Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 93

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
20.04.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Sigurjón Vídalín Guðmundsson situr fundinn í gegnum Teams fjarfundarbúnað. Kristbjörn Hjalti Tómasson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

Fulltrúar D- lista í skipulags- og byggingarnefnd óska eftir því að málinu 2204142- Uppbygging innviða - byggingarhæfi lóða, verði bætt á dagskrá fundarins til þess að leggja fram fyrirspurn til mannvirkja- og umhverfissviðs og bókun varðandi málið.
Samþykkt að bæta málinu á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2201102 - Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að Engjalandi 2 og 4 Selfossi. Breytingin felur í sér hækkun húsa um eina hæð þannig að heimilt verði að byggja 4. hæða hús í stað 3. hæða á lóðunum. Einnig er óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar er að gert verður ráð fyrir að koma fyrir bílageymslum á hluta af 1. hæð húsanna. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 23 febrúar2022, til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Nú er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi eftir að auglýsingatíma lauk. Í breytingu eftir auglýsingu fellst að gert er ráð fyrir bílakjallara undir húsin.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu eftir að auglýsingartíma lauk, og telur nefndin breytinguna til verulegra bóta. Nefndin telur ekki nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju þar sem um óverulega breytingu er að ræða.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytinguna og er skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.
Samþykkt
2. 1902208 - Tillaga að deiliskipulagi - Vonarland
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir Vonarland L192498 í Árborg. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, skemmu og gestahúss auk núverandi húsa. Landeigandi hefur undanfarin ár verið með nokkur frístundahús til útleigu og einnig tjaldsvæði. Stefnt er að frekari uppbyggingu og fastri búsetu með byggingu íbúðarhúss. Aðkoma að svæðinu er af Gaulverjabæjarvegi nr. 33 og Grundarvegi nr. 3145. Í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 er svæðið skilgreint sem frístundasvæði og landbúnaðarsvæði, en í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
3. 2204120 - Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn
Oddur Hermannson f.h. landeigenda, leggur fram til kynningar, tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða í Byggðarhorni, Árborg. Deiliskipulagið var upphaflega staðfest í B-deild Stjórnartíðinda nr. 482, 16. maí 2007 og hafa tvær deiliskipulagsbreytingar verið staðfestar síðan; þann 13.12.2007 og 12.05.2014. Áformuð breyting nú er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarbyggðar og landbúnaðar, svokallaðri búgarðabyggð. Breyting þessi stuðlar að áframhaldandi uppbyggingu íbúðarbyggðar í Byggðarhorni, með stórum íbúðarlóðum. Lóðarstærðir samræmast viðmiðum sem fram koma í aðalskipulagi Árborgar.
Deiliskipulagsbreytingin nær til sjö lóða, nr. 5, 9, 13, 15, 17, 19 og 50. Lóðum 5, 9 og 13 er skipt upp í 3 lóðir og lóðum 15, 17 ,19 og 50 er skipt upp í 2 lóðir. Heimilt er að byggja eitt íbúðarhus á hverri lóð eftir breytingu. Fyrir breytingu var fjöldi íbúðarhúsa á þessum lóðum samtals 14 talsins en verður eftir breytingu 17 talsins og fjölgar því um 3 hús. Á öðrum lóðum haldast ákvæði óbreytt um fjölda íbúðarhúsa á hverri lóð.

Skipulags og byggingarnefnd telur sig geta samþykkt breytinguna sem verulega breytingu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna til auglýsingar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og skuli því auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
4. 2204107 - Fyrirspurn um viðbyggingu - Kirkjuvegur 37
Vigfús Halldórsson f.h. eiganda Kirkjuvegs 37, á Selfossi, leggur fram fyrirspurn um heimild til að byggja við núverandi bílskúr, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í fyrirhugaða framkvæmd og að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt
5. 2204056 - Framkvæmdaleyfi - Malbikun stíga 2022
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 6.4.2022, ásamt fylgigögnum.
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti og einnig uppsetningu ljósastaura, lampa, snjallbúnaðar fyrir lýsingu áamt plægingu götuljósastrengs þar sem það á við á stígum í Árborg. Verkið skiptist í eftirfarandi hluta.
Eyrabakkastígur:
E1: Eyrarbakkastígur (st. 3850 -4950 ) Stekkjakelda- Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, leggja skal út
burðarlag (mulningur) og malbika þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
E2: Eyrarbakkastígur (st. 5200 - 6030 ) Innkeyrsla í Tjarnarbyggð ? Að Hreppamarkaskurði,
leggja skal út styrktarlag í skurð.
E3: Eyrarbakkastígur (st. 3850 - 4950) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, plægja skal
niður ljósastreng og setja upp ljósastaura.
Selfoss:
S1: Selfoss-stígur með Ölfusá: Þóristún - Hagalækur.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S2: Tengistígar við Selfoss-stíg.
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
S3: Austurhólar
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m.
S4: Þóristún, gönguþverun.
Undirbyggja og malbika skal gangstétt, ásamt gerð niðurteka og girðingar.
S5: Skástígur, Langholt - Íþróttasvæði
Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m.
Helstu magntölur eru:
Gröftur, 650m3
Jöfnun og þjöppun á fyllingu, 9.200 m2
Styrktarlag, 6.300 m3
Burðarlag, efni, 1.000 m3
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun ,10.000 m3
Malbik Y8, 8.100 m2
Uppsetning ljósastaura og lampa, 24 stk
Plæging á ljósastaurastreng, 1.500 m

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að framkvæmdaleyfisumsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt
6. 2203394 - Austurhólar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13.4.2022.
Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri fyrir hönd Fagradals ehf. sækir um leyfi til að byggja 34 íbúða á fjölbýlishús á fimm hæðum. Helstu stærðir eru; 3.100,7m2 og 9.110,6m3.
Byggingin er innan byggingarreits, en sorpgeymsla er áætluð utan byggingarreits.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óveruleg frávik frá deiliskipulagi sé að ræða og gerir því ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform. Hins vegar beinir nefndin því til umsóknaraðila að skoða mögulega lausn varðandi djúpgáma og hvort það geti verið hagkvæmari og betri kostur.
Samþykkt
7. 2203339 - Móstekkur 14-16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13.4.2022.
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Landmanna ehf. sækir um leyfi til að byggja 10 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru: 884,4m2 og 2.823,0m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðaruppdrátt. Nefndin gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform.
Samþykkt
9. 2204142 - Uppbygging innviða - byggingarhæfi lóða
Með bréfi dags. 12.04.2022 vekur mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar athygli byggingarfulltrúa á stöðu orkuöflunar í Sveitarfélaginu Árborg en vöxtur sveitarfélagsins hefur leitt til þess að afhendingargeta Selfossveitna nálgast þolmörk. Bent er á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg telst lóð ekki byggingarhæf nema hún geti tengst viðkomandi gatna- og lagnakerfi. Í bréfinu er því velt upp að byggingarfulltrúi íhugi að fresta afgreiðslu umsókna um byggingaráform og útgáfu byggingarleyfis þar til tengingar við lagnakerfi hafa verið tryggðar og lóð telst vera byggingarhæf.
Fyrirspurn frá fulltrúum D lista Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar.

Í bréfi dagsettu 12. apríl 2022 frá Mannvirkja og umhverfissviðs Árborgar til Byggingarfulltrúa Árborgar er svohljóðandi málsgrein: „ Samantekt byggingarfulltrúa sýnir að í dag er búið að samþykkja um 549 íbúðir sem eftir er að tengja við hitaveitu. Mikið af þessu íbúðum eru í fjölbýli og má áætla að fjöldi íbúa per íbúð sé um 2,4-2,6. Sé miðað við að hitaveitan anni 1.000 manns til viðbótar eru þolmörkin um 417 íbúðir. Það er því ljóst að búið er að samþykkja íbúðir umfram það sem hægt er að anna. Vakin er athygli á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg telst lóð ekki byggingarhæf nema hún geti tengst viðkomandi gatna- og lagnakerfi. Í samningum sveitarfélagsins sem gerðir hafa verið við einkaaðila vegna framkvæmda á eignarlöndum er vísað til þessara reglna um byggingarhæfi lóða. Þá segir í sömu samningum að landeigandi skuli sjálfur semja um lagningu hitaveitu við Selfossveitur, lagningu vatnsveitu við Vatnsveitu Árborgar og lagningu fráveitu við Fráveitu Árborgar. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við landeigendur.“

Fyrirspurn frá fulltrúum D lista Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar. Hvaða samningar eru það sem ekki hafa verið gerðir við landeigendur og um hvað nákvæmlega á eftir að semja við þá? Hvaða landeigendur eru það sem á eftir að semja við? Er líklegt að sveitarfélagið Árborg sé skaðabótaskylt komi til þess að byggingaraðilar sem fengið hafa byggingarleyfi fái ekki afhent heitt vatn til húshitunar og neyslu?

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa fyrirspurn til mannvirkja- og umhverfissviðs.

Bókun frá fulltrúum D lista Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar.

Fulltrúar D lista lýsa áhyggjum vegna þess skorts á heitu vatni sem er í Árborg. Það er ljóst að innviðir hafa verið vanræktir í allri þeirri fjölgun sem nú á sér stað í sveitarfélaginu. Það tekur langan tíma að leita að heitu vatni, útvega nauðsynleg leyfi, bora og koma vatninu í notkun. Það er ekki ásættanlegt að íbúar Árborgar verði fyrir skerðingu á jafn sjálfsögðum lífsgæðum sem heita vatnið er. Það teljast varla góðir stjórnarhættir að fyrst núna í apríl 2022 skuli vera ljáð máls á því við byggingarfulltrúa að draga úr veitingu byggingarleyfa þegar þessi staða hefur verið uppi í langan tíma.

Vísað í nefnd
Erindi til kynningar
8. 2204023 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 12.4.2022.
Varðar:
Beiðni frá Svarinu ehf, dags. 31. mars, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð sunnan við nýja hringtorgið við gatnamót Hringvegar og Biskupstungnabraut.
Bókun bæjarráðs:
Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Svarsins og annarra fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum. Bæjarráð felur skipulagsdeild að vinna málið frekar áður en endanleg afstaða er tekin. Liggja þarf fyrir hvenær gatnagerð gæti verið tilbúin áður en vilyrði verður veitt. Einnig þarf hugsanlegt vilyrði að samræmast aðalskipulagi. Bæjarráð leggur sérstaka áherslu á að gætt verði að þeim vatnsverndarákvæðum sem gilda í nágrenninu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á umræddu svæði þar sem að vinna við skipulagsgerð hefur ekki verið lokið.
Hafnað
Fundargerð
10. 2203034F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89
10.1. 2204142 - Uppbygging innviða - byggingarhæfi lóða
Með bréfi dags. 12.04.2022 vekur mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar athygli byggingarfulltrúa á stöðu orkuöflunar í Sveitarfélaginu Árborg en vöxtur sveitarfélagsins hefur leitt til þess að afhendingargeta Selfossveitna nálgast þolmörk.
Bent er á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg telst lóð ekki byggingarhæf nema hún geti tengst viðkomandi gatna- og lagnakerfi.
Í bréfinu er því velt upp að byggingarfulltrúi íhugi að fresta afgreiðslu umsókna um byggingaráform og útgáfu byggingarleyfis þar til tengingar við lagnakerfi hafa verið tryggðar og lóð telst vera byggingarhæf.


Með tilvísun í bréf mannvirkja- og umhverfissvið, reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg og samninga sveitarfélagsins við einkaaðila vegna framkvæmda á eignarlöndum samþykkir byggingarfulltrúi að afla umsagnar mannvirkja- og umhverfissviðs áður en ákvörðun er tekin um samþykki byggingaráforma og útgáfu byggingarleyfa.

Niðurstaða þessa fundar
10.2. 2203339 - Móstekkur 14-16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Landmanna ehf. sækir um leyfi til að byggja 10 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 884,4m2 og 2.823,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.3. 2203394 - Austurhólar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri fyrir hönd Fagradals ehf. sækir um leyfi til að byggja 34 íbúða á fjölbýlishús á fimm hæðum. Helstu stærðir eru; 3.100,7m2 og 9.110,6m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er að mestu í samræmi við deiliskipulag. Sorpgeymsla stendur fyrir utan byggingarreit.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt en ákvörðun um sorpgeymslu er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.4. 2204017 - Austurvegur 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri fyrir hönd Sigtún Þróunarfélag ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og ekki er um að ræða breytta notkun.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.7 og 2.3.8.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Skráningartafla
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.5. 2204048 - Nabbi 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson fyrir hönd Margrétar Sigurðardóttur sækir um leyfi til að byggja frístundahús. Helstu stærðir eru; 52,0m2 og 166,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulagstillögu sem hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um birtingu deiliskipulagstillögu í B-deild stjórnartíðinda.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.7 og 2.3.8.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.6. 2202097 - Sigtún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórey Edda Elísdóttir hönnunarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að reisa 34,5 m2 viðbyggingu og bæta flóttaleiðir úr húsinu. Helstu stærðir 34,5 m2 og 119,2 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.7 og 2.3.8.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.7. 2204050 - Norðurbraut 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðlaugur Ingi Hauksson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 52,0 m2 og 166,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
10.8. 2204063 - Nýja Jórvík 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 6 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 556,4m2 og 1834,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðslu er frestað þar til umsögn mannvirkja- og umhverfissvið varðandi byggingarhæfi lóðar liggur fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
10.9. 2204064 - Nýja Jórvík 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 12 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 556,4m2 og 1834,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðslu er frestað þar til umsögn mannvirkja- og umhverfissvið varðandi byggingarhæfi lóðar liggur fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
10.10. 2204065 - Nýja Jórvík 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 6 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 556,4m2 og 1834,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðslu er frestað þar til umsögn mannvirkja- og umhverfissvið varðandi byggingarhæfi lóðar liggur fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
10.11. 2204066 - Nýja Jórvík 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 6 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 556,4m2 og 1834,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðslu er frestað þar til umsögn mannvirkja- og umhverfissvið varðandi byggingarhæfi lóðar liggur fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
10.12. 2204067 - Nýja Jórvík 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 6 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 556,4m2 og 1834,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðslu er frestað þar til umsögn mannvirkja- og umhverfissvið varðandi byggingarhæfi lóðar liggur fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
10.13. 2203337 - Hraunhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson fyrir hönd Víðis Freys Guðmundssonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss. Breytingin felst í að innrétta íbúðarrými í bílskúr.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag.
Samþykkt eru áform um að íbúðarherbergi verði innréttuð í bílskúr og verði hluti af matshluta 0103 íbúð.
Gera þarf betur grein fyrir rými sem stigi liggur að og skila skráningartöflu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
10.14. 2204018 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Norðurbraut 32
Óskar Ingi Gíslason tilkynnir um uppsetningu 35 m2 gestahúss á lóðinni.
Skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 með áorðnum breytingum falla áformin undir umfangsflokk 1 sbr. gr. 1.3.2 og eru háð byggingarheimild.
Sótt er um byggingarheimild á Mín Árborg með sama hætti og sótt er um byggingarleyfi.
Byggingarfulltrúi vísar tilkynningunni frá.


Niðurstaða þessa fundar
10.15. 2203184 - Stöðuleyfi - Hellismýri 2
Álfag ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma til geyma álprofila í skjóli fyrir sandroki frá nálægri steypustöð.
Óskað er eftir stöðuleyfi í 12 mánuði 14.03.2022-14.03.2023.
Samþykkt að veita stöðuleyfi með með tílvísum í byggingarreglugerð gr. 2.6.1 1 mgr. staflið b. gámar.
Stöðuleyfið gildir fyrir tvo gáma tímabilið 20.05.2022-20.05.2023.
Ekki er veitt leyfi fyrir mannvirkjagerð í tengslum við gámana.

Niðurstaða þessa fundar
10.16. 2204062 - Stöðuleyfi - Kumbaravogur
Guðni Geir Kristjánsson fyrir hönd Kumbaravogs ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 94 m2 húsi á land nr. 165555 við hlið lóðarinnar Kumbaravogur 2 .
Sótt eru um leyfi til að staðsetja húsið fyrir tímabilið 20.05.2022-20.05.2023 vegna endurbóta á húsinu.
Umsókn hafnað vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Umsækjanda er bent á að finna hentugri staðsetningu til endurbyggingar hússins.


Niðurstaða þessa fundar
10.17. 2204140 - Stöðuleyfi - Bankavegur 10
Sigfús Kristinsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40-50 m2 frístundahús sem hann hyggst smíða á lóðinni.
Umsókn hafnað vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Umsækjanda er bent á að finna hentugri staðsetningu til endurbyggingar hússins.

Niðurstaða þessa fundar
10.18. 2203386 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Fótaaðgerðastofu Grænumörk 5
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir fótaaðgerðarstofu.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemi þjónustumiðstöðar að Grænumörk 5 er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins þ.á.m. rekstur fótasnyrtistofu. Þjónustumiðstöðin er með fastanúmer F2219102.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endunýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
10.19. 2203399 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Bankinn Vinnustofa Austurvegi 20
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Bankinn Vinnustofu.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við samþykkta notkun á húsinu og gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
10.20. 2203401 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Konungskaffi Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Konungskaffi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
10.21. 2203404 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Subway Eyravegi 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Subway.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
10.22. 2204138 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2 - Konungskaffi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Kögunarhóls ehf. um leyfi til reksturs veitinga í flokk II kaffi - Konungskaffi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica