Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 161

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
15.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Jón Þór Jóhannsson f.h. slökkviliðsstjóra, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2510044 - Austurvegur 65 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Anne Bruun Hansen fyrir hönd Mjólkursamsölunar ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við mhl 02 fyrir skæralyftu. Helstu stærðir eru; 74,4m² og 324,5m³
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
2. 2510160 - Norðurbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Ragnarsson fyrir hönd Dima Elevators ehf. sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir eru; 806,0m² og 2.752,6m³
Erindinu frestað, mælst er til þess að hönnuður geri nánar grein fyrir áætlaðri notkun hússins í ljósi fjölda íverurýma innan húsnæðisins. Málinu verði jafnframt vísað til skipulagsfulltrúa til nánari yfirferðar m.t.t. deiliskipulags svæðisins.
Frestað
3. 2508112 - Stóra-Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi (L08)
Björn Guðbrandsson hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir sækir um leyfi til að byggja fangelsi. Um er að ræða mhl 08 sem eru vinnustofur.
Helstu stærðir eru; 797,7m² og 4.164,0m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða . Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2507070 - Stóra-Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi (L05)
Björn Guðbrandsson hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir sækir um leyfi til að byggja fangelsi. Um er að ræða mhl 05 sem er fangabygging.
Helstu stærðir eru; 1830,5m² og 8.487,0m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða . Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
5. 2506280 - Stóra-Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. (L04)
Björn Guðbrandsson hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir sækir um leyfi til að byggja fangelsi. Um er að ræða mhl 04 sem er fangabygging.
Helstu stærðir eru; 3.201,0m² og 15.001,0m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða . Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica