Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 42

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.03.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Sigurður Ágúst Hreggviðsson nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Starfsmenn
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Farið yfir innkomin tilboð eftir verðfyrirspurn í frumhönnun. Einnig kynnt skýrsla bygginganefndar um forsendur og áherslur framkvæmdarinnar

Nefndin felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda svo framarlega að hann uppfylli kröfur verðkönnunargagna.
Niðurstöður verðkönnunar.pdf
3. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki
Farið yfir innkomin tilboð vegna byggingu 1.áfanga Stekkjaskóla
Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
Ístak
ÍAV
Flotgólf ehf
ÞG verk

Yfirferð tilboða er ólokið.

Nefndin felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda svo framarlega að hann uppfylli kröfur útboðsgagna.
Opnun tilboða 17.03.2021.pdf
6. 2103314 - Eignasala Kirkjuvegur 18
Farið yfir væntanlega sölu á Kirkjuvegi 18. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 30.11.2020 að kaupa sökkul húss við Kirkjuveg 18. Óskað er eftir því að eignin verði sett í söluferli.
Mannvirkja- og umhverfissviði falið að setja eignina í söluferli.
Erindi til kynningar
Sigurður Þór situr fundinn undir máli nr.1
1. 2008070 - Borun á ÓS-5
Farið yfir stöðuna á ÓS-5
Sigurður Þór veitustjóri fór yfirstöðuna á ÓS-5
ÓS-05_afkastaprof_borlok_minnisblad.pdf
Sigurður Þór víkur af fundi kl.17:20
4. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki
Farið yfir stöðu framkvæmda við færanlegar kennslustofur
Verkfundagerðir lagðar fram. Framkvæmdin er á áætlun og lóðarhönnun er komin á fullt skrið.
5. 2102410 - Hreinsistöð við Geitanes
Farið yfir fundargerð vinnuhópsins
Farið var yfir fundargerð bygginganefndar hreinsistöðvar við Geitanes

Markmið með stofnun hópsins er að fylgja eftir áætlunum sveitarfélagsins um að
uppfylla lög og reglugerðir varðandi hreinsun skólps á Selfossi.
Hópurinn sér til þess að unnin sé forsögn, frumhönnun sem byggir á forsögn,
forhönnun og útboð á fullnaðarhönnun væntanlegrar hreinsistöðvar.
7. 2103247 - Leiksvæði við Engjaland
Tillögur að nýju leiksvæði við Engjaland kynntar.
Sviðsstjóri kynnti nýtt leiksvæði við Engjaland. Framkvæmdaleyfi er í höfn og áætlað að leiksvæðið verði klárt í sumar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica