Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 125

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
16.09.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2102324 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum - Fossnes nr. 16, 18 og 20
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 17. ágúst, þar sem óskað var eftir framlengdu vilyrði fyrir lóðunum í Fossnesi nr. 16, 18 og 20.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á 122. fundi og óskaði eftir frekari gögnum um framvindu undirbúnings Anpró að framkvæmdum á lóðinni.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis Anpró og óskar eftir upplýsingum frá mannvirkja- og umhverfissviði um þær framkvæmdir sem sveitarfélagið þarf að ráðast í áður en lóðirnar geta orðið tilbúnar til úthlutunar.
2. 2109108 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Heildarkostnaður við knatthús
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D lista, dags. 6. september, þar sem óskað var eftir að fá uppgefinn sundurliðaðann heildar kostnað við knatthúsið eins og framkvæmdin stendur í dag.
Bæjarráð vísaði fyrirspurninni til fjármálastjóra og mannvirkja- og umhverfissviðs á 124. fundi bæjarráðs og óskaði eftir svörum fyrir næsta fund ráðsins.

Svar verður lagt fram á fundinum.

Svar við fyrirspurn lagt fram til kynningar.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Kostnaður við knatthús.pdf
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista fjölnota íþróttahús.pdf
3. 2109076 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Tjaldsvæði Eyrarbakka
Tillaga frá 76. fundu skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. september, liður 6. Framkvæmdaleyfisumsókn - Tjaldsvæði Eyrarbakka.
Óðinn K. Andersen umsjónamaður fasteigna hjá Árborg, óskaði eftir framkvæmdaleyfi, sem fól í sér hækkun, jöfnun, tyrfingu og snyrtingar á mönum kringum tjaldstæði á Eyrarbakka, skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt með fyrirvara um að nánari hönnunargögn yrðu lögð fram.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi sem felur í sér hækkun, jöfnun, tyrfingu og snyrtingar á mönum umhverfis tjaldstæði á Eyrarbakka, skv. meðfylgjandi gögnum, með þeim fyrirvara að nánari hönnunargögn verð lögð fram til byggingarfulltrúa.
20210901_163137.pdf
20210901_163511.pdf
20210901_163716.pdf
4. 2007143 - Samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1
Yfirlýsing um aðildaskipti um að Jórvík tækju yfir öll réttindi og allar skyldur Akurhóla gagnvart Sveitarfélaginu Árborg, samkvæmt samkomulagi sem Akurhólar og sveitarfélagið gerðu með sér 13. ágúst 2020.

Bæjarráð samþykkir aðilaskipti til Jórvíkur fasteigna ehf. að öllum réttindum og skyldum samkvæmt samningi sem gerður var milli Svf. Árborgar og Akurhóla ehf. 13. ágúst 2020.
10 Yfirlýsing v. sveitarfélags, Uppfært.pdf
Fundargerðir
5. 2108025F - Skipulags og byggingarnefnd - 76
76. fundur haldinn 8. september.
6. 2109003F - Fræðslunefnd - 36
36. fundur haldinn 8. september.

7. 2109007F - Eigna- og veitunefnd - 50
50. fundur haldinn 8. september.
8. 2109004F - Félagsmálanefnd - 27
27. fundur haldinn 8. september.
9. 2109010F - Frístunda- og menningarnefnd - 26
26. fundur haldinn 13. september.
Fundargerðir til kynningar
10. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
572. fundur haldinn 3. september.
572. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica