir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.4. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Bellahótel ehf. sækir um leyfi til að byggja 5 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru 413,8 m2, 1.268,6 m3.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 20.10.2021.
12 athugasemdir bárust og hefur bæjarstjórn samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar um afgreiðslu grenndarkynningar.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að skilað verði greinargerðum hönnuða varðandi eldvarnir og frávik frá algildri hönnun.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Greinargerðir hönnuða.
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.5. 2112125 - Suðurleið 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Garðar Guðnason sækir um leyfi til að byggja parhús þar sem annar hlutinn er ætlaður fyrir bændagistingu.
Helstu stærðir: 298,1 m2 og 1.129,4 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir verði leiðréttir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.6. 2112126 - Suðurengi 27-35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur sækir um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum að Suðurengi 33.
Húseignin er hluti af raðhúsinu nr. 27-35. Breytingin sem sótt er um hefur áhrif á útlit mannvirkisins og telst breytingin ekki óveruleg skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.4.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
13.7. 2112128 - Austurvegur 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon fyrir hönd Lyfju ehf. sækir um leyfi til breytinga innanhús. Í stað verslunar komi matsala án eldunar og án áfengisveitinga.
Sótt er um leyfi til að breyta austurenda jarðhæðar hússins mhl 02 0101 í matsölu án eldunar og án áfengisveitinga. Samþykki meðeigenda í matshluta liggur fyrir.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt en óskað eftir að skráningartafla verði uppfærð fyrir matshlutann.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.8. 2112144 - Efra-Sel - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
LE investment ehf. sækir um leyfi fyrir niðurrifi íbúðarhúss 020101 166,4m2.
Húsið brann árið 2020. Fyrir liggur samþykkt þinglýsts eiganda um niðurrif og vottorð um veðbönd.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarfulltrúi gerir ekki kröfu um að húsið verði endurbyggt.

Byggingarleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.9. 2112145 - Suðurleið 33 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Svanur Þór Brandsson fyrir hönd Vilhjálms Magnússonar sækir um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu. Helstu stærðir eru; 123,8 m2 og 429,4 m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að gögn verði leiðrétt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
13.10. 2112124 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi -Norðurbraut 5
Haraldur Ólafsson tilkynnir um byggingu 37,9m2 sólskála, viðbyggingu við núverandi hús.
Umsóknin fellur undir gr. 2.3.8 í gildandi byggingrreglugerð.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin og veitir byggingarheimild skv. gr. 2.3.8 með eftirfarandi skilyrðum:
- skilað verði skráningartöflu á Excel-formi
- Skilað verði aðaluppdrætti undirrituðum af hönnuði
- Byggingarstjóri skráir sig á verkið.

Niðurstaða þessa fundar
13.11. 2111382 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Seljaland 6
Magnús H. Breiðfjörð Traustason tilkynnir um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi vegna viðbyggingar. Um er að ræða glerskála óupphitaðan 14,4 m2.
Húseignin er hluti af raðhúsinu nr. 2-35. Breytingin sem sótt er um hefur áhrif á útlit mannvirkisins og telst breytingin ekki óveruleg skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.4.
Byggingarfulltrúi leggst gegn áformunum.

Niðurstaða þessa fundar
13.12. 2112014 - Stöðuleyfi - Breiðumýrarholt
Linda Helgadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir húsi/ vinnuskúr.
Sótt er um leyfi fyrir tímabilið 01.01.2022-31.12.2022
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir vinnuskúr tímabilið 01.01.22-31.12.22

Niðurstaða þessa fundar
13.13. 2112100 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 31
Andri Bjarkason sækir um stöðuleyfi fyrir 15 m2 vinnuskúr.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir tímabilið 30.12.21-30.12.22

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:52 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica