|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2209181 - Hafnarbrú 5 - Stofnun lóðar |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblaðið, og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og skrá í skráningarkerfi Þjóðskrár/HMS. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2209155 - Lóðarmörk - Eyrargata 55 Læknishús |
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna lóðarblað með breyttri afmörkun, í samráði við lóðarhafa. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að málið verið endurupptekið.
|
Samþykkt |
|
|
|
4. 2208263 - Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði - Gagnheiði 37 |
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þær athugasemdir sem m.a. benda til að viðbygging að norðanverðu muni ná út í lóðarmörk og þar með hafa neikvæð áhrif á lóðarhafa Gagnheiði 35. Þá liggur ekki fyrir samþykki meðeigenda Gagnheiði 37. Nefndin hafnar áformum um fyrirhugaða viðbyggingu. |
Hafnað |
|
|
|
5. 1606145 - Beiðni um heimild til nýtingar lands á Eyrarbakka |
Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til afgreiðslu mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. |
Vísað í nefnd |
|
|
|
6. 2209272 - Kayakferðir ehf - Ósk um afnot af lóð |
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu. |
Frestað |
|
|
|
7. 2207212 - Jóagerði L166146 - Ósk um lagfæringar á skráningu og afmörkun lóðar |
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna hjá Sveitarfélaginu Árborg, hvort komi til greina að landið Borg II L210184, verði sameinað landinu Jóagerði L166146. Við það myndi sameinuð spilda nálgast þá stærð sem tilgreind er í afsali frá 1998. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 2209009F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100 |
Til kynningar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 |