Bæjarráð - 135 |
Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, 26.06.2025 og hófst hann kl. 08:10 |
|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
Formaður leitar afbrigða að taka á dagskrá viðauka við viðskiptasamning við Landsbankann um skilmálabreytingu. Er það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2506262 - Búsetu- og stuðningsúrræði velferðarþjónustu í Birkihólum |
Bæjarráð, sem fer með sömu heimildir og bæjarstjórn í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkir samhljóða að Sveitarfélagið Árborg taki að sér rekstur tveggja nýrra búsetuúrræða í Birkihólum 16 og 18 á Selfossi fyrir hönd Bergrisans. Kostnaðaruppgjör fari fram í lok árs 2025 en ekki er um kostnaðarauka að ræða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna búsetu- og stuðningúrræðis velferðarþjónustu í Birkihólum til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að deildarstjóri velferðarþjónustu veiti forstöðumanni heimild til að undirbúa og ganga frá stofnun úrræðanna, m.a. ráða starfsfólk. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2506229 - Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
Atli Marel Vokes, Ágúst Þór Bragason og Guðlaug F. Þorsteinsdóttir koma inn á fundinn kl. 8:50
|
4. 2506068 - Upplýsingar frá þjónustumiðstöð Árborgar |
Atli Marel Vokes, sviðstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs, Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar og Guðlaug F. Þorsteinsdóttir, garðyrkjustjóri koma inn á fundinn og fara yfir verkefni sviðsins og það sem framundan er í sveitarfélaginu á næstu mánuðum. Bæjarráð þakkar þeim fyrir kynninguna. |
|
Atli Marel Vokes, Ágúst Þór Bragason og Guðlaug F. Þorsteinsdóttir fara af fundi kl. 9:35
|
|
|
Berglind Harðardóttir kemur inn á fundinn kl. 8:25
|
5. 2506256 - Jafnlaunavottun - Starfaflokkun fyrir launagreiningu |
Berglind Harðardóttir kemur inn á fundinn og fer yfir starfaflokkun fyrir launagreiningu í tengslum við jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir samhljóða flokkunina. |
Samþykkt |
|
Berglind Harðardóttir fer af fundi kl. 8:50
|
|
|
6. 2206157 - Fundartími bæjarráðs sumarið 2025 |
Bæjarráð mun funda reglulega í sumar og eru fundir áætlaðir 10. júlí, 24. júlí og 14. ágúst með fyrirvara um að auka fundur verði haldinn ef nauðsyn krefur. |
Samþykkt |
|
|
|
7. 2307067 - Lántaka - viðauka við viðskiptasamning |
Bæjarráð, sem fer nú samkvæmt 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkir viðauka við viðskiptasamning við Landsbanka Íslands að upphaflegri upphæð kr. 1.375.000.000,- ásamt innborgun inn á höfuðstól lánsins að upphæð kr. 200.000.000,-
Bæjarráð veitir jafnframt Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, kt. 250481-5359 fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita viðauka við viðskiptasamning við Landsbanka Íslands sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast framlengingu þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
8. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 981.pdf |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 982.pdf |
|
|
|
9. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
86. stjórnarfundur Bergrisans.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:42 |
|