Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 116

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
21.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2305575 - Byggðarhorn Búgarður 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Martine Nilsen Sverresvold sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 100,8 m² og 351,3 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
2. 2306144 - Dísarstaðir 2 lóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Hannes Þór Ottesen sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu og breyta útliti húss.
Helstu stærðir á breytingum eru; 30,07 m² og 146,1 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
3. 2304420 - Eyrarbraut 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ívar Hauksson hönnuður fyrir hönd Hákon Val Haraldssonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr. Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 115, og var vísað til skipulagsnefndar og þaðan í grenndarkynningu. Helstu stærðir eru; 59,6 m² og 203,8 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grendarkynningar. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
4. 2305001 - Eyrargata Garðbær 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Einarsson hönnuður fyrir hönd Snorra Frey Hilmarsonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr. Helstu stærðir eru; 45,0 m² og 164,3 m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Erindið er í grenndarkynningu og engar athugasemdir hafa enn borist. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
5. 2306026 - Eyrarlækur 17-19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd GJ. tæki og fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Helstu stærðir eru; 323,2 m² og 1331,6 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
6. 2301340 - Eystri-Grund - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sæmundur Eiríksson hönnuður fyrir hönd Sævars Ástmundssonar sækir um leyfi til að byggja útihús/vélageymslu. Helstu stærðir eru; 170,0 m² og 659,7 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
7. 2304127 - Grashagi 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Valgerðar Pálsdóttur sækir um leyfi til að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan. Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 114.
Helstu stærðir 61,7m² & 209,8m³

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
8. 2306027 - Laxalækur 17-19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd GJ. tæki og fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Helstu stærðir eru; 323,2 m² og 1331,6 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
9. 2203339 - Móstekkur 14-16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Landmenn ehf, skilar inn uppfærðum aðaluppdráttum, vegna byggingar fjölbýlis. Stærð 884,4 m2 og 2.823,0 m3.



Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda frá eldvarnareftirliti Árnessýslu.
10. 2303744 - Norðurbraut 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson hönnuður fyrir hönd Bjarna Guðna Halldórssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og stakstæðan bílskúr. Umrætt erindi var áður á afgreiðsufundi byggingarfulltrúa númer 114.
Helstu stærðir eru; 222,0 m² og 679,9 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
11. 2306200 - Suðurbraut 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson hönnuður fyrir hönd Gunnars Þórs Jóhannessonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir eru; 236,4 m² og 781,0 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
12. 2112363 - Suðurtröð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson f.h. Sundhesta ehf, skilar inn uppfærðum aðaluppdráttum, vegna byggingar hesthúss. Stærð 325,0 m2 og 958,8 m3.

Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.
13. 2306259 - Tryggvagata 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingvar Bjarnason sækir um byggingaráform og byggingarheimild f.h. BYKO fyrir 2 gestahús byggt úr timbri. Helstu stærðir 20m² & 61,4m³ hvor um sig.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
14. 2306288 - Björkurstekkur 77 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Gunnars Sveins Kristinssonar sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 272,7 m² og 1.023,0 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
15. 2305496 - Fyrirspurn um aukið byggingarmagn - Nesbrú 5
Helgi H. Hauksson & Arnar P. Gíslason óska eftir auknum byggingarrétt á Lóðinni Nesbrú 5. Óskað er eftir allt að 300m² stækkun á byggingarreit.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulagsfulltrúa.
16. 2305170 - Tilkynning um samþykki nágranna vegna smáhýsis - Bjarmaland 18
Elsa Sigrún Sigurðardóttir tilkynnir um samþykki nágranna að Bjarmalandi 20 vegna áforma um að byggja smáhýsi á lóð sinni.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
17. 2306029 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - Háeyrarvelir 52-50
Áslaug H. Elvarsdóttir & Emanúel Rafnsson eigendur Háeyrarvalla 52 og Gunnar S. Helguson tilkynna samþykki vegna byggingaráforma á að reisa skjólvegg á milli lóða.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5.e og leiðbeiningum HMS nr. 2.3.5. um skjólveggi og girðingar.
18. 2306311 - Dranghólar 1 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - skjólveggur og smáhýsi
Trausti Jóhannsson óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg til að setja upp girðingu hæð 1,8 metra á hæð og smáhýsi á suðaustur hluta lóðar
Vísað til samráðsfundar með Mannvirkja- og umhverfissviði.
19. 2305521 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Sólvellir 2
Óðinn Kalevi Andersen fyrir hönd Sveitarfélag Árborgar tilkynnir framkvæmdir innanhús fyrir Vallaskóla. Áætlað er að bæta við starfsmanna aðstöðu og vörumóttoku í núverandi matsal.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.
20. 2306024 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Seaside Cottage Eyrargata 37a
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Seaside Cottages að Eyrargötu 37a.

Byggingarfulltrúi staðfestir að notkun fasteignarinnar er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og að húsið hefur staðist lokaúttekt. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynna skal fyrir eigendum Eyrargötu 35, 39, 39a & 41b
21. 2306021 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir fótaaðgerðarstofu Grænamörk 5
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn á endurnýjun á starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir fótaaðgerðarstofu í Grænumörk 5.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.
22. 2306155 - Umsagnarbeiðni- Starfsleyfi fyrir Bragabáta Austurvegur 52
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn á endurnýjun á starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir skyndibitastaðinn Bragabátar, Austurvegi 52.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.
23. 2306277 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Myri Studio
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn á endurnýjun á starfsleyfi fyrir Mýri Studio sem staðsett er í Ásamýri 2.

Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir.
24. 2306125 - Rekstrarleyfisumsögn - Austurvegur 35 veitingahús
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir veitingar í flokki II fyrir Lilly & Julia´s Bistro , Austurvegur 35 á Selfossi.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
25. 2306260 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Nesfoss ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu á starfsleyfi fyrir Nesfoss ehf vegna mengandi reksturs.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
26. 2305545 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyrargata 37a
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II fyrir Seaside Cottages , Eyrargötu 37a á Eyrarbakka.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Byggingarfulltrúi staðfestir að notkun fasteignarinnar er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og að húsið hefur staðist lokaúttekt. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynna skal fyrir eigendum Eyrargötu 35, 39, 39a & 41b
27. 2306253 - Tælifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi - Kótilettan 2023
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna tímabundið áfengisleyfi fyrir Kótilettuna 2023 í Hvíta húsinu og Sigtúnsgarði vegna Kótilettunar.

Byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn vegna tímabundins áfengisleyfi fyrir kótilettuna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica